Hvar er trúverðugleikinn sem Steingrímur J. telur sig standa fyrir???

Hversu trúverðugt er það að Gunnar Örn hafi valið að fara sjálfur?

Þessi ráðning var einfaldlega stórkostleg mistök af hálfu Steingríms J. Enn ein einræðis ákvörðunin sem að hann hefur tekið síðan hann komst til valda. Mér skilst að þingflokki VG sé farið að undra verulega samskiptaleysið við Steingrím í flestum málum og hvalveiðimálið væntanlega þar efst á blaði.

Gunnar Örn getur seint talist trúverðugur einstaklingur á tímum sem þessum.

Maður sem nýlega að virðist "týndi" bílnum sínum þegar Lýsing ætlaði að sækja hann, maður sem fékk 80 milljóna starfslokasamning hjá SÍF og samdi þá meðal annars um að fara ekki í samkeppni við þá - sneri sér við og fór samstundis með nokkrum lykilstarfsmönnum SÍF í útflutning í samkeppni við SÍF (reyndar var sonur hans skráður fyrir þeim rekstri).  Afglöpin hans í máli Læknafélagsins og svo nú síðast rak hann stöndugt og vel rekið fyrirtæki í áratugi, Ormsson, í þrot á mettíma og endaði það mál á því að Landsbankinn þurfti að taka yfir rekstur þess.

Er þetta trúverðugleikinn sem Steingrímur lofaði okkur?

Ég vil taka það fram að ég er ekki að dæma Gunnar Örn fyrir að hafa ekki getað greitt af bílnum sínum, hef sjálfur lent í því. En þegar svo er komið ber manni að sjálfsögðu að skila honum góðfúslega til Fjármögnunarleigunnar aftur sé maður aðeins skráður umráðamaður.

Gunnar Örn er eflaust hæfur í ýmsu, en hann býr augljóslega ekki yfir þeim trúverðugleika sem samfélagið kallar svo hátt eftir í dag.


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég spyr nú bara; hverjum datt fyrir það fyrsta Gunnar Örn í hug? Ég kannast ágætlega við slóðina sem þú rekur og endar þegar allt hefur verið hreinsað út úr Ormson. Nú eru gömlu mennirnir sem áttu Ormson þar til fyrir nokkrum árum og eru að ég held á níræðisaldri komnir með fyrirtækið í fangið, eða öllu heldur leifarnar af því

Atli Hermannsson., 25.2.2009 kl. 18:11

2 identicon

Takk fyrir þetta, Baddi, magnaðar upplýsingar og afglöp hjá Steingrími eins og þú segir.

Pétur (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:33

3 identicon

Fáir hafa setið jafn lengi á Alþingi eins og Steingrímur J, þetta er vægast sagt "meiriháttar klúður" hjá honum og þú nefnir góð atriði.  Bara "bilun" að bjóða þjóðinni upp á þennan Gunnar Örn... og gefur innsýn í "slæma dómgreind" hjá núverandi fjármálaráðherra.  VG gáfu okkur "jarðfræðing sem fjármálaráðherra" af því að það hafði orðið "hrun á fjármálamarkaðinum" og menn áttu von á "eftirskjáltum" og þá væri nú gott að hafa jarðfræðing í brúnni!  Ég VONA að það komi ekki fleiri svona "klúður" frá þessari "aula ríkisstjórn..".

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ætli Steingrími hafi ekki sést yfir fortíð Gunnars, svo er Gunnari gefin kostur á að segja upp, kurteist og þekkt úr stjórnsýslunni. Aðalmálið að Gunnar hætti.

Arinbjörn Kúld, 25.2.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband