ÓHEPPILEG TÍMASETNING BOÐAÐRA MÓTMÆLA Í DAG - AUKA AÐALFUNDUR BORGARAHREYFINGARINNAR HALDINN Á SAMA TÍMA

Já það er sorglegt til þess að hugsa að ekki séu fleiri sem sýna því áhuga að berjast gegn samþykkt núverandi ICES(L)AVE samkomulags. Mótmæli dagsins voru boðuð á sama tíma og við í Borgarahreyfingunni vorum með boðaðan auka aðalfund þar sem fram fór stjórnarkjör, en á því þótti þörf þar sem svo margir höfðu forfallast úr stjórninni frá stofnun hreyfingarinnar að stjórnin var ekki lengur fullmönnuð samkvæmt samþykktum.Ný kjörin stjórn getur nú tekið til óspilltra málanna að undirbúa glæsilegt þjóðþing sem Borgarahreyfingin mun halda í haust, ásamt því að halda utan um daglegan rekstur hreyfingarinnar. Ljóst er að hreyfingin mun einnig þurfa að taka til þess afstöðu á allra næstu mánuðum, hvort að hún ætli sér að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum og ráðast þar til hreinsunar starfa einnig. Það er ljóst að lýðræðishallann er þar einnig að finna víða og mál sem þarfnast opinberunar án vafa.

Ég ætti kannski að vera stoltur af því að augljóst virðist að afar stór hluti mótmælenda koma úr röðum Borgarahreyfingarinnar og voru því fjarverandi í dag af augljósum ástæðum, en sannleikurinn er að þetta hryggir mig mun frekar.

Er það í alvöru svo að almenningur sé bara alsáttur við hvernig málum er komið? Eru bara allir að grilla?

Hvar ertu kæra þjóð?


mbl.is Fámenn Icesave mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þjóðin sé svo hrædd við að sjást með Framsóknar- og Sjálfstæðismönnum að mótmæla IcesLave.

Rósa (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:08

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Heeheheh, já ég tel að það gæti þótt vandræðalegt að sjást á tali við Sigmund  Davíðs um ágæti framsóknar......

Og svo mótmæla Sjálfstæðismenn ekki , til þess eru þeir of latir og uppteknir af að grilla og hafa áhyggjur af hvað nágrannanum finnst.

En trúðu mér Baddi, það gildir einu hvað við gerum í þessum Icesleif málum, niðurstaðan verður nánast sú sama hvort eð við borgum eða ekki, það finnst mér sorglegt að viðurkenna en að er mín trú og niðurstaða.

Ef við borgum ekki breytumst við í Kúbu á nokkrum mánuðum, ef við rembumst við að borga og gera upp fortíðina einsog það heitir þá munum við fá einhversskonar skilning og samskipti við nágrannaþjóðir okkar.

Eru menn að trúa því að við höfum eitthvað í Krúnuna að gera?

Eða Shell?

Sveitarstjórnarkosningar á að leggja niður á Íslandi, ég skal vera með í sveitarstjórnarkosningum ef það verður markmið.

Aðeins einar kosningar á 4ra ára fresti fyrir allt landið, að hafa flokkspólitískar sveitarstjórnarkosningar er algjörlega fáránlegt.

Einhver Ágúst, 13.6.2009 kl. 19:25

3 identicon

það vanta nottla SMS in frá VG ungliðum einsog síðast.....

Það er enging að smala núna......enda þeir í óstjórn...

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:28

4 identicon

Þetta er ástæðan fyrir því að það á að leggja alla stjórnmálaflokka niður eins og þeir leggja sig.. það hvernig fólk blindar sig skoðunum frá einum flokki er að rústa þessari þjóð.

Ég ætla að mæta á mánudag fyrir utan Alþingi og hrópa hátt og innilega þangað til að raddböndin bresta;

ÞINGMENN !! RÍSIÐ UPP OG VERNDIÐ YKKAR ÞJÓÐ !!

Björg F (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:49

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

óheppileg tímasetning hafði akkurat ekkert með borgarahreifinguna að gera.. ég hef mótmælt því sem næst á hverjum laugardegi síðan í október fram á vor..

ef þið viljið að fólk mæti á mótmæli.. boðið þá mótmæli á þeim tíma sem fólk getur mætt. !!  annað er aulaháttur og slæm skipulagning. 

Laugardagar kl 15.00.. er eitthvað erfitt að boða til útifunda þá ? 

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Óskar, við boðuðum ekki til mótmæla í dag. Mótmælin undanfarna daga hafa hins vegar miðast við þá tímasetningu sem að Icesave var til umræðu á mánudaginn síðastliðinn.

Fólk mætir þegar að það getur, en ég tel afar ólíklegt að margir til dæmis komist aðeins á laugardögum.

Svaranna er held ég að leita annarsstaðar heldur en í tímasetningu mótmæla. Það tel ég næsta víst.

Kannski Rósa hér að ofan hitti naglann á höfuðið að einhverju leyti. Kannski er líka sterkru þrýstingur á grasrót VG og Samfylkingar að sitja og þegja þetta mál niður.

Hvað svo sem það er, að þá verðum við öll sem erum vakandi, að láta í okkur heyra.

Algerlega sammála þér Björg, mótmæli sem þessi eru að sjálfsögðu þverpólitísk og eiga ekkert að hafa með flokka að gera. Því spyr ég aftur, hvar er allt fólkið sem á framtíð sína og sinna undir?

Baldvin Jónsson, 13.6.2009 kl. 23:02

7 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég mætti á Austurvöll í dag eins og alla aðra daga vikunnar og ég varð satt best að segja fyrir vonbrigðum.  Hvað er fólk eiginlega hugsa er því alveg sama um hvað stjórnvöld eru að sýsla. Mér finnst svo alvarlegir hlutir að gerast í okkar samfélagi að mér finnst að fólk ætti ekki að festa sig í einhverjum flokkadráttum heldur hugsa hvað er best fyrir þjóðina. Gleymum flokkum og hugsum hvað er best fyrir framtíðina. Ég veit satt best að segja ekki hvað er hægt að gera til að vekja almenning. Ég held að við ættum að passa okkur á því að boða til illa undirbúinna mótmæla. Við gætum hreinlega tapað á því með því að missa trúverðugleika. Ég vona að fundurinn hjá Borgarahreyfingunni hafi gengið vel og vonandi ert þú í stjórninni.

Helga Þórðardóttir, 14.6.2009 kl. 01:20

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Fólk er enn að vinna á þessum tíma.. en það er spurning hvað þeir eru að gera sem eru ekki með vinnu..

Óskar Þorkelsson, 14.6.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband