Bless elsku mamma - takk fyrir mig

Kæru vinir og fjölskylda, elsku mamma mín, hún Elín Möller, lést á laugardagskvöldið síðastliðið þann 14. febrúar 2009 eftir að hafa legið mikið veik í 10 daga þar á undan. Þessi veikindi voru endalokin á löngu ferli, en mamma fór að hafa sterk einkenni af heilabilun árið 2000.

Upphafið er þó þegar að mamma fékk æxli við heila aðeins 42 ára gömul og fór í uppskurði bæði 1988 og 1989 og í lyfja- og geislameðferð í beinu framhaldi. Eftir greininguna var okkur sagt að af því að vel gekk mætti hún reikna með að eiga 10-12 ár, en Guð var góður og við fengum að hafa hana hjá okkur í 21 ár, þar af um 14 ár þar sem að hún var að mestu við góða heilsu.

Elin_MollerElsku mamma, takk fyrir mig.
Takk fyrir að hafa verið kletturinn minn og styrkur. Takk fyrir ást þína og ummönnun. Ég finn það svo sterkt núna þegar að ég þarf að kveðja þig, hversu ríkur ég er af að hafa átt þig að.
Ég bið að Guð gefi að ég fái að ala börnin mín upp í þeim gildum sem þú kenndir mér, mín stærsta eftirsjá er að hafa ekki auðnast að byrja að nýta mér þau gildi í eigin lífi fyrr en raunin varð.
Ég veit að amma Brynhildur og afi Ingólfur komu og fylgdu þér á brott, við fundum sterkt fyrir nærveru þeirra yfir sjúkrabeðinu þínu og það hjálpar okkur að kveðja þig að vita af þér í góðum höndum þeirra og Drottins. Þú varst alltaf góð vinkona Jesú og færð nú að lifa í ríki hans.
Takk elsku mamma fyrir allt - Ég elska þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég samhryggist þér Baddi minn ...

Gísli Hjálmar , 16.2.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég votta þér mína dýpstu samúð og þakka þér líka fyrir að deila þessari fallegu kveðju með okkur hinum. Mamma þín hefur greinilega ekki síður verið rík að eiga þig.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.2.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Ómar Ingi

Samhryggist þér Baddi minn og fjölskyldu þinni.

Ómar Ingi, 16.2.2009 kl. 19:56

4 identicon

Ég votta þér samúð mína.

kær kveðja

Siggi

siggi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:03

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.2.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Elsku Baddi. Ég samhryggist þér.

Margrét Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 21:17

7 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar, kæri Baldvin.  Kveðjur úr Grafarholtinu.

Sigríður Jósefsdóttir, 16.2.2009 kl. 21:37

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kæri bloggvinur og baráttubróðir, innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínum. Kv, frá Akureyri.

Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:20

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Votta þér og fjölskyldi þinni, mína dýpstu samúð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.2.2009 kl. 22:38

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Baldvin, innilegar samúðarkveðjur frá okkur Lárusi

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.2.2009 kl. 22:44

11 Smámynd: Jónas Jónasson

Samhryggist þér innilega minn kæri.

Jónas Jónasson, 16.2.2009 kl. 22:44

12 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

það er einmitt þetta þegar maður missir sína nánustu, löngunin til að skila því fallega og góða sem manni var gefið af algerlega óeigingjarnri ást - til barnanna sinna.

Ég samhryggist.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.2.2009 kl. 23:34

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 01:21

14 Smámynd: Gunnar

Innilegar samúðarkveðjur

Gunnar

Gunnar, 17.2.2009 kl. 01:57

15 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sendi þér innilegar samúðarkveðjur og styrk og hlýju

Missti mína mömmu fyrir tæpum tveimur árum í krabbakló - alltaf gott að vita að nærveru þeirra sem kveðja þennan heim okkar og halda á annað tilverustig - hef oft fundið fyrir mömmu eftir að hún fór yfir móðuna miklu

birtukveðjur

Birgitta Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 09:40

16 identicon

Samhryggist þér og þinni fjölskyldu innilega Baldvinn á erfiðum tímum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:57

17 Smámynd: Mofi

Ég samhryggist þér Baldvin, jafnvel þótt maður hefur von um að sjá ástvini sína aftur þá er samt svona tímar mjög erfiðir.

Kær kveðja

Mofi, 17.2.2009 kl. 12:36

18 identicon

Samúðarkveðja frá mér

Sendi þér þetta lag, lagið er að vísu um faðir og son... en ekkert mál að hugsa það sem um mömmu líka
http://www.youtube.com/watch?v=oXoAF_rBgR8

DoctorE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:08

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Samhryggist þér innilega Baldvin.

Heiða B. Heiðars, 17.2.2009 kl. 15:27

20 identicon

Sæll Baldvin.

Samúðarkveðjur frá mér.

Arnar Bergur Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 15:52

21 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk kæru bloggvinir :)

Baldvin Jónsson, 17.2.2009 kl. 16:46

22 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Samúðarkveðjur kæri Baldin

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2009 kl. 19:45

23 Smámynd: Fannar frá Rifi

Samúðarkveðjur héðan úr Borgarnesi kæri Baldvin.

Fannar frá Rifi, 17.2.2009 kl. 21:19

24 Smámynd: TARA

Elsku Baldvin...ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu og innilegustu samúð. Mamma þín hefur verið mjög falleg kona bæði að utan sem innan, það er auðséð og auðlesið á skrifum þínum. Ég veit að þetta hefur verið erfitt og mér finnst mamma þín hafa verið allt of ung til að kveðja þennan heim, en það er aldrei spurt að því, við fáum engu ráðið, verðum bara að standa hjá og horfa hjálparvana á það sem er að gerast. En þú varst heppinn að fá að hafa hana í tuttugu og eitt ár eftir þessa greiningu, í staðinn fyrir tíu. Megi guð og góðar vættir geyma þig og fjölskyldu þína og þú getur verið viss um að núna líður mömmu þinni vel og hún fylgist með barnabörnunum og ykkur öllum. Kærar kveðjur.

TARA, 17.2.2009 kl. 21:55

25 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég samhryggist innilega.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 18.2.2009 kl. 00:58

26 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Innilegar samúðar kveðjur

Einar Örn Einarsson, 18.2.2009 kl. 12:41

27 Smámynd: Tiger

Innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi þér og þínum styrk í sorg ykkar.

Tiger, 18.2.2009 kl. 14:03

28 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Votta þér innilega samúð mína Baldvin. Guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum og gefi ykkur styrk og trú! Kær kveðja, Sunna Dóra

Sunna Dóra Möller, 18.2.2009 kl. 18:18

29 Smámynd: Andrés Jónsson

samhryggist vinur minn

Andrés Jónsson, 18.2.2009 kl. 22:26

30 Smámynd: Halla Rut

Móðir hvers mans er hornsteinn hans í lífinu. 

Samhryggist þér og þinni fjölskyldu.

Halla Rut , 18.2.2009 kl. 23:48

31 Smámynd: Óskar

Samhryggist þér innilega Baddi minn. Guð gefi þér styrk til að njótta þess sem þú hefur átt með móður þinni frekar en að syrgja það sem þú færð ekki. Stend í svipaðri stöðu og þú hefur verið í og leita stíft.

Óskar, 19.2.2009 kl. 10:56

32 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Samhryggist þér og þinni fjölskyldu innilega.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.2.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband