Ólýðræðislegar lygar lýðskrumarans Ástþórs Magnússonar um Borgarahreyfinguna

Ég veit ég veit, allir sem ég hef rætt þetta mál við hafa haldið því fram að maðurinn gangi ekki heill til skógar í andans heimi og að maður eigi ekki að eltast við að svara slíku fólki miklu. Ég hef hins str_Magnsson_001_jpg_550x400_q95vegar ekkert í höndunum sem staðfestir geðveilu mannsins og get ekki setið undir þessum ítrekuðu lygum hans lengur án þess að bera blak fyrir höfuð félaga minna sem hann ræðst ítrekað gegn, nú síðast í færslu á blogginu hans frá því snemma eftir miðnætti í nótt.

Ég skrifaði þar inn langt svar en hafði því miður ekki rænu á að vista það áður en ég sendi það inn hjá honum, sá engin þess merki á síðunni að allar athugasemdir færu fyrst í gegnum síu síðuhaldara áður en að þær birtust hjá honum. Ég skrifaði honum þar afar kurteist en rökfast svar sem að honum virðist ekki hafa hugnast, þar sem að minnsta kosti síðast þegar ég kíkti inn hjá honum, hefur ekki enn verið birt við færsluna.

En tilgangur þessarar færslu er ekki að eyða tíma mínum í að rægja tiltekinn mann, heldur að svara fyrir þessar rakalausu lygar sem að hann setur ítrekað fram.

1. Hann hefur ítrekað skrifað um það að formaður Borgarahreyfingarinnar sé í framboðsvinnu fyrir hreyfinguna á sama tíma og hann á að vera að sinna öðrum starfa hjá vinnuveitanda sínum, RÚV.
Þetta gerir hann þrátt fyrir að hafa fengið staðfest í vitnaviðurvist, meðal annars minnar, frá yfirmanni Herberts hjá RÚV, að Herbert sé í sumarfríi fram yfir kjördag.
Þarna er Ástþór Magnússon því vísvitandi að ljúga til að vekja athygli á eigin brestum.

2. Hann nefnir einnig í ofangreindri bloggfærslu að Þráinn Bertelsson, einn fambjóðenda Borgarahreyfingarinnar, sé á heiðurslaunum frá ríkinu sem rithöfundur og jafnframt í framboði á sama tíma. Eftir því sem mér hefur skilist er ekki skilgreint ákveðið við úthlutun heiðurslauna á hvaða tíma dagsins, nætur, vikunnar eða mánaðarins listamönnum ber að vinna. Ég persónulega treysti Þránni Bertelssyni, sem hefur þegar skrifað fjölmargar stórgóðar bækur, til þess að velja á hvaða tímum honum ferst best úr hendi að skrifa.

3. Hann skrifar um það að einhverjum aðilum hafi verið úthlutað sérstök sæti á listum Borgarahreyfingarinnar. Eftir að hafa persónulega útskýrt fyrir honum á skýran máta hvernig listauppröðunin hjá okkur fór fram að þá er augljóst að hann kýs að ljúga upp á okkur í þeim tilgangi að virðist að eigna sér einum viljann til þess að standa lýðræðislega að málum. Að ljúga verður að teljast afar vafasöm aðferð til lýðræðisbóta.
Til upplýsinga að þá fór uppröðun á lista hjá Borgarahreyfingunni þannig fram að fólk gaf sjálft kost á sér í ákveðin sæti. Ef fleiri en einn aðili sóttust eftir sama sætinu fórum við þess á leit við þá/þau/þær að ræða málið sín á milli og reyna að komast að málamiðlun þannig. Ef það myndi ekki ganga átti að varpa einföldu hlutkesti um hver fengi sætið. Þessi leið er sú leið sem að okkur þótti lýðræðislegust þar sem að stjórnarflokkarnir stóðu ekki við gefin loforð um að koma hér á persónukjöri fyrir kjördag. Langbest hefði verið að hafa tíma og fjármagn til þess að geta farið í opið prófkjör, en fyrst að við réðum ekki við það þótti okkur þetta mjög lýðræðisleg lausn.

4. Hann nefnir ítrekað að Magnúsi Ólafssyni hafi verið úthýst frá Borgarahreyfingunni og tölvupóstsamskiptum verið komið til fjölmiðla.
Þetta er enn ein lygin frá þessum annars ágæta manni og erfitt að sjá hvað annað er stórkostlega bjöguð athyglissýki geti búið að baki.
Tiltekinn Magnús Ólafsson gaf kost á sér í fyrsta sæti hjá Borgarahreyfingunni í suðvestur kjördæmi. Þegar að ljóst var að hann fengi því ekki einfaldlega úthlutað af stjórninni (sem telur sig ekki hafa það vald yfir lýðræðinu að starfa þannig), heldur þyrfti að sitja þar með meðal annars þeim ágætu herramönnum Þór Saari og Valgeir Skagfjörð, þá varð Magnús óánægður og dró framboð sitt til baka. Hvergi í ferlinu báðum við hann að draga sig út. Hann einfaldlega ætlaðist til þess að fá að eiga sætið og við samþykktum það ekki.
Við stóðum með lýðræðinu. Það var aldrei hugmyndin að verða einhverskonar "frægt fólk" framboð heldur vildum við vera brú fyrir alla sem vildu, inn á þing. Þjóðin á þing eins og við nefndum það þangað til að Ástþór fór að nota það slagorð líka í kosningasjónvarpi RÚV. Reikna ekki með að við nefnum það meira þar sem að við viljum eðlilega gæta þess eftir fremsta megni að fólk rugli okkur ekki saman við störf Ástþórs Magnússonar.

5. Að lokum bara til nánari skýringar. Borgarahreyfingin er ekki sami hópur og stóð að Borgarafundunum, eins og Ástþór einnig veit mæta vel. Nokkur þeirra sem stóðu að Borgarafundunum eru félagar í Borgarahreyfingunni ásamt mjög breiðum hópi fólks úr öðrum áttum. Þar á meðal má nefna mig og nokkra aðra sem komu frá hópnum kenndum við Lýðveldisbyltinguna, sjá http://lydveldisbyltingin.is. Þar varð stór hluti stefnunnar sem að Borgarahreyfingin kaus síðan Henrý Þór um Ástþór og Borgarafund í Iðnóað nota að miklu leyti, til fyrir opnum tjöldum með þátttöku allra sem að vildu koma. Þar fór meðal annars fram mikill hluti hugmynda vinnunnar um beint lýðræði sem að Ástþór hefur nú gert að sínum, þrátt fyrir að hafa hvergi komið að gerð þeirra á vefnum okkar.
Þá er einnig í Borgarahreyfingunni stór hópur fólks sem kom úr grasrótarhópnum Samstöðu sem varð til upp úr fjölmörgum smærri hópum, svo sem Nýjum Tímum sem voru skipuleggjendur að mörgum mótmælaaðgerðum.

Ástþór kýs þó ítrekað að blanda þessum tveimur hreyfingum saman til að flækja fólk enn frekar í rýminu, Borgarahreyfinguna og Borgarafundina. Ástþóri gramdist það mjög að fá ekki að taka til máls úr sal á Borgarafundunum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og vill meina að það hafi verið eitthvað persónulegt. Ég get ekki svarað fyrir það þar sem að ég kom ekki að skipulagi Borgarafundanna, en get þó staðfest að ég sjálfur reyndi einnig ítrekað að fá að koma að fyrirspurnum úr sal á Borgarafundum, en tókst það aldrei.

Þessum fullyrðingum reyndi ég að fá að svara honum inni á hans eigin síðu en þar sem að hann samþykkir ekki mínar athugasemdir þar að virðist, kaus ég að birta þetta hér. Það er sjálfsagður réttur borgara þessa lands að fá að verja sig gegn ómaklegum og ósönnum árásum manna sem að virðist hafa þann tilgang einan að vekja á sjálfum sér athygli.

Lýðræðið er vandmeðfarið Ástþór, þú þarft endilega að kynna þér það betur. Það er ekki nóg að hirða bara annarra manna hugmyndir, eins og til dæmis beint lýðræðis hugmyndir Daða Ingólfssonar og félaga hans og markaðssetja þær, þó að þú sért vissulega mjög fær í því. Maður þarf líka að skilja hvað lýðræði og réttlæti þýðir innst með sjálfum sér. Ég verð að taka hér undir orð Þráins Bertelssonar, lýðræðið grætur vissulega og ekki furða. Meira að segja þeir sem í blekkingum koma fram og þykjast vera sérstakir erindrekar þess, svífast einskis til þess að koma sjálfum sér á framfæri og það hiklaust á kostnað lýðræðisins með óheiðarleika.

Já, svona að lokum - Sjálfstæðisflokksmenn eru að sjálfsögðu afar velkomnir í Borgarahreyfinguna þó að framboðslistar hjá okkur séu þegar fullunnir. Já fólk úr öllum flokkum, stéttum og landshlutum er hjartanlega velkomið til okkar.

Borgarahreyfingin - http://xo.is


mbl.is Taka á móti sjálfstæðismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LM

Það verður nú samt að teljast í skásta falli furðulegt að grímuklæddum anarkistum hafi verið hleypti að pallborði en Ástþóri hafnað sem ræðumanni.

Tengslin milli framboðsins og borgarafundanna eru óljós, varst þú ekki talsvert tengdur lydveldisbyltingunni.is líka ?

LM, 11.4.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jú LM, eins og ég segi hér að ofan að þá var ég mjög aktívur í Lýðveldisbyltingar hópnum. Sá hópur tengdist ekki Borgarafunda fólkinu að neinu leiti nema því að við fengum að funda í húsnæði að Borgartúni 3 þar sem að Borgarafundirnir höfðu fengið lánaða endurgjaldslaust ansi marga fermetra.

Ég var sjálfur staddur á þessum tiltekna Borgarafundi í Iðnó. Ástþór segir ekki satt þegar að hann segir að hann hafi aðeins rétt upp hendi eins og við hin til að komast þar að. Hann kom inn í búning, sem var bara hið besta mál, en hóf að kalla yfir fundinn og krefjast þess að fá að taka til máls. Það var gegn fundarforminu sem og hann vissi. En Ástþór hefði væntanlega þurft að fara einhverjar aðrar leiðir hefði hann viljað vera famsögumaður á slíkum fundi.

Endurtek þó, við í Borgarahreyfingunni erum ekki sama fólkið eða hópurinn, þó að vissulega sé eitthvað af fólki frá Borgarafundunum með okkur.

Reyndar var grasrótarstarfið svo kraftmikið á þessum tíma að oft voru tenglsin eða "ekki tengslin", milli mismunandi hópa orðin mjög ruglingsleg.

Baldvin Jónsson, 11.4.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eru lygar enhvern tímann lýðræðislegar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2009 kl. 00:14

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Burtséð hve Ástþór er furðulegur, þá finnst mér nú punktur nr. 2 réttmætur hjá karli.  Það hefur nú ekki komið margt frá Þránni síðan hann gerði Dalalíf.  Hann hefur svo skrifað tvær bækur um sjálfan sig sem sumir geta hlegið af!?  Ætli Þráin hafni listamannalaununum ef svo ólíklega vill til að hann komist á þing?

Varla.

Guðmundur Björn, 12.4.2009 kl. 01:00

5 Smámynd: AK-72

Langar til að benda Guðmundi Birni á að Þráinn hefur nú verið aktívur frá Dalalífi. Hann hefur nú gert Löggulíf síðan, Magnús, skrifað þessar tvær bækur sem Guðmundur talar um, nokkrar skáldsögur og svo verið að skrifa pistla fyrir Fréttablaðið, ásamt örugglega fleiri hlutum sem ég þekki ekki til(enda fávís maður).

Síðan er það þetta með Borgarafundina og Borgarahreyfinguna. Þetta eru tvö algjörlega óaðskild fyrirbæri, þó örfáir aðilar hafi farið inn í Borgarahreyfinguna sem voru þáttekndur í Borgarafundunum. Til að gefa ykkur góða mynd af Borgarafundshópnum, þá var og er fólk þar sem tengdist öllum flokkum og/eða er virkt annars staðar í flokkum en Borgarahreyfingunni. Ég er einn af þeim sem kom frá Borgarafundunum og ætli það séu ekki kannski 6-8manneskjur að mér vitandia, sem tengjast Borgarafundunum og that's it, í hreyfingu sem telur einhver hundruði fólks í dag.

AK-72, 12.4.2009 kl. 01:42

6 Smámynd: Kjartan Ólason

Ég er ekki sammála öllu sem þú svarar!

Þú segir til dæmis:

"Ég hef hins vegar ekkert í höndunum sem staðfestir geðveilu mannsins"

Skoðaðu sögu mannsins aftur, og segðu mér að þú "hafir ekkert í höndunum."

Áfram Borgarahreyfingin!

Kjartan Ólason, 12.4.2009 kl. 03:09

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En hefðuð þið ekki getað tæklað þetta mál öðruvísi ? Í það minnsta finnst mér svona utan frá séð .. dálítið veist að honum fyrir það eitt að hafa sérkennilegar skoðanir. td. afhverju mátti hann ekki bjóða sig fram eins og hver annar ? Svo meikar það ekki alveg sens þetta sé bara flokkur fólksins en ekki "fræga fólksins"... því þráin bertelsson og valgeir skagfjörð eru t.d mjög vel kunnir í íslensku mannlífi og eru efstir á ykkar lista í sínum kjördæmum. persónulega set ég ekkert upp á það enda lýst mér mjög vel á þá báða.

Stuard e mills sagði að ... rödd hins litla er alveg jafn mikil væg og hin stóra rödd fjöldans.

Hitt er að mér finnst þau sárindi sem Ástþór ber til ykkar vera mjög ómálefnale en verð að viðurkenna að mér finnst skiljanlegt að honum sárni ef satt er að greitt eru atkvæði gegn því að hann víki af fundi.  Mér finnst ástþór engu meiri kjáni en venjulegur sjálfstæðismaður svo að ég get ekki fyrir nokkurn máta dæmt hann geðveikan.

Brynjar Jóhannsson, 12.4.2009 kl. 03:21

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður ég endurtek þvi miður hafa menn orðið uppvísir að afar ómálefnalegum málflutningi vægast sagt til þess að vinna eigin málum brautargengi í þessu efni, eins og sjá má að hluta til hér í innleggjum að ofan við þessa færslu.

Það kann ekki góðri lukku að stýra og í upphafi skyldi endir skoða.

Verð að taka undir orð Brynjars hér í þessu sambandi einnig.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2009 kl. 03:38

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið segist ekki vera pólitísk samtök, en samt bjóðið þið ykkur í pólitískt starf. Þið haldið því fram að fólk úr öllum gömlu flokkunum séu með ykkur, en samt eru þekktir vinstrimenn í fyrstu sætum á listum hjá ykkur. Þú, sem meintur "heldur til hægri" maður, heldur ekki vatni yfir loddaranum John Perkins, en þeir einu sem vitna í hann eru vinstrimenn, náttúruverndarsinnar, samsæriskenningafólk og anarkistar.

Fyrir mér er Sjálfstæðisflokkurinn ekki heilagur, en ég sem hægrimaður, hef engan annan flokk til að kjósa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 06:42

10 identicon

Gunnar en sem maður réttlætis,heiðarleika og siðferðis ?

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 08:03

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Brynjar - það er Þór Saari, ekki Valgeir sem er í fyrsta sæti í SV.

Varðandi framboðið okkar: þá er það alveg ljóst að við erum manneskjur og við erum búin að gera helling af allskonar mistökum stórum sem smáum við að byggja upp þessa hreyfingu. En við erum líka búin að ná því að leysa helling af fullt af málum á farsælan hátt og það er ekkert nema kraftaverk að okkur hafi tekist að fá fólk á alla lista, fá meðmæli fyrir fyrir öll kjördæmi, komið saman heilsteyptri stefnuskrá og náð að kynna þetta án þess að eiga krónu úr ríkissjóði fyrir landsmönnum þannig að fólk treystir okkur. 

Það að okkur hafi tekist að fá fólk úr öllum áttum - frá öllum flokkum til að vinna að þessu þverpólitíska samstarfi er vonandi vegvísir að því sem koma skal inn á þingi -nú er þjóðin stödd frammi fyrir meiri erfiðleikum en flestir eru farnir að gera sér í hugarlund. Nú er mikilvægt að hér fari fram alvöru uppgjör. Það er aðeins hægt ef fólk getur unnið saman að því sem brýnast er að vinna að til endurreisnar. 

Það er eitthvað stórkostlegt við það að fólk sem kenna mætti við hægri, vinstri, miðju, geti unnið saman. Flokkspólitískar stefnur er eitthvað svo 2007:)

Birgitta Jónsdóttir, 12.4.2009 kl. 08:14

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ástþór er "jólasveinninn" Baldvin, því er ég sammála þeim sem segja að ekki eigi að elta ólar við sannleiksgildi hans.

Ég lít oft inn á þessa síðu og síður annarra frambjóðenda Borgarahreyfingarinnar vegna þess að ég tel að hún hafi margt gott fram að færa og til að kynna mér stefnumál hreyfingarinnar.  En mér finnst stundum eins og að boðskapur hreyfingarinnar sé að drukkna í því sem skiptir minna máli.

Með öðrum orðum Borgarahreyfingin er með góð mál og eini raunhæfi kostur kjósenda sem vill gefa flokkakerfinu áminningu.  Leyfið því Ástþóri að halda sínu fram og fólki að skera úr um trúverðugleika hans, fólk er vant því og árangurinn hefur ekki verið Ástþóri í hag til þessa. 

Magnús Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 08:59

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ljóst er að siðspilltu liði RUV og afæta þjóðfélagsins hefur tekist að eyðileggja byltingartilraun Birgittu Jónsdóttur.Auðvaldsinnar og endurskoðunarsinnar hafa ná byltingarhreyfingu Birgittu á sitt vald, eins og nafnið eitt sýnir. Og eru á launum hjá þjóðinni við iðju sína.Þetta er lýður sem fer um stelandi og ljúgandi og ber að refsa.

Sigurgeir Jónsson, 12.4.2009 kl. 09:47

14 identicon

Við sem stofnuðum Borgarahreyfinguna erum mörg og komum öll úr öllum áttum.

Þetta er því ekki byltingarhreyfingin hennar Birgittu frekar en annara.

Almenningur á hreyfinguna því að hún er sprottinn upp úr byltingunni sem á sig sjálf.

Enginn hefur hafnað einum né neinum.

Skýrar reglur eru um það að enginn getur komið og fengið sæti á framboðslista nema vera tilbúinn til að gangast undir hlutkesti. Magnús Ólafsson er dæmi um mann sem gat ekki hugsað sér að gangast undir slíkar reglur og kvaddi í góðu.

Þannig virkar lýðræðið og til hlutkestis hefur aldrei komið.

Talandi um siðspillingu þá tel ég að þjóðin þurfa að leita inn á við og horfast í augu við það að hún verður að standa saman. Borgarahreyfingin hefur aldrei skipt sér af Ástþóri, því er öfugt farið. Hann mætti á fund á Akranesi fyrir 10 dögum með okkur, sat og spjallaði við Baldvin Jónsson og fleiri af okkar frambjóðendum. Hann kvaddi síðan og fór.  Það er nú allt ofstækið. Borgarahreyfingin hefur aldrei skrifað né talað um Ástþór enda höfum við stærri og mikilvægari verkefnum að sinna.

Við erum við einbeitt og glöð að vinna að uppbyggilegum málum með hag almennings í fyrirrúmi. Eins og endra nær eru alltaf einhverjir einstaklingar sem álíta sig vera fórnarlömb sem þurfa að fá útrás fyrir gremju sína við öll tækifæri, leggur fólk í einelti en telur sig hafa orðið fyrir einelti. Það skilar því nákvæmlega engu að svara slíku fólki.

Borgarahreyfingin hefur allt að vinna og engu að tapa, framboðs og meðmælendalistar tilbúnir. Fólk streymir að okkur úr öllum áttum og fylgi okkar vex hratt.  Við látum ekkert trufla okkur og sjáum fram á góðar kosningar.

Þeir menn sem að sjá sér ástæðu til að svara rógburði og lygum mega gera það í friði.

Gleðilega Páska!

Kjósum XO !

Sigurlaug (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:23

15 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri félagi, það er þitt að ákveða hvort þú nennir að fara út í það að rífast við menn eins og Ástþór (Hr. Ófriður...), ég myndi aldrei fara út í slíkt, því áður en þú veist af þá "logar allt í endarlausum íldeilum milli ykkar".  Maður verður bara að gera eins og félagi Jesús gerði, haltu þínu striki, látu ekki lygar, hræsni og annað hafa áhrif á þig, lífið er allt of stutt til að eyða því í að rífast við fólk sem maður á í raun að sniðganga.  Ég skil að þér sé misboðið, en það borgar sig mjög sjaldan að reyna að útskýra fyrir "ofsartrúar fólki" sjónarmið sem það skilur ekki & mun aldrei skilja.  Slíkt er í raun tímasóun og skapar bara heift.  Ég nenni ekki að lesa gagnrýni Ástþórs á Borgarhreyfinguna og ég nenni heldur ekki að lesa svar þitt við þeirri gagnrýni.  Ég er sannfærður um að meira en 5% af þjóðinni mun styðja við bakið á Borgarhreyfingunni - gangi ykkur vel.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 12.4.2009 kl. 11:42

16 identicon

Fólk getur þurft að verja sig gegn rangfærslum eins og Baldur er að gera fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar.  Og held að fólk hafi kannski ruglað saman Borgarahreyfingunni og þeim sem stóðu að borgarafundunum.  Leiðinlegt er þó að fólk hafi komið fram að ofan og ýjað að geðheilsu manns.  Vil taka undir orð Brynjars að ofan.  Og Gunnar, ýmsir hafa vitnað í orð John Perkins og Michael Hudson.  Og ég skil ekki það sem þú segir að ofan um fólk sem vitnar í John Perkins.

EE elle (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:18

17 identicon

Meinti Baldvin.

EE elle (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:20

18 identicon

,,Þeir eru samtaka til leiðinda en sundurþykkir innbyrðis'' Þetta á allt of oft við okkur Íslendinga.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:37

19 Smámynd: Bogi Jónsson

Mikið vildi ég að ÖLL dýrin í skóginum gætu verið vinir,

sérstaklega þegar þau eru að vinna að sömu markmiðum, losa okkur frá eiginhagsmuna flokkaaflsstjórnunar.

Við Íslendingar erum búnir að sína fádæma þolinmæði við að gefa gömlu flokkunum,  nokkra áratugi til að sanna sitt ágæti, en hvar stöndum við í dag.

Ég set mafn mitt við lýðræðishreyfinguna bæði vegna þess að ég er smeikur um að Borgarahreyfingin halli sér svo langt að ESB að hún falli ofan í þá miður góðu tunnu, einnig er ég hrifin að þeirri hugmyndafræði að reyna að gera það mögulegt að almenningur geti látið álit sitt í ljós með hraðbankakosningu og gefið þeim alþingismanni sem þau treysta, hverju sinni, sitt athvæði.

2 x 4% eru máttvana en 1 x 8% hefur meiri möguleika á að breyta til betri vega.

Ástþór er mjög öflugur persóna, og þar að leiðandi mest áberandi í Lýðræðishreifingunni, þó mér persónulega finnst að hann mætti stundum nota mildari lýsingarorð,  en í allri vegavinnu verður að nota grófa stórvirka vinnuvél til að gera slóða þannig að fínlegri farartæki nái á áfangastað.

Bogi Jónsson, 12.4.2009 kl. 12:41

20 Smámynd: Ómar Ingi

Hverjum er ekki sama um það sem Ástþór Magnússon heldur fram , segir eða gjörir hann er soldið mikið spes kallinn í sumum löndum væri hann í spennutreyju inni bólstruðu hvítu herbergi.

En þar sem hérna ríkir víst lýðræði eða svo segir sumt fólk þá gengur maðurinn laus en alls ekki heill til skógar.

Bara mitt mat en það er ljóst að við eigum að vera gera eitthvað annað með tíma okkar en að ræða um þetta frík

Ómar Ingi, 12.4.2009 kl. 13:18

21 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæl öll sömul og takk fyrir að kíkja hérna við.
Ég vil byrja á að taka fram að ég hef ekkert haft á móti Ástþóri Magnússyni og hef ekki í raun, fannst ég bara ekki getað setið lengur hjá aðgerðarlaus og horft á hann ljúga upp á félaga mína ítrekað.

Brynjar: "Við" hefðum ekki getað tæklað samskipti borgarafunda og Ástþórs á nokkurn máta. Við erum hvorugur aðilinn í þeim samskiptum, þ.e. ef þú varst að vísa til þeirra.
Það mátti hver sem er bjóða sig fram undir okkar merkjum, allir þurftu að gangast undir sömu skilyrðin þó.
Það að Þráinn og Valgeir skyldu lenda sætum ofarlega á listum er væntanlega af sömu ástæðum og þú nefnir sjálfur, fólki lýst vel á þá báða. Þeir hefðu hins vegar þurft að sætta sig við niðurstöðu úr hlutkesti eins og aðrir ef til þess hefði komið.
Eina skiptið að ég held, sem að ég sjálfur var á borgarafundi um leið og Ástþór var í Iðnó og þar skil ég mætavel að honum hafi verið vikið af fundi. Hann kom þar ekki friðsamlega heldur með hrópum og köllum og vildi fá að taka yfir fundinn, a.m.k. um stundarsakir.

Guðrún María: ég veit ekki til þess að þessi innlegg hérna að ofan sem fara sömuleiðis fyrir brjóstið á mér séu frá félögum í Borgarahreyfingunni. A.m.k. ekki starfandi þátttakendum. Ég tel að ég og þú og flest allir félagar í báðum hreyfingum séu einmitt fólk sem er að stíga fram til að verja eitthvað. Að verja til dæmis þau gildi sem verður að endurreisa hér til að búa börnunum okkar framtíð. Þau gildi verða ekki varin með því að stíga sjálf ofan í forarpyttinn og nota sér skítkast eða persónulegar árásir.
Eina leiðin til að draga einhvern upp úr holunni er að stíga ekki í hana sjálfur.

Gunnar: Við höfnum því að við séum "pólitíkusar" í hefðbundnum skilningi þess orðs. Því miður er hins vegar málum þannig háttað hér á landi að eina leiðin til þess að taka næsta skref í byltingunni er að reyna að koma rödd almennings inn á þing líka.
Það er nákvæmlega ekkert í málefnunum okkar sem hægt er að skilgreina hægri eða vinstri eitthvað. Persónulega trúi ég því að sú skilgreining sé hreinlega orðin úreld í íslensku samfélagi. Við erum sem fyrr segir fólk úr öllum flokkum sem kom saman í Borgarahreyfingunni til þess að vinna þessum málefnum brautargengi.
Að ætla John Perkins að vera vinstri sinnaður er heldur hjákátlegt. Hann er jú vissulega vinstri sinnaður við hliðina á George Bush eða fyrrum forstjóra ENRON, en mjög hægri sinnaður við hliðina á 99% Íslendinga.
John er ekki að boða hagfræði eða einhvern nýjan sannleika. Hann er einfaldlega að segja frá því hvernig hann og menn í hans stöðu vinna. Það er mjög upplýsandi og á sama tíma sjokkerandi að kynnast þeim aðferðum og bera svo saman við hegðun ALCOA manna á Íslandi.
Ef þú Gunnar ætlar að kjósa eitthvað bara út frá hægri eða vinstri kreddum tel ég þig einfaldlega í mjög vondum málum. Nú er ekki tíminn þar sem að "Valsarar" ætla að neita vinna með "KR'ingum". Núna er tími þar sem við verðum ÖLL að geta unnið SAMAN, annars er hér ekkert líf að sækja í næstu áratugina.

Sigurgeir: Ég skil hreinlega ekki hvað þú ert að fara og get því ekki svarað þér þar. Biðst velvirðingar.

Bogi: Öll dýrin í skóginum VERÐA að vera vinir. Ráðamenn undanfarinna áratuga hafa nánast eytt "skóginum" okkar og við verðum að geta staðið saman um að vernda það litla sem eftir stendur og snúa okkur að uppbyggingar starfinu sem verður að fara fram.
Að nýta kraftmikinn persónuleika sinn og gott auga fyrir athygli til þess eins að níða skóinn af samherjum í baráttunni með lygum er ekki að mínu viti gott innlegg í baráttuna og hreinlega svertir hana mjög. Er Ástþór sannarlega að berjast fyrir breytingum eða bara í því að rífa niður þá litlu uppbyggingu sem þegar er hafin?

Að lokum Bogi og aðrir. ESB aðild er ekki í stefnu Borgarahreyfingarinnar. Við munum ekki leggja fram kröfu um aðildarviðræður á Alþingi. Við höfum hins vegar sem einstakir félagar svarað því til að mörg okkar telji að aðildarviðræður séu eina leiðin til þess fá hlutina upp á borðið. Borgarahreyfingin mun hins vegar ekki beita sér fyrir því sérstaklega, við teljum fjölmörg önnur mál mun mun mikilvægari eins og málum er háttað í dag.

Baldvin Jónsson, 12.4.2009 kl. 13:39

22 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er hvimleitt að fólk geti ekki talað saman um stjórnmál án þess að vera með skítkast og hálfsannleik, og sá vægir sem vitið hefur meira segir máltæki.

Að skiptast á skoðunum er nauðsynlegt og hollt fyrir samfélagið og það er vel hægt að gera það innan marka almennrar kurteisi, Íslenskt mál gefur kost á miklu orðavali til tjáningar.

Ég hrósa Baldvin fyrir að gæta almennrar kurteisi og detta ekki inn í fullyrðingastílin eða kalla þá sem ekki eru sammála honum niðrandi nöfnum, því miður er slíkur málflutningur oftast ríkjandi og fælir fólk frá þátttöku í þjóðfélagsumræðunni, því erum við oft að missa af skinsömu fólki vegna þess að margir hafa skömm á orðbragðinu.

Það eru margar ólíkar raddir innan Lýðræðishreyfingarinnar og ekki vitað til þess að einhver eins sé í forsvari, allavega talar Ástþór Magnússon ekki fyrir mína hönd.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.4.2009 kl. 13:47

23 identicon

Getur verið að Ómar Ingi sé kannski að tala um sjálfan sig?  Svona ofstæki ætti ekki að fá að standa.

Jón (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:00

24 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég setti inn vinsamlega athugasemd hjá Ástþóri í gær vegna greinar hans sem hann kallar "Sjóðasukk Borgarahreyfingarinnar". Ég sá strax að Ástþór benti ekki á neinn sjóð, heldur reyndi hvað hann gat að klína árlegri úthlutun menntamálanefndar Alþingis til listamanna á Borgarahreyfinguna.

Sukkið var rökstutt með því að Þráinn Bertelsson væri einn 28 þiggjenda þessa heiðurslauna - og væri á kafi í framboðsmálum þegar hann ætti að vera að skrifa fyrir laununum. Ég benti Ástþóri góðfúslega á að Þráinn væri þiggjandi og hefði ekkert með úthlutunina að gera. Ef hann væri óánægður með úthlutunina, þá ætti hann að snúa sér til menntamálanefndar Alþingis. Þá mætti einnig láta athuga hvað hinir 27 þiggjendurnir væru að bardúsa þessa dagana. Það sama geði ég varðandi áhyggjur hans á því að Herbert hefði verið að svíkjast um í vinnunni. Ég góðfúslega benti honum á að hafa samband við vinnuveitanda hans og koma umkvörtunum sínum á framfæri.

Þá benti ég Ástþóri á að þetta væri sparðatíningur sem litlu skipti. En það mætti sennilega eyða atvinnuleysi í landinu með því einu að ráða atvinnulausa til að koma í veg fyrir það að fólk væri ekki með einhverjum hætti að misnota vinnutíma sinn til þess að sinna framboðsmálum þessa dagana -  fyrir sig, flokkinn, eða vini og kunningja. 

Það þarf vart að taka það fram að þetta innlegg hefur ekki verið birt.     

Atli Hermannsson., 12.4.2009 kl. 14:15

25 identicon

Framboð sem hefur ekki skoðun á kvótabraskkerfinu eins Borgarahreyfingin er ekki upp á marga fiska í mínum huga. Ég vil upplýsa ykkur í Borgarahreyfingunni og aðra sem  vilja sækja sér völd í kosningunum 25.apríl nk. að án stefnu á vitrænum grunni í sjávarútvegsmálunum mun annað sem fram fer í loforða umræðunni fyrir kosningarnar verða hjóm eitt  . Munið mín orð!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ. 

B.N. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:36

26 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð!

Undirrituð óska Borgarahreyfingunni til hamingju með það stórafrek að vera komin með framboðslista í öllum kjördæmum - og yfirleitt að koma svona miklu í verk á stuttum tíma, án opinberra styrkja.  O-listinn er einstaklega góður kostur fyrir þá kjósendur sem séð hafa stórbresti hjá þeim eru kusu síðast. Vonandi komast O-menn á þing - OG vonandi fáum við stjórnlagaþing á þessu ári.

Hlédís, 12.4.2009 kl. 15:34

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði aldrei að Perkins væri vinstrisinni, heldur að þeir einu sem vitna í hann eru vinstrimenn, náttúruverndarsinnar, samsæriskenningafólk og anarkistar. John Perkins er sölupenni "best seller" meira að segja.

Skrif hans um að árásirnar á Tviburaturnana 11. sept., þar sem hann heldur því fram að Bandaríkjamenn sjálfir hafi staðið fyrir hryðjuverkunum, þykja dæmigerðar fyrir hann. En á Íslandi er þessi maður hafinn til vegs og virðingar sem "sérfræðingur", líkt og unga erlenda stúlkan sem fengin var til þess að segja þjóðinni, í umboði náttúruverndarsinna, að Kárahnjúkastífla væri tifandi tímasprengja. Hún gæti brostið í jarðskjálfta. Að þessari niðurstöðu komst hún, eftir að hafa kynnt sér "allt" um byggingu stíflunnar á parti úr degi.

Það, að þið haldið að það skipti ekki máli hvort stjórnmálaafl sé til vinstri eða hægri.... að þetta séu úrelt hugtök, styðji öfgasjónarmið í umhverfisvernd o.s.f.v. , segir alveg nóg fyrir mína parta. Það eru einungis miðjumoðs-kratar sem tala þannig og í slíku kraðaki verður ólíft innan tíðar. Sjáið bara Samfylkinguna.

Með þessa ungu stúlku var mikið látið og fékk hún mikla athygli í Baugsmiðlunum

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 16:35

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Með þessa ungu stúlku var mikið látið og fékk hún mikla athygli í Baugsmiðlunum. Verslunar-mógúlar og stórgrosserar á því sviði, eru á móti byggðastefnu í pólitík. Í útreikningum sínum þegar Smáralindin var byggð og Kringlan stækkuð, þá var reiknað með tiltekinni fjölgun á höfuðborgarsvæðinu. Meiriháttar uppbygging á landsbyggðinni skekkjir þá byggðaþróun sem þessir aðilar telja æskilegasta fyrir sig. Þess vegna hafa þessir aðilar lagt sitt hressilega á vogarskálarnar, til þess að efla andstöðu almennings við raski í náttúrunni.... á landsbyggðinni. Það samræmist ekki arðsemisútreikningunum á þeirra eigin framkvæmdum, að það sé hagstætt að lifa og búa utan Suð-Vesturhornsins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 16:44

29 Smámynd: Hlédís

Baugs-hvað, kæri GGTh?!

Nú virðist FL-okkurinn vera það eina sem Baugur heitinn brennimerkti sér almennilega.

Hlédís, 12.4.2009 kl. 16:47

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleymdi að spyrja þig út í þetta: "Það er mjög upplýsandi og á sama tíma sjokkerandi að kynnast þeim aðferðum og bera svo saman við hegðun ALCOA manna á Íslandi".

Geturðu upplýst okkur í hverju þessi "hegðun" ALCOA-manna á Íslandi er fólgin?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 16:47

31 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvaða stúlku ertu að tala um Gunnar?  Þekki ekki söguna.

En ég held að málið hjá þér sé að þú ert að bera Borgarahreyfinguna saman við hefðbundinn skilning stjórnmálaflokks. Það erum við ekki.

Við erum breytingaafl, afl sem ætlar að koma á nokkrum einföldum en mikilvægum breytingum og leggja sig svo niður. Við erum ekki flokkur eins og Samfylkingin sem opinberlega vill líta út sem heild en er í raun innanborðs ósammála um stóran hluta stefnu sinnar. Hefur sýnt sig að það er ekki líklegt til árangurs nema að til staðar sé virkilega sterkur leiðtogi, sem þá ræður í raun flestum málum. Við viljum ekki vera svoleiðis og höfnum hugmyndinni um einhverja leiðtoga í starfinu.

Við erum breiðfylking sem vill gæta jafnræðis fyrir alla félaga. Talsmenn okkar eru fjölmargir og koma af beiðu sviði en við stöndum saman um og erum sammála um stefnuna okkar. Enda hver getur verið ósammála einföldum kröfum um réttlæti og jöfnuð í samfélaginu? Grunnstef stefnu okkar er í raun það sama og stefna Sjálfstæðisflokksins til dæmis, þeir hafa bara ekki fylgt stefnu sinni um langt langt árabil. Mér fannst það lengi, varð glaður þegar að endurreisnarnefnd flokksins síðan staðfesti það fyrir mig nýlega.

Aldrei að vita nema að ég fari til dæmis að starfa af krafti með frelsis þenkjandi markaðsfólki þegar að þessum breytingum hefur verið komið á. Við erum þó vonandi búin að læra af reynslunni. Óskert frelsi án kröftugs eftirlits virkar ekki til langs tíma.

Baldvin Jónsson, 12.4.2009 kl. 16:53

32 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sá ekki viðbótina frá þér Gunnar, svara henni hér.

Ég er sammála þér um það að með óskertu frelsi hafi peningaöflin á Íslandi skekkt svo mjög stöðuna að nær öll uppbygging hefur orðið á hbsv. og því verður að sjálfsögðu að breyta. Stór hluti af því að breyta því er að skapa öllum hér jafna möguleika á markaði. Undanfarin ár hafa "vinir" flokkanna fengið mikið forskot og hefur einmitt Sjálfstæðisflokkurinn, sem þú nú ætlar að kjósa þrátt fyrir allt, skapað mikinn hluta af þeirri skekkju með sinni framkomu.

Þú þarft að sjá Draumalandið til að skilja til hvaða hegðunar ég er að vísa. John Perkins lýsir því hvernig hann vann á sínum tíma og Draumalandið sýnir manni svo skýrt hvernig aðgerðirnar voru á Íslandi.

Reyðaráls málið varð því miður að einhverskonar trúarbragðastríði á milli fylkinga upphrópana í stað þess að við skoðuðum saman, sem heild, hvað væri hagkvæmast að gera. Í dag er ljóst að það að gefa bara Reyðfirðingum 20 milljarða til að geyma á einhverjum góðum ríkistryggðum reikningum, hefði skilað samfélaginu þar mun meiri tekjum og skapað væntanlega mun fjölbreyttara atvinnulíf. Svo undarlegt sem það er, hefði það líka verið þjóðinni í heild ódýrara. Mun ódýrara en að byggja Kárahnjúkavirkjun, bæði til skemmri og lengri tíma litið.

Persónulega vildi ég sjá Byggðastofnun endurreista til þess hlutverks sem að henni var ætlað upphaflega, til mikils stuðnings við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Vitna enn og aftur til dönsku aðferðarinnar sem ég hef ítrekað fjallað um hér.

Baldvin Jónsson, 12.4.2009 kl. 17:01

33 identicon

Kæri nafni

Þínar fallegu vonir með Byggðastofnun geta ekki orðið nema um nýsköpun sé um að ræða því EES samnigurinn leyfir ekki ríkisaðstoð til að koma af stað rekstri sem má finna fyrir í EES löndunum þar sem 500 milljónir búa. Hvað er það sem við getum gert sem ekki er gert nú þegar í EES löndunum ?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:16

34 Smámynd: Baldvin Jónsson

Danska leiðin nafni er ekki styrkur heldur víkjandi lán og ef það er hægt í Danmörku þá er það augljóslega hægt hér.

Baldvin Jónsson, 12.4.2009 kl. 17:30

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Allt tal þeirra sem eru/voru á móti Kárahnjúkavirkjun, stendur og fellur með einni fullyrðingu:" Er arðsemi af framkvæmdunum, eða ekki? Allt annað er spurning um smekk, eins og staðhæfingar um "ómetanleg náttúruverðmæti" og slíkt.  Andstæðingar framkvæmdanna hafa ekki komið með neytt sem styður þá fullyrðinga að ekki sé arður af framkvæmdunum. Ekki er bullið um að heiðargæsastofninn og lífssvæði hreindýra væru í hættu, til þess að auka trúverðugleika þeirra sem voru á móti þessu.

John Perkins er sölupenni, "best seller". Hann er ótrúverðugt vitni, eins og sagt væri í dómsal. HÉR er grein um hann í The Washington Post

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 18:14

36 Smámynd: LM

Alveg stórkostlegt að pistlaskrif í Fréttablaðið skuli vera talin með í virkni heiðurslaunarithöfundarins Þráins. Það er sem sagt ekki nóg að Baugur borgi honum fyrir "réttsýna" (og trúlega þá listræna) pistla, við þjóðin þurfum líka að borga undir "list" hans og brölt í pólitík.

Snilld ...

LM, 12.4.2009 kl. 18:32

37 identicon

Gunnar Th. ég ætla ekki út í rökræður um byggingu álvera þar sem að ég veit að þau eru þitt helsta áhugamál og vil ekki skemma það fyrir þér.

En blaðamaðurinn sem skrifar þessa grein er rugludallur.

það vill svo til að ég þekki ágætlega til málefna ýmissa Ameríkulanda og get sagt þér það, Perkins fór ágætlega rétt með málefni suður-Ameríku.

Rugludallurinn gengur svo langt að kalla það vænisýki að framin séu morð í þessum leik. Það er nú bara bull enda ótal sögulegar staðreyndir sem kenndar eru í barnaskólum í dag sem segja annað.

Þú ættir að muna eftir Allende? Heldur þú að það séu heiðarlegir viðskiptahættir sem Bandaríkjamenn hafa stundað í Bólivíu (sem Perkins minntist á). Panama? Columbíu? Gvatemala? Mexíkó?

Perkins fer bara alveg með rétt mál en þessi blaðamaður Washington Post ekki.

Mér líst vel á Borgarahreyfinguna og ætla að kjósa hana!

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:50

38 identicon

Síðan er hægt að vísa í umfjallanir L. Mósesdóttur, Robert Aliber og marga annarra varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hvernig þjóðir hafa komið út úr viðskiptum sínum við hann.

Sjóðurinn er fullkomlega sáttur við að fá greiddar kröfur aðstandenda sjóðsins og er nokk sama hvernig viðkomandi ríkisstjórn fer að því að fá upp í þær kröfur. Almenningur er því rúin inn að skinni við verknaðinn.

Hver er sá vondi AGS eða ríkisstjórnin? Ertu ánægður með ríkisstjórnina nafni?

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 19:04

39 identicon

Danir felldu Maastrichtsáttmálann sem samþykktur var 1992  en var svo hafnað í  þjóðaratkvæðagreiðlu og  í framhaldinu þar sem allt ESB dæmið fór í uppnám eftir þennan gjörning Dana var settur af stað fundarhöld í Edinborg í Skotlandi til að tala Danina til þar var samið um undanþágur sem gera þeim kleift en þá a.m.k að gera hluti sem aðrir sem eru aðilar að ESS geta ekki sem dæmi við Íslendingar. Edinborgarsamkomulagið var sett í þjóðaratkvæði í Danmörku í framhaldinu aftur og nýbúnir og var Edinborgarsamkomulagið samþykkt naumlega. Þess vegna kallast leiðin sem þú ert að tala um nafni  ,,Danska leiðin ''hún er bara þeim einum fær því lýðræði dönsku þjóðarinar stóð vaktina og náði þó þessum áfanga a.m.k tímabundið.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 19:12

40 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mér fannst það spaugilegt hjá Ástþóri þegar hann tengdi listamannalaun Þráins við að hann mætti helst ekkert hafast annað að en að skrifa. Eins og hann þyrfti að vera með stimpilklukku um hálsinn.

Ég hefði haldið að það væri lærdómsríkt fyrir rithöfunda að taka þátt í allri flóru mannlífsins.

Þannig dvaldi Halldór  Kiljan meðal  bænda þegar hann var að viða að sér efni í Sjálfstætt fólk.

Mér finnst Ástþór Magnússon á margan hátt uppátækjasamur og frumlegur en hann má passa sig með að eyðileggja ekki fyrir sjálfum sér með einhverju sem ekki stenst.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 20:10

41 identicon

Þar sem lítil áhugi er fyrir málefnalegri umræðu um pólitík þessa stundina vil ég leyfa mér að koma með úrdrátt úr færslunni hans Baldvins hér fyrir ofan þar sem hann talar um Ástþór. Hér kemur úrdráttur ´hér fyrir neðan sem ég vil velta vöngum yfir.

1. ,,Hann hefur ítrekað skrifað um það að formaður Borgarahreyfingarinnar sé í framboðsvinnu fyrir hreyfinguna á sama tíma og hann á að vera að sinna öðrum starfa hjá vinnuveitanda sínum, RÚV.
Þetta gerir hann þrátt fyrir að hafa fengið staðfest í vitnaviðurvist, meðal annars minnar, frá yfirmanni Herberts hjá RÚV, að Herbert sé í sumarfríi fram yfir kjördag.
Þarna er Ástþór Magnússon því vísvitandi að ljúga til að vekja athygli á eigin brestum.''

Ég var að kíkja á síðunna hjá Ástþóri í fyrsta skifti og þar er hægt að hlusta á upptöku af símtali sem Ástþór átti við Herbert í gegnum skiftiborðið hjá  RÚV á sama tíma og því er haldið fram að Herbert sé í sumarfríi það eitt og sér er ekki heppilegt fyrir formann hreyfingar sem vil standa fyrir heiðarlegum vinnubrögðum svo spilling fái ekki þrifist innan stjórnsýslunar þess má geta að RÚV heyrir en undir Menntamálaráðuneytið.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 20:34

42 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Economic hitman er bull að mestu leyti, enda er farið yfir það mál í greininni sem ég benti á. Pólitísk morð leyniþjónumanna, hvort sem þeir eru frá CIA eða öðrum, breytir því ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2009 kl. 20:58

43 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Gunnar segir hér fyrir ofan að Kárahnjúkavirkjun sé bara spurning um arðsemi.  Þvílík þröngsýni.  Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði er miklu meira og stærra mál en svo að það fjalli um aðrsemina eingöngu.  En sennilega er það svona þröngsýni sem meðal annars hefur farið svona illa með okkar þjóð.  Reyndar bendir AGS á það sérstaklega í sinni skýrslu um efnahagshrunið að þessar stóriðjuframkvæmdir eigi stóran þátt í að hleypa af stað þeirri þróun sem kom okkur í koll og í því sambandi skiptir afkoma raforkusölunnar litlu máli.  Enda ekki farið að selja orkuna fyrr en allt var að komast í hönk hér.

En þetta er kosturinn við að hafa marga stjórnmálaflokka.  Ástþór getur slett sinni tómatsósu í sínum flokki og Borgarahreyfingin getur boðið fram til að fylgja eftir Búsáhaldabyltingunni.  Þeir sem halda að heimurinn snúist eingöngu um debet og kredit geta svo haldið áfram að gera sig af fíflum í Sjálfstæðisflokknum.

Jón Kristófer Arnarson, 12.4.2009 kl. 21:53

44 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Baldvin N. Herbert var nýbyrjaður í fríinu sínu og sennilegt að konan á símanum væri ekki meðvituð um að hann væri kominn í frí. Ég veit það allavega að það hefur oft komið fyrir að ef ég er að vinna á stórum vinnustað að fólkið í launadeild og á símanum vissi ekkert um alla sem voru á staðnum - hvort viðkomandi væri í fríi, veikur eða jafnvel hættur:)

Það sem er kannski leiðinlegast við þetta alltsaman er að Ástþór hefur síðan við hófum göngu okkar farið viljandi með rangar ályktanir og staðhæfingar á hlutum sem hann er vel meðvitaður um - vil bara biðja þann ágæta mann um að hætta þessu og fara að einbeita sér að því að útskýra fyrir þjóðinni hvaða lausnir hann stendur fyrir með framboði sínu. Það er margt ágætt þarna hjá honum og það væri bara ágætt ef hann myndi einbeita sér að því að vinna með félögum sínum og hætti þessu óþarfa skítkasti.

Birgitta Jónsdóttir, 12.4.2009 kl. 21:58

45 identicon

Gunnar Th.

þú segir "Economic hitman er bull að mestu leyti, enda er farið yfir það mál í greininni sem ég benti á".

Ég tek fram að ég hef ekki lesið neitt eftir manninn en ég hef lesið greinina og ég sá viðtalið við Perkins.

Það sem Chavez og Evo Morelos eru að gera er það sama og Castro gerði á sínum tíma. Þeir henda út Bandarískum fyrirtækjum og losa sig við bandaríska agenta í stjórnkerfinu hjá sér.

Chavez er réttkjörin forseti vissirðu það? Hann var yfirmaður heraflans í Venesúela og neyddi slæman einræðisherra frá völdum sem var að stúta efnahag landsins. Herinn umkringdi höll forsetans og Chavez setti honum þá kosti að halda kosningar innan tiltekins frests og fara í framhaldi frá völdum eða þá að honum yrði steypt hér og nú.

Eftir nokkrar vikur voru haldnar kosningar sem Chavez vann yfirburðasigur í enda orðin þjóðarhetja. Hvað gerist? Jú, undir eins er hann settur af Bandaríkjunum á lista yfir 10 hættulegustu menn í heimi. Af hverju? Hann vildi hætta að gera viðskipti við USA.

Ég gæti sagt þér frá Evo í Bólivíu sem staðið hefur fyrir gríðarlegum umbótum eins og Chavez. Þetta er draumur margra ríkja í Ameríku, að blokkera USA út úr stjórnkerfinu hjá sér.

Við getum spurt okkur; af hverju heldurðu að Mexíkó sem er eitt spilltasta og glæpavæddasta land í heimi og flytur yfir 80% af öllu kókaíni frá Latin-ameríku, dreifir því og selur það, skuli einnig eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Hvernig ætli standi á því?

Utanríkisstefna Bandaríkjanna gengur út á nýlendustefnu. Mjög sniðugt fyrirbæri. Þú sölsar undir þig stjórnkerfi viðkomandi lands, ferð með stórann hluta af þjóðartekjunum úr landi en ert ekkert að ómaka þig við það að halda úti velferðarkerfi.

Mjög sniðugt Gunnar Th. mjög arðbært. Stjórnkerfin eru svo spillt að ekki er nokkur leið að laga þau. Ef að forseti kemst til valda sem er með vesen, þá er hann fjarlægður og Bandaríkjadindill settur inn í staðin. Skrokkurinn spriklar helsjúkur en skipt er um höfuð. Mjög kool.

Hvernig er þetta gert, það þarf ekkert neina James Bond stæla í þetta enda er þetta jafn gömul íþrótt og mannkynið. Sem dæmi um spillingu þá skulum við segja að sett hafi verið í gegn um þingið í Columbíu að byggja raforkuver. Við skulum segja að við kaup á aðföngum þurfi að kaupa 300 stórar vinnuvélar og 400 stóra grjótflutningabíla, stóra sérsmíðaða krana ect.

Þá er sett í gang útboð, ok ekkert merkilegt við það. Þá er untanríkisráðuneytið í Bandaríkjunum með snáp í Landbúnaðarráðuneytinu í Columbíu sem sér um að tilboði frá tilteknu fyrirtæki í USA er tekið í stað helmingi lægra boðs annars staðar frá.

Þetta er bara ein tegund spillingar, ímyndaðu þér þegar búið er að setja upp sérstök embætti í kringum svona.

Auðlyndir þessara landa, ha ha, Bandaríkjamenn stjórna gríðarlega stórum hluta auðlynda 3. heimsins, þeir hirða renturnar með húð og hári og fara með olíu hráa úr landi til vinnslu annars staðar ect. Þessi lönd sem búa við slíka stjórnskipan, leppstjórn USA búa oftar en ekki við hungur, háan barnadauða og alvarleg heilsufarsvandamál.

Það þarf ekki Perkins til þess að segja frá þessum hlutum, þetta eru bara þættir í nútíma lýðræðisskipan og skiptingu valds og auðs sem fólk almennt ætti að vera meðvitað um.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:07

46 Smámynd: Hlédís

Gunnar W! 

Nafni þinn á Reyðarfirði trúir engu misjöfnu um heimsvalda- og auðvalds-sinna, hefur mér sýnst. Allt slíkt tal er áróður VG og álíka lýðs - ALLT!

Hlédís, 12.4.2009 kl. 23:24

47 identicon

já já, áróður bara.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:26

48 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvernig nennið þið að standa í að skrifa og lesa og velta ykkur svona mikið uppúr tourett-kippum Ástþórs? Farið þið nú að skrifa eitthvað skettilegra

Áfram með smjörið

Sævar Finnbogason, 12.4.2009 kl. 23:28

49 identicon

Sævar ég er einmitt að reyna að sneiða framkjá umræðuefninu alfarið, hef ekki nefnt kvikindið á nafn, ehe. Það væri ókeypis auglýsing fyrir hann og einmitt það sem hann vantar.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:34

50 identicon

Gunnar, þú skrifar:

""Allt tal þeirra sem eru/voru á móti Kárahnjúkavirkjun, stendur og fellur með einni fullyrðingu:" Er arðsemi af framkvæmdunum, eða ekki? Allt annað er spurning um smekk..."

Svo, ef þér og öðrum finnst það "smekklegt" að virkja Dettifoss og Gullfoss þá er það auðvitað í lagi...ekki satt?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:51

51 Smámynd: Hlédís

Sævar!

ÁstÞ** who?

Hlédís, 13.4.2009 kl. 00:15

52 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Eitt verð ég að sega Baldvin að þú ert eiginlega fáránlega kurteis og það væri mörgum til fyrirmyndar að fara þína leið við að svara Ástþóri Magnússyni. Ég efast um að ég hefði náð þessu jafnvægi alla leið í gegnum pistilinn.

Hann getur allavega ekki notast við það að hann svari þér ekki vegna þess að þú sért dónalegur eða ómálefnanlegur.

Biðja fyrir þeim sem maður veit að eru að gera rangt stendur einhverstaðar, en að fara á hnén fyrir Ástþór?? Nei ands........

S. Lúther Gestsson, 13.4.2009 kl. 00:37

53 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið kjósið að slíta að slíta orð mín úr samhengi og haldið að þið hafið rétt fyrir ykkur með því. Ja.... aumt er það.

Allt tal þeirra sem eru/voru á móti Kárahnjúkavirkjun, stendur og fellur með einni fullyrðingu:" Er arðsemi af framkvæmdunum, eða ekki? Allt annað er spurning um smekk, eins og staðhæfingar um "ómetanleg náttúruverðmæti" og slíkt. 

Ég get aldrei sagt að þið hafið rangt fyrir ykkur, ef þið teljið eitthvað í náttúrunni þess virði að vernda. Ég get einungis verið ósammála ykkur hvað það varðar. En ég reyni ekki með bulli, ýkjum og lygum að koma öðrum á mína skoðun.

Baldvin, stúlkan sem ég minntis á var dreginn upp úr hatti andstæðinga Kárahnjúkaframkvæmdanna. Vel menntuð og gott ef ekki með doktorsgráðu, man bara ekki í hverju. Henni var hampað mjög af fjölmiðlum, sérstaklega af Stöð 2. Eflaust getur Jón Kristófer Arnarson,  frætt þig betur um stúlkukindina þá arna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 01:27

54 identicon

Gunnar Th.

og hvað ætla þeir síðan að selja þér raforkuna á kæri nafni, svona Sómalíu-prís ekki satt?  ertu kannski með verðið við höndina hehe  

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:48

55 identicon

Það er ógurleg mengun af þessu Gunnar. En þið eruð að fá Álver á Reyðarfjörð, það verður nú lyftistöng þarna fyrir austan. Gott mál bara, en svo hættum við þessu Álverarugli, veiðum frekar fisk.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 02:10

56 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ok Gunnar Th., ég man ekki eftir stúlkunni atarna.

Kárahnjúkavirkjun var reiknuð út sem arðbær framkvæmd miðað við að álverð í heiminum héldist yfir 2200 dollurum á tonnið á sama tíma og meðalverð er 1500 dollarar á tonnið. Verðið núna reyndar að nálgast 1000 dollara tonnið og reiknað með að greitt verði MEÐ Kárahnjúkavirkjun á þessu ári nokkur hundruð milljónir.

Ég spyr kannski í barnslegri einfeldni, en af hverju var í arðsemisútreikningum miðað við álverð sem var nærri 50% hærra en meðalverð í heiminum?

Baldvin Jónsson, 13.4.2009 kl. 09:24

57 identicon

Eg held að það se best að minnast ekki einu orði á ofsóknar geðsjúklinginn ástþór, það er hán fyrir þá sem virkilega slíta með geðræn vandarmál.

Viktor (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 13:27

58 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú mátt ekki nota svona tölur út í bláinn Baldvin, eins og þeir sem stýrt hafa andstöðunni við virkjanir og stóriðju gera alltaf. Þ.e.a.s. ef þú vilt að eitthvað sé hlustað á þig í framtíðinni. Allt sem þú segir í síðasta kommenti er kolrangt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 13:40

59 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nafni Waage, við höfum ekki eins og þú veist, nákvæmar tölur yfir raforkuverðið hér til stóriðju, en OECD virðist hafa nógu nákvæma tölu til þess að gefa það út að verðið hér sé í meðallegi innan OECD.

Annars er það merkilegt, að á sama tíma og andstæðingar raforkusölu til stóriðju kvarta yfir leyndinni á verðinu, þá sitja þeir sveittir við að reikna og reikna, og reikna svo tap á öllu saman. Það gera þeir með því að notast við forsendur eins og Baldvin gerir, það tryggir algjörlega að niðurstöður útreikninga þeirra skili því sem hentar málstað þeirra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 14:02

60 identicon

Eigi skal ég fullyrða um tap af þessum álverum til langs tíma. Hitt er annað mál að aðrir atvinnuvegir eru þjóðhagslega arðbærari fyrir Íslendinga samanber framleiðsla sem fullunnin er innanlands.

En hin hliðin á þessu máli eins og flestum stórum atvinnuvegum er gjaldmiðillinn. Sama hve arðbær framleiðsla er fyrir okkur eða einhvern annan þá tapa framleiðendur aldrei á krónunni. Stundum græða þeir á henni til dæmis um þessar mundir. Álframleiðendur á Íslandi er mjög sáttir við stöðu krónunnar sem og ýmsir fleiri aðilar.

Þessir aðilar hafa engra hagsmuna að gæta og er nokk sama þótt þjóðin svelti heilu hungri svo lengi sem starfsmenn þeirra mæta.

Kreppan hefur engin áhrif á þessi fyrirtæki þar sem þau eru rekin inn í sellu af gjaldeyri, einskonar vacuum pakningu, koma því hagkerfinu ekkert við. Ég er búinn að tala um þetta í allan vetur og síðan tók Indriði H. Þorláksson tekið þetta mál fyrir með miklum ágætum.

Mér finnst þetta krónu-módel fremur óspennandi fyrir framtíð Íslendinga, nánar tiltekið svona sweat shop-módel.

En mér finnst fínt mál með ykkur þarna fyrir austan og vonandi að allt gangi vel þrátt fyrir fregnir af rekstrarörðuleikum eigenda. En mér finnst ekki rétt að fara út í fleiri álversframkvæmdir. Það verður að vera blandaðra atvinnulíf hérna annars vantar allt mótvægi þegar að markaðir bregðast. 

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 15:02

61 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki rétt hjá þér að "Indriði H. Þorláksson hafi tekið þetta mál fyrir með miklum ágætum". Hanns málflutningur var bull frá upphafi til enda og hann hefur þegar verið hrakinn með beinhörðum staðreyndum. Andstaða hans við stóriðju litar allan hans málflutning.

 Álverð er fjarri því sem Baldvin heldur fram hér að ofan. Það hefur aldrei verið nálægt 1.000 $ tonnið og reyndar hefur markaðsverð á áli farið hækkandi sl. 30 daga og staðið í stað sl. 90 daga. Verðið fór lægst niður í um 1.250 $ um miðjan febrúar. Þegar samningarnir voru gerðir við Alcoa seint á árinu 2002 og undirritaðir 15. mars 2003, þá var verðið það sama og það er í dag. Þegar verðið var sem hæst frá janúar 2006 til ágúst 2008, þá var það hærra en nokkurn hafði órað fyrir að yrði. Það var því mikið ánægjuefni fyrir andstæðinga álvera á Íslandi að getað reiknað út verðfall á áli í prósentum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 16:37

62 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gunnar Th. Allt sem ég segi í kommenti mínu hef ég frá Aðjúnkt í Hagfræði við Háskóla Íslands og eru staðfestar upplýsingar. Ég er einmitt harður talsmaður þess að vitna í staðreyndir, biðst velvirðingar á því að hafa ekki getið heimildar. Það var klaufalegt. Má finna upplýsingar um tilvísaðan sérfræðing hér: http://www.hi.is/is/simaskra/1402

Staðreyndirnar sem fyrir liggja eru að í nokkur ár var reynt að fá einkaaðila í framkvæmdina, en þegar að það gekk ekki vegna þess að enginn sýndi verkinu áhuga þá gekk ríkið í verkið. Og eins og ég vísa til hér að ofan endaði ríkið á því að nota mjög villandi upplýsingar um verð á áli til þess að réttlæta framkvæmdina.

Það er allt í lagi Gunnar að þér "finnist það" rangt, það hrekur hins vegar ekki staðreyndir málsins. Vinsamlega kynntu þér þær áður en þú heldur því enn og aftur fram hér án nokkurra raka, að þetta séu rangar tölur.

Baldvin Jónsson, 13.4.2009 kl. 17:46

63 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sá ekki aths #63 frá þér áður en ég svaraði.

Ef verð á áli er á uppleið í heiminum er það hið besta mál, það er þó enn langan veg frá því að ná þessum 2200 dollurum á tonnið sem þarf að lágmarki til þess að Kárahnjúkavirkjun sé ekki rekin undir núllinu.

Biðst velvirðingar, mínar tölur um að álverðið nálgaðist nú 1000 dollarana á tonnið voru augljóslega rangar. Byggði það einungis á þeirri stefnu sem verðið var í miðað við gröf. Það var greinilega rangt mat.

Það hrekur hins vegar ekki að nokkru leyti þær staðreyndir sem að Sigurður Jóhannesson lagði fram í sínu erindi.

Það verð sem var á áli í heiminum þegar að samningar voru undirritaðir er EKKI viðmiðunarverðið sem var notað við arðsemisgreiningu virkjunarinnar. Því miður.

Baldvin Jónsson, 13.4.2009 kl. 17:52

64 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sýndu mér Baldvin, heimild fyrir því að áltonnið þurfi að vera 2.200 $

Linkurinn sem þú vísar í þarf að vera nákvæmari.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 17:59

65 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Grein skrifuð 3. des. 2002

Hefðu Náttúruverndarsamtök Íslands lagt jafnmikla áherslu á að kynna arðsemisútreikninga sína ef niðurstaðan hefði verið jákvæð? Er hugsanlegt að samtökin hafi ákveðið niðurstöðuna fyrst og reiknað svo? Þessum spurningum varpa þeir fram í Morgunblaðinu í dag, 3. desember, Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar og Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri Landsvirkjunar.

Nýlega birtu Náttúruverndarsamtök Íslands niðurstöður um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og koma þær ekki á óvart. Samtökin fengu Þorstein Siglaugsson til skrifa nýja skýrslu og er niðurstaðan sem fyrr að mikið tap verði af verkefninu m.v. forsendur skýrsluhöfundar. Greinargerðin ber þess nokkur merki að vera skrifuð fyrir Náttúruverndarsamtökin og er hún nú eitt helsta vopnið í viðamikilli herferð þeirra gegn Kárahnjúkavirkjun.

Græðir Landsvirkjun nóg?
Landsvirkjun á nú í viðræðum við Alcoa sem er einn stærsti, virtasti og elsti álframleiðandi í heimi. Skýrsluhöfundur gerir lítið úr þessari breyttu forsendu og lætur hjá líða að geta þess að orkusala til Alcoa Inc. er að sjálfsögðu öruggari en hún hefði verið til Reyðaráls hf. Þess í stað fýsir hann greinilega mjög að koma við ávöxtunarkröfu sem hæfir áhætturekstri sem á engan veginn við í þessu tilfelli.

Það er vert að vekja sérstaka athygli á því að hið stórfellda tap sem fram kemur í skýrslunni stafar ekki hvað síst af forsendum höfundar um ávöxtunarkröfu. Í ávöxtunarkröfunni er tekið tillit til vaxta af lánsfé og þeirrar kröfu sem eigendur gera um arðsemi eigin fjár. Lánsvextir Landsvirkjunar eru vel þekktir enda hefur fyrirtækið sérlega góða lánshæfiseinkunn. Þá reiknar Landsvirkjun með að raunávöxtun af eigin fé í Kárahnjúkavirkjun verði um 14% sem telja verður afar gott.

Skýrsluhöfundur telur að ávöxtunarkrafan eigi að vera enn hærri og notar það ásamt fleiru til að halda fram að tap verði á virkjuninni. Þetta er villandi framsetning. Í stað þess að ætla að tap verði á framkvæmdinni er hann að segja að Landvirkjun hagnist ekki nóg. Þar er Landsvirkjun á öndverðum meiði.

Áliðnaður er nú hluti af hinu þróaða og þekkta atvinnulífi. Álver Alcan í Straumsvík hefur t.d. starfað í yfir 30 ár. Það var stækkað árið 1997 og væntingar eru um enn frekari stækkun á komandi árum. Bæði Búrfellsvirkjun og álverið eru nú að mestu afskrifuð en munu engu að síður skila eigendum sínum ríkulegum arði um ókomin ár.

Skýrsluhöfundur gerir tilraun til að skelfa lesendur með því að gera ráð fyrir að lánshæfi íslenska ríkisins muni lækka vegna Kárahnjúkavirkjunar. Staðreyndin er hins vegar sú að lánshæfi íslenska ríkisins var nýlega hækkað í Aaa sem er besta einkunn sem Moody's gefur. Þessa einkunn fékk ríkið þrátt fyrir að Moody's hefði allar upplýsingar um fyrirhugðar framkvæmdir. Þá kaus Moody's einnig að gefa Landsvirkjun sömu einkunn. Það er greinilegt að lánshæfisfyrirtækin eru á annarri skoðun en Náttúruverndarsamtök Íslands þegar kemur að arðsemi verkefnisins og mikilvægi þess fyrir íslenskt efnahagslíf.

Breyttar forsendur
Í skýrslunni er fullyrt að „orkusala nú sé 20% lægri en fjárfestingarkostnaður aðeins 6% lægri". Þetta er alrangt. Staðreyndin er sú að fjárfestingarkostnaður lækkar um allt að 20% á meðan orkusala lækkar minna. Verkefnið er því betra en ekki verra eins og fullyrt er. Höfundur skýrslunnar ber saman fjárfestingakostnað á mismunandi verðlagi og fær því ranga mynd af breytingu frá fyrri áætlunum. Landsvirkjun stendur við fyrri yfirlýsingar um að ekkert bendi til annars en að Kárahnjúkavirkjun sé mjög arðbært verkefni. Enn betri vísbendingar munu fást þar um á næstu dögum þegar tilboð verða opnuð í stóra verkhluta.

Reynsla Landsvirkjunar

Hingað til hafa ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir verið teknar á grundvelli vandaðs og faglegs undirbúnings Landsvirkjunar og ráðgjafa hennar. Vinna við undirbúning Kárahnjúkavirkjunar er með sama hætti. Ef fyrirtækið ætlaði að tap yrði af virkjuninni yrði ekki af framkvæmdum. Á síðustu 6 árum hefur Landsvirkjun fjárfest fyrir um 50 milljarða króna og orkusala aukist um 60%. Íslendingar eiga nú eitt yngsta, fullkomnasta, umhverfisvænsta og öruggasta raforkukerfi í heimi og búa jafnframt við eitt lægsta raforkuverðið. Fjárhagsleg staða Landsvirkunar er góð og gæti fyrirtækið greitt niður allar skuldir á næstu 15 árum ef ekkert yrði virkjað. Þetta segir meira en mörg orð um arðsemi virkjanaframkvæmda. Hætt er við að lítið hefði orðið úr framkvæmdum á undanförnum árum og áratugum hefðu forsendur og aðferðafræði Náttúruverndarsamtaka Íslands verið höfð að leiðarljósi.

Helgar tilgangurinn meðalið?

Í ljósi umræðunnar og dýrrar auglýsingarherferðar hljóta að vakna nokkrar spurningar um stefnu Náttúruverndarsamtaka Íslands. Það má t.d. spyrja hvort samtökin hefðu lagt jafnmikla áherslu á að kynna umrædda arðsemisskýrslu ef niðurstaðan hefði verið jákvæð? Er hugsanlegt að samtökin hafi ákveðið niðurstöðuna fyrst og reiknað svo? Nú er það svo að allir eru sammála um augljósa arðsemi Norðlingaölduveitu. Ef arðsemin er samtökunum svo mikilvæg sjá þau sér fært að styðja þær framkvæmdir? Hvaða sjónarmið ráða ferðinni hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands? Er það náttúruvernd eða arðsemi eða helgar tilgangurinn bara meðalið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 18:02

66 identicon

Ég vísa því til föðurhúsa að málflutningur Indriða sé "bull" frekar en minn eigin málflutningur. Ég sé aftur á móti að þú virðist ekki hugsa mikið um þjóðarhag í þessu máli.

Málflutningur Indriða hefur engan vegin verið hrakinn, Indriði tekur beina harða afstöðu og á hann þakkir skilið fyrir það. Það sama verður ekki sagt um flesta aðra hagfræðinga sem eru fyrst og fremst tæknimenn þeirra aðila sem þeir starfa fyrir.

Ég geri mér grein fyrir því að þú kýst frekar að vitna í pantaðar og keyptar skýrslur í stað áhugaverkefnis fyrrverandi ríkisskattstjóra sem sestur er í helgan stein, þar sem að það hentar þinni þráhyggju.

Fremur ótrúverðugur málflutningur góði minn, en ekkert nýtt.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:13

67 identicon

Til gamans (eða hitt þó heldur) þá hefur "lánshæfiseinkunn" Landsvirkjunar lækkað.

"Lánsvextir Landsvirkjunar eru vel þekktir enda hefur fyrirtækið sérlega góða lánshæfiseinkunn"

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:19

68 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "....að þú kýst frekar að vitna í pantaðar og keyptar skýrslur", segirðu. Hvað kallarðu skýrslu Þorsteins Siglaugssonar sem hann gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands? Hefurðu kynnt þér þá skýrslu?

Lánshæfiseinkunn bókstaflega allra aðila í heiminum, hvort sem er í einkageiranum eða hjá opinberum aðilum hefur lækkað. Meira að segja svo mikið í sumum tilfellum að ekki er hægt að fá lán með miklum vöxtum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 19:01

69 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En aðalatriðið hlýtur að vera að þegar Landsvirkjun tók lán fyrir Kárahnjúkaverkefninu, þá var lánshæfismatið gott og ekki að ástæðulausu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 19:02

70 identicon

Það vill svo til að ég sá ekki póstinn frá þér þegar ég skrifaði svarið við pósti þínum á undan.

"En aðalatriðið hlýtur að vera að þegar Landsvirkjun tók lán fyrir Kárahnjúkaverkefninu, þá var lánshæfismatið gott og ekki að ástæðulausu."

Vissulega en um leið ert þú að vinna með gömul gögn sem unnin eru út frá forsendum sem ekki eru lengur til staðar 

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband