"KREPPAN EINS OG PRUMP Í EILÍFÐINNI" - Anna Pála Sverrisdóttir formaður UJ

Mikið ofsalega verð ég að vera sammála þér Anna Pála. Það væru hræðilegustu afleiðingar kreppunnar ef hana ætti að nota sem afsökun fyrir því að koma alfarið í veg fyrir framtíðar uppbyggingu þessa lands og fólksfjölgun, með því að ráðstafa þeirri litlu orku sem í raun er eftir, í álver, álver og ekkert nema álver.

Hvað á þá að gera í þróuna á öllum öðrum iðnaði? Tækni? Ræktun?

Allar þessar al-snauðu hugmyndir um að nýta alla orku á Íslandi í einn iðnað - í aðeins eina hugmynda körfu - er efnahagsleg gjöreyðingarvopn.

En Anna Pála, ég bið þig að íhuga að í dag er hættulegasti virkjunarsinni landsins einn af ráðamönnum Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson er mesti virkjunarsinni landsins, að minnsta kosti af þeim sem nú hafa einhver ráð í landinu, og með fjarstýrðan iðnaðarráðherra til að styðja sínar hugmyndir, er maðurinn okkur, framtíð okkar allra sem og náttúru - stórhættulegur.

Þarf ekki að byrja á því að hreinsa til heima fyrir?


mbl.is Kreppan eins og prump í eilífðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Baldvin Jónsson þú er farinn að hljóma eins og alvöru vinstri maður. Djöfull líst mér vel á þig, hvort ertu annars í Hreyfingunni eða Borgarahreyfingunni núna?

Andspilling, 3.10.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Andspilling - ég hef ekki trú á því að vinstri hægri snú pólitík sé til staðar lengur. Hún dó að mestu við lok Kalda stríðsins og að endingu með nýrri ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem kennir sig til vinstri en fylgir samt aðgerðarplani afar hægrisinnað Alþjóðagjaldeyrissjóðs út í öfgar.

Ég tel mig til liðsmanna bæði Hreyfingar og Borgarahreyfingar. Vonandi eiga bæði samtökin eftir að láta gott af sér leiða í vetur.

Baldvin Jónsson, 4.10.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Baldvin fyrir ári síðan mátti helst ekki segja "prump" í mogganum. Segðu svo að við höfum ekki náð árangri í baráttunni. Nú er þetta spurning um að vera prumpmegin í pólitík. Þ.e. að prumpa út sjálfstæði þjóðarinnar eða að halda í lífskilyrið og frelsi í íslenskri menningu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.10.2009 kl. 00:12

4 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

 Fyrst þið eruð byrjuð að prumpa, eru þið ekki til í að prumpa á Mars líka?

http://news.nationalgeographic.com/news/2007/02/070228-mars-warming.html

Sveinn Þór Hrafnsson, 4.10.2009 kl. 01:04

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Sveinn, Global Warming kenningar eru afar umdeildar og fyrir mér fjölmargar tölur, skýrslur og upplýsingar til sem draga verulega úr aðkomu mannsins að ferlinu.

Það þýðir þó ekki að gáfulegt sé að ráðstafa öllum eggjunum (orkunni) í aðeins eina körfu og hafa engin úrræði önnur til staðar til að mæta þróun.

Spurningin er í þessu samhengi: Á að nota alla mögulega orku landsins í afar óarðbær stóriðjuverkefni, eða á að byggja á heildarskipulagi (þar sem að sjálfsögðu er líka tekið tillit til umhverfissjónarmiða og nýtingu þeim tengdum) sem miðar að því að nýta orkuna á sem víðtækastan máta?

Baldvin Jónsson, 4.10.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband