Eru skattalögin virkilega svona óskýr?

Hvernig getur það ekki legið skýrt fyrir hvað skal borga og hvað ekki?

Hafi félagið hins vegar verið Lúxembúrskt er væntanlega málið þannig liggjandi að Magnús ætti að greiða skatta þar en ekki hingað heim.

En af hverju er meira að segja svona einfalt "skattur af söluhagnaði" mál orðið torkennilegt núna? Er engu treystandi, eða er fréttaflutningurinn bara svona loðinn og lélegur?


mbl.is Magnús krafinn um tæpan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það má ekki gleyma því að orð og orðalag er hægt að teyja út og suður, austur og vestur. Ég sat einu sinnu námskeið um túlkun kjarasaminga hjá þeim ágæta manni Ásmundi Hilmarssyni. Hann sagði að það væri aldrei hægt að setja ákvæði slíkra samninga í þannig orðalag að ekki væri ágreinigur um túlkun. Það mun trúlega líka eiga við um lagatexta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 01:36

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Í skattamálum er ekkert einfalt. Það er stúdía útaf fyrir sig að túlka ýmis ákvæði í tvísköttunarsamningum sem eru ólík milli samninga. T.d. nær samningur Íslands við Bretland ekki til jafn margra þátta og flestir hinna.

Ef þú átt lögheimili á Íslandi áttu að borga skatta hér af öllum vaxtatekjum, óháð því í hvaða landi þær falla til. Það sama gildir ekki um vinnulaun og svo geta verið alls kyns ákvæði um arð, söluhagnað, stjórnarlaun og fleira.

Nú þekki hvorki haus né sporð á manninum sem fréttin er um, en þetta mál væri ekki á leið fyrir dómstóla ef málið lægi hreint fyrir. Og þaðan af síður litið á það sem prófmál. Svo verður að hafa í huga að Luxemborg er ekki það land sem auðveldast er að sækja upplýsingar til.

Haraldur Hansson, 11.2.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband