Enn sjáum við bara toppinn á ísjakanum - hvenær fáum við að sjá aðgerðir gegn raunverulegum höfuðpaurum í efnahagshruni Íslands?

Hér er um að ræða leiðan atburð og eflaust fleiri svona sem bíða þess að verða uppgötvaðir. Það er einfaldlega gríðarleg freisting, freisting sem fáir standast til fullnustu, að vera að höndla með gríðarlegar fjárhæðir daginn út og inn án þess að virðist að haft sé strangt eftirlit með slíkum færslum.

Ekki skilja mig þannig að ég sé að réttlæta aðgerðir þessara manna í viðhengdri frétt, alls ekki. En öll búum við við það eðli að geta fallið fyrir freistingum og þá sérstaklega þegar að sýnt virðist að við komumst væntanlega upp með það. Kannski þess vegna sem okkur er svo tamt að segja að einhver hafi "lent" í því að stela.

En hvað með stóri glæpamennina? Þessa sem gengur frá kerfinu á Íslandi eins og það lagði sig. Ekki bara álfurstana sem John Perkins er að vísa til í myndböndunum hér að neðan, heldur þessa sem að með gríðarlegum innherja viðskiptum og fjársvikum tæmdu allt eigið fé úr íslensku atvinnulífi. Hvenær fáum við að sjá aðgerðir gegn þeim?  Aðgerðir sem að allir lögfræoðir aðilar sem að ég hef talað við eru sammála um að væri hægt að setja af stað á innan við einu dagsverki.

Enn og aftur segi ég þér hér, ef þú ert sátt/ur við að greiða það sem eftir er ævi þinnar skuldir þessara glæpamanna þá skaltu endilega kjósa DBS. Ef þú hins vegar vilt að rannsakað verði hvað raunverulega gerðist af óháðum aðilum og ekki greitt nema okkur beri sannarlega að gera það, þá skaltu kjósa okkur í Borgarahreyfingunni.

Borgarahreyfingin hefur það skýrt í sinni stefnu að þessi mál verði rannsökuð og að við greiðum ekki Icesave og aðra sambærilega "reikninga" nema að fyrirliggi um það samdóma álit óháðra sérfræðina.

Borgarahreyfingin býður fram sína krafta til þess að verja okkur og börnin okkar gegn stærsta arðráni sem hér hefur farið fram, fyrr og síðar.

Hvaða afstöðu ætlar þú að taka?

 

 

 

 


mbl.is Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

It's OK....Lets blame Brown and the UK Government.....

Fair Play (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 16:40

2 identicon

af hverju gerist ekki neitt í þessu máli? Geta þeir bara haldið áfram að gera út af við þjóðina? Svo þurfið þið að rannsaka þessi jöklabréf, gengur ekki að einhverjir spákaupmenn séu að blóðmjólka svikinn almenning áfram, kveðja jón

jón (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

ég ætla að kjósa VG....engin spurning í mínum huga.

Hilmar Dúi Björgvinsson, 8.4.2009 kl. 17:13

4 identicon

But what about Gordon Brown ???????

Fair play (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:48

5 identicon

Yea !!! But it was all Gordon Browns fault og helvitis Englandinga ad kenna...Slita samband vid TJALLIN !!!

Fair play (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:54

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fair Play, I think it's obvious that Mr. Brown has more than a handful to deal with at home - we don't need to add anything to that basket. As stated by the British comittee that looked into the matter it is clear now that Mr. Darling seriously overreacted in his action's towards Iceland, but Icelanders have also realised since then alot more about the situation and how our own government took a big part in the robbery that just happened here. The Icelandic nation was simply robbed clean in broad daylight by a handful of business men under the protection of the Icelandic government. A government that majority of the populations seemingly is so happy with that their going to vote for them again in the upcoming elections.

Hilmar Dúi, þú gætir í það minnsta valið 3 verri kosti. VG tóku alla vega ekki virkan þátt í þjófnaðinum. Ég er hins vegar hrifnari af lausnum tengdum frjálsum markaði með kraftmiklu regluverki.

Baldvin Jónsson, 8.4.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband