KL: 13:00 - Mótmælum aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar - byrjum á Austurvelli

Mótmæli núna - Heimilin í forgang!

Núna, föstudaginn 8. maí 2009 verða mótmæli vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu.

Staðsetning Alþingishúsið klukkan 13:00

Fjölmennum því á morgun við Alþingishúsið klukkan 13:00, göngum síðan upp að Stjórnarráði þar sem ríkisstjórnin mun sitja  að störfum og látum í okkur heyra.

Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú “Skjaldborg” sem slá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.

Þolinmæði flestra íslendinga er að þrotum kominn!

Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna landsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar.

Margir sjá sér ekki annara kosta völ en að fara i greiðsluverkfall.

Slagorð:

1.  Aðgerðir eru valkostur!

2.- Greiðsluverkfall - lokaúrræði?

3. Skjalborg óskast!

4. Björgum heimilunum!

5. Heimilin í forgang!

Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld hlustað þegar að almenningur fjölmennir og mótmælir, reynslan hefur sýnt okkur það og  kennt okkur það að samstaða er það eina sem skiptir máli.

Sýnum samstöðu - Mætum öll!

f.h Nýrra Tíma

Sigurlaug Ragnarsdóttira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband