Það tók sinn tíma - en eftirlaunafrumvarpið loks orðið að lögum

Þetta tók um það bil 6 ár í vinnslu, en hafðist á endanum. Má segja að það hafi ekki náðst í gegn fyrr en vel flestir þeirra sem lögðu til upphafleg lög um eftirlaun eru allir hættir á Alþingi og því þegar farnir að þiggja eftirlaunin sem þeir sjálfir sömdu lög um.

En við skulum frekar gleðjast yfir réttlætinu en að fárast yfir fortíðinni í þessu tilfelli. Málið er að minnsta kosti í höfn.

Upphaflega þingskjalið má nálgast hér: http://www.althingi.is/altext/136/s/0543.html
Endanlega skjalið enn í vinnslu segir vefur Alþingis.

Annars langar mig líka að benda á athygliverða grein Sturlu Böðvarssonar í Fréttablaðinu í dag, birtist líka hérna á Vísi: http://visir.is/article/20090305/SKODANIR03/2443995

Sturla að mínu mati orðinn all verulega firrtur þegar að hann heldur því fram að ofbeldi hafi verið skipulagt af VG fólki. Ég tók sjálfur virkan þátt í ýmsum mótmælum og get vottað að VG átti ekki hugmyndirnar þó að vissulega hafi margir frá þeim mætt. Þau áttu eflaust sem einstaklingar einhverjar hugmyndir, en allar hugmyndir um að mótmæla uppákomurnar hafi verið ítarlega skipulagðar af einhverjum sérhagsmuna hópum eru firra. Oftast fór skipulagið fram á þann einfalda máta að að kvöldi dags ákvað fólk að hittast einhversstaðar aftur daginn eftir. Það var nú allt og sumt.

Finn mig líka knúinn til að benda á góðan svar pistil Ágústs Más til Sturla hér: http://gustichef.blog.is/blog/gustichef/entry/820291/

 

Minni svo alla áhugasama á að kíkja inn á vef Borgarahreyfingarinnar og skrá sig þar í hópinn:  http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=80
Umsækjandi getur hakað þar við líka ef hann vill vera á framboðslista.


mbl.is Eftirlaunafrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sturla virðist vera orðin - tja sturlaður!

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband