Nokkrar góðar skyndilausnir við gríðarlegu þunglyndisálagi á íslensku þjóðinni

1. Uppgjör við hrunið.
Sökudólgar séu yfirheyrðir og fangelsaðir. Að samfélagið fái séð að það sé raunverulegur vilji yfirvalda að uppgjör fari fram. Það verður að gera betur en að láta líða allt að 12 mánuði án þess að grunaðir séu svo mikið sem yfirheyrðir.

2. Kraftmikil hugmyndavinna með aðkomu mjög breiðs hóps fari þegar af stað.
Hér hefur þegar sést vísir að mörgum góðum hugmyndum, en betur má ef duga skal og fjölmargir sem að maður hittir á förnum vegi hafa ekki hugmynd um hvaða möguleikar eru í boði.
Hér þarf sem sagt kraftmikið starf ásamt góðri kynningu á því.

3. Mjög aukið streymi upplýsinga.
Stór hluti af ótta þjóðarinnar er að vita ekki hvað er í rauninni um að vera og að geta ekki lengur treyst ráðamönnum til þess að segja okkur satt um málið. Mögulega hefðum við ekki átt að treysta þeim áður heldur, en nú er runnið upp fyrir okkur að traust verður að ávinnast, og það sem fyrst.

Það hefur verið mikið fjallað undanfarið um erfiðleika í samskiptum innan Borgarahreyfingarinnar. Hreyfingin er vissulega að ganga í gegnum örðugleika, en í engu stærri en hópar fólks, þar með taldir stjórnmálaflokkar og hreyfingar, ganga reglulega í gegnum. Stóri munurinn er sá að við erum að ganga í gegnum þetta að langstærstum hluta fyrir opnum tjöldum og því eðlilegt að mörgum þyki það skrítið á að horfa. Borgarahreyfingin ætlar sér hins vegar að halda áfram með öllum mögulegum leiðum, að auka gegnsæi og upplýsingaflæði.

Við gáfum okkur út fyrir að vilja hafa hlutina uppi á borðinu, það ætlum við okkur að gera áfram.


mbl.is Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er lítið annað en að skrifa upp á þennan lyfseðil Baldvin..

hilmar jónsson, 10.8.2009 kl. 13:14

2 identicon

Sammála ! Það þarf að draga sökudólgana fyrir dómstóla og gera eignir þeirra upptækar upp í skuldirnar, sem þeir hafa komið þjóðinni í. Mér finnst ógeðslegt að horfa upp á Karl Wernersson moka inn peningum á lyfjakeðjum sínum,Lyf og heilsu, Apótekaranum og Skipholtsapóteki og hlægja að skattgreiðendum, sem þurftu að reiða fram 16 milljarða til að bjarga Sjóvá, af því að hann hafði hirt bótasjóðinn. Og Bjögólfur yngri getur brosað breitt. Hann rekur óáreittur Actavis í fjölmörgum löndum og stingur peningunum í vasann í stað þess að greiða upp í skuldir sínar. Að ég tali nú ekki um Baugsfeðgana og Bónus. Ég verzla alla vega ekki í apótekum Karls Wernerssonar né í Bónus.

Robbi (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Baldvin fékk sendan smá kviðling í dag:

Hreyfingin er þung og þver

og þarf að brýna ljáinn

Því byltingin nú orðin er

ekkert nema þráinn/Þráinnn

Sigurður Þorsteinsson, 10.8.2009 kl. 18:04

4 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Baldvin, góðir punktar sem þú bendir á hérna. Þessu þarf að koma af stað sem fyrst.

Lilja Skaftadóttir, 10.8.2009 kl. 18:11

5 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Mjög góðir punktar Baldvin.  Og alla vega nr. 2 og 3 geta átt við á landsvísu og einnig um smærri skipulagsheildir.

Varðandi "allt upp á borði" þá frétti ég af bréfkorni einu sem enn væri undir borði.  Hef verið að svipast um á borðbrúnum en hvergi fundið. 

Og þá að Borgarahreyfingunni.  Það má spyrja sig hvort rétt hafi verið að hafa þessar umræður svona opnar, þó vissulega sé það í samræmi við "upp á borðið" kenninguna.  Sjálfur hef ég skvett ýmsu á netið, þar sem ég sitt einn í sveitinni og pirra mig yfir hlutunum.  En þá er rétt að hafa í huga að það hafa verið gerðar tilraunir til að ræða þetta á vettvangi hreyfingarinnar en þar hafa ýmsir lykilaðilar fengið skróp í kladdann og því lítið komið út úr "gagnlausum" fundum.  Meðan svo er þá er netið sennilega eini vettvangurinn til nauðsynlegra skoðanaskipta.

Jón Kristófer Arnarson, 10.8.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.8.2009 kl. 22:19

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður aldrei sátt fyrr en hefur verið réttað yfir eigendum og stjórnendum bankanna þriggja, og þeir dæmdir fyrir brot sín. Þá dugar ekki til neinn hvítþvottur heldur þarf að gera eignir þeirra upptækar hvar sem til þeirra næst og láta þær ganga upp í tjónið sem þjóðin hefur mátt þola af þeirra völdum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband