Sjálfstæðismenn og lýðræðisumbætur - eldur og ís

Það fylgja einfaldlega ekki að hjá þeim orð og efndir. Yfirlýsingar um að vilja lýðræði, en bara ekki strax. Að vera sammála því að það megi endurskoða margt en að það eigi ekki að gera það fyrir þessar kosningar. Yfirlýsing um að stjórnlagaþing myndi draga úr virðingu fólks á Alþingi - HALLÓ!!  Alþingi mældist nýlega með virðingu 13% þjóðarinnar í könnun. AÐEINS 13% þjóðarinnar virða störf Alþingis. Það er skýr vantrausts yfirlýsing á hugmyndir Sjálfstæðisflokksmanna um traust í hvaða formi sem þeir vilja matreiða það hverju sinni. Síðast settu þeir það fram í kosningapakkanum "Traust efnahagsstjórn".

Vil annars bara benda á góða grein Þórs Saarí í Morgunbalðinu í gær, sjá til dæmis hér: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1274265

Ætlar þú að setja X við O?  Þetta snýst einfaldlega um réttlæti.


mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sjallarnir eru orðnir hræddir.  Stuttbuxnadeildin hjá þeim eru gasprarar, sem væla vegna þess að stjórnlagaþingið kostar peninga.  Þeir eru skíthræddir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég setti einmitt inn færslu um þetta í gær. Stjórnlagaþing mun ekki kosta meira en Alþingi kostar á einu ári og miðað við viðhorf almennings, þá verður mun meira gagn unnið á stjórnlagaþingi en á Alþingi (miðað við störf Alþingis undanfarin ár)

Aðalheiður Ámundadóttir, 18.3.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband