Krafan er Persónukjör! En verður maður ekki að þakka sérstaklega þá athygli sem að Borgarahreyfingin fær hér fram yfir aðra?

Guðlaugur Þór virtist eiga fastlega von á þessari niðurstöðu þegar að leið á kosninganóttina. Hann hefur að virðist fengið af því einhvern pata innan úr talningaherbergi Reykjavík suður að mikið væri af útstrikunum á nafninu hans. Reyndar eiga upplýsingar ekki að berast út úr talningarherberginu að undanskildum upplestri á tölum, en það virðist nú leka þarna eins og á svo mörgum öðrum stöðum í kerfinu.

En vonandi er þessi mikla útstrikun og breytingar á kjörseðlum til marks um það að fólk sé almennt að verða opnara fyrir hugmyndinni um persónukjör. Samkvæmt þessari frétt voru að minnsta kosti 7.197 yfirstrikanir eða breytingar gerðar í Reykjavík suður og eru þá ekki taldar upp þær breytingar sem gerðar voru á listum D, S, V og F að undanskildum þeim sem fengu fleiri en 100 yfirstrikanir, þannig að breytingarnar voru án vafa mun fleiri.

Borgarahreyfingin fær í fréttinni ásamt Framsókn, alveg sérstaka athygli og ber að þakka fyrir það Cool Augljóst þó miðað við fáar breytingar að kjósendur okkar voru afar sáttir við listann okkar eins og hann var.

Borgarahreyfingarinnar bíður nú það erfiða verkefni að viðhalda sér sem grasrótarsamtök þrátt fyrir góðan árangur og 4 þingmenn. Nú fer því í hönd mikil vinna við að endurskipuleggja uppbyggingu hreyfingarinnar, ákvarða hvernig vinnsla frumvarpa og álita eigi að fara fram, hvernig boðleiðir hreyfingarinnar verða og svo framvegis.

Við ætlum okkur að ná að halda því markmiði okkar lifandi að starfa áfram sem hreyfing en ekki hefðbundinn flokkur og erum tilbúin til að leggja mikið á okkur til að ná því markmiði.


mbl.is Guðlaugur Þór niður um sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Leiðréttin, Gulli er í RVK Suður... Ekki norður.

Hallgrímur Egilsson, 29.4.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mikið rétt Hallgrímur, nett mistök þarna á ferðinni. Gulli var í framboði í mínu kjördæmi.

Baldvin Jónsson, 29.4.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Stuðningur við persónukjör er lítill þó margir hafi beitt útstrikunum. Slíkt hefur því miður alltaf tíðkast.

Guðlaugur Þór hefur ranglega orðið fórnarlamb persónuárása vegna starfa sinna innan Orkuveitunnar og þeirra styrkja sem hann þáði. Þó hefur komið í ljós að löglega var að verki staðið hjá honum annars vegar í störfum hans sem stjórnarmaður Orkuveitunnar og hins vegar voru styrkirnir sem hann þáði löglegir.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 14:21

4 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Fyrir forvitnissakir Baddi.
Hver er þín skoðun á risastóra "heiðurslaunamálinu"

Freyr Hólm Ketilsson, 29.4.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Páll Blöndal

Sæll Baldvin
Til hamingju með árangurinn í kosningunum. Ég get tekið undir mjög margt af ykkar stefnumálum.
Eitt finnst mér þó vanta. Það eru nokkrar grundvallarspurningar varðandi persónukjör.
Hverju á það að skila?
Hvernig gæti hugsanleg útfærsla verið?

Páll Blöndal, 29.4.2009 kl. 16:20

6 identicon

Svo máttu svara heiðursmanninum Frey Hólm...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:24

7 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Það er fáránlegt að ætlast til að listamaður hafni listamannalaunum þó hann se kosinn á þing.

Árni Björn Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 20:36

8 identicon

Árni, Birgitta talar um stopp ekki höfnun...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:05

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Persónulega set ég stórt ? við sk. listamanna"laun". Hvernig geta menn (karlar og konur) verið á launum án þess að þurfa að skila neinni vinnu?

Gerum þó ráð fyrir að sk. listamenn skili vinnu fyrir þessi laun, þá ættu þeir að sjálfsögðu að hætta að þiggja þau fái þeir sér aðra vinnu.

Hvað varðar sk. "persónukjör" þá er tómt mál að tala um að "tekið sé upp" eitthvert slagorð sem ekki hefur enn verið skilgreint eða útfært nánar.

Emil Örn Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 21:34

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Freyr: Mín persónulega skoðun er sú að þingmenn ættu ekki að þiggja önnur laun frá ríkinu á starfstíma sínum en þeir fá greidd fyrir fulla vinnu. Borgarahreyfingin hefur líka sent frá sér ályktun um málið í svipuðum dúr, það er hins vegar undir hverjum og einum þingmanni komið hvernig hann kýs að taka á slíku máli.

Til útskýringar enn einu sinni sýnist mér þó vert að taka hér fram að það er stór eðlismunur á listamannalaunum og heiðurslaunum. Listamannalaunin fá menn greidd fyrir að stunda list sína, heiðurslaunin eru verðlaun fyrir þá þegar unnin verk.

Páll Blöndal: Varðandi persónukjör þá er stærsti ávinningurinn sá að slíta á völd flokksræðisins. Í dag eiga fáir þess kost að bjóða sig fram í gegnum flokkana án þess að eyða fyrst löngum tíma í valdabrölti innan þeirra og eru því að virðist á endanum, þegar þeir loks komast í þá stöðu að vera ofarlega á listum, orðnir meira eða minna talsmenn flokkanna fremur en eigin hugsjóna. Með persónukjöri fengjum við væntanlega meira af hugsjónum og minna af flokksræði inn á Alþingi.

Annar augljós kostur við persónukjörið er að geta valið það fólk og málefni sem höfða til manns. Þegar ég kýs flokk í dag er ég að málamiðla ansi mikið með atkvæði mitt. Það er að segja ég er að kjósa sem almennur kjósandi, skásta kostinn. Þá málefna skrá sem mér líkar best við. Á sama tíma eru mjög líklega jafnvel fjölmörg málefni hjá sama flokki sem að mér líkar alls ekki við, en samt er ég að kjósa það yfir mig á sama tíma.

Útfærslan gæti verið á margan máta. Persónulega hugnast mér best að kjósandinn kjósi sér bara nokkra einstaklinga, innan flokks eða þvert á flokka, gæti verið til dæmis 5 eða 10 nöfn sem maður velur. Þingmenn raðast síðan inn í þeirri röð sem þeir fá flest atkvæðin.

Baldvin Jónsson, 29.4.2009 kl. 23:10

11 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Takk fyrir skýr svör Baddi.
En hvers vegna að einskorða það við laun frá ríkinu?
Hvers vegna mega menn eins og Bjarni Ben fá 4,8 mkr á ári fyrir stjórnarformennsku í N1?
Ef menn eru á þingi eigi þeir að einbeita sér að því.
Stjáni blái á Ak með á þriðja hundrað þúsund frá Ak-bæ vegna bæjarráðs.
Eðlilegt? Nei ekki í mínum huga.
Alltaf hætta á hagsmunatengslum og spillingu.
Ef þú ert á þingi þá ertu á þingi.
Kannski frekar að láta þessa andskota vinna meira en örfáar vikur á ári.
Fer ekki að koma sumarfrí hjá þeim?
Það er nú annar hlutur sem þarf að skoða.
Hámark 6 vikna sumarfrí fyrir þessa dindla. 4 yfir sumarið og 2 yfir jólin.
Málið dautt.

Freyr Hólm Ketilsson, 30.4.2009 kl. 09:34

12 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Rétt er Baldvin, það er ærið verkefni að halda beintengingu við þjóðina, maður er svolítið með hjartað í buxunum yfir þessu. Ég er sannfærð um að ef þetta tekst þá mun Borgarahreyfingin breyta landslagi stjórnmála á Íslandi, því 'flokkarinir' verða að fylgja eftir fyrr eða síðar.

Þetta er afar spennandi verkefni sem gaman væri að taka þátt í. 

Aðalheiður Ámundadóttir, 30.4.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband