Siðbótar augljós þörf - Siðleysi landans opinberast nú með auknum rannsóknarheimildum

Ég hef sagt þetta nokkrum sinnum undanfarið við mismiklar vinsældir, íslendingar eru flestir siðlausir þegar kemur að skattgreiðslum og þar með einfaldlega siðlausir. Siðleysi er bara siðleysi. Birtingarformið kannski misgróft, en af hverju finnst okkur svona gjarnan að það að komast undan sköttum sé bara eins og að vinna í happdrætti?

Ég hef unnið svarta vinnu oftar en einu sinni á ævinni, stundum vildi ég það og stundum var mér sagt að ég fengi vinnuna ekki öðruvísi. En mér líður ekki vel með það og er afar ánægður með að borga mína skatta og standa skil á mínu. Eða það finnst mér almennt. Hef hins vegar fengið nýlega tips fyrir vinnu sem ég þakkaði bara pent fyrir og skráði ekki sem laun. Siðleysið leynist djúpt í okkur - að sjálfsögðu líka mér. Þess vegna finnst mér svo gott að nú séu tímar breytinga. Ég trúi því að okkur muni líða betur ef kerfið okkar er þannig að það hvetji ekki til þess að fólk vinni svarta vinnu. Um leið mun þá líka fækka brotum gegn launþegum sem óskráðir hafa litla möguleika á því að sækja rétt sinn.

Mætur maður að nafni Vick Kitchen sem var meðlimur hóps sem kallaðist Oxford hópurinn og var mikill þáttakandi í endurreisninni eftir kreppuna 1929 í Bandaríkjunum sagði að reynslan hafi sýnt að skattar lækka þegar heiðarleiki eykst, eða með hans orðum "taxation goes down as honesty goes up".

Ég endurtek: Skattar lækka þegar að heiðarleiki eykst.

Ég man að Ágúst Einarsson rektor við Háskólann á Bifröst og fyrrum þingmaður hélt þessu líka fram og lagði fram frumvarp um málið ef ég man rétt. Hann var svo viss í sinni sök að hann vildi fara hina leiðina, lækka skatta strax og trúa því að skatttekjur myndu skila sér betur. Ef skattþrepið er lágt er minni hvati til undanskota.

Þessi Oxford hópur var víst sterklega viðriðin nokkra mismunandi hópa í Bandaríkjunum á þessum árum og kom fram með hugmyndir sem að endurspegla algerlega það sem er að gerast á Íslandi í dag, endurspeglar kröfu almennings um gagnsæi og heiðarleika. Við viljum bara fá að vita hvernig staðan er í raun. Oxford hópurinn var með svokölluð fjögur "absolutes" eins og þeir kölluðu það. Þessi 4 absolutes þeirra voru "absolute honesty", "absolute purity", "absolute unselfishness" and "absolute love".

Þeir trúðu því að ef ástundaður væri alger heiðarleiki, hreinleiki og óeigingirni að þá væri alger kærleikur niðurstaðan.

Þetta þykir mér mjög í anda þess sem er að gerast hérna heima í dag og þarf að gerast. Fólki þykir þetta eflaust öfgakennt og það er það. En hvort vil ég búa við siðleysi og spillingu eða í samfélagi þar sem ríkja lög og reglur og allir búa við sömu kjör?

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Grunur um brot bankastarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ekki svo galið. Er fólk ekki farið að kalla á hugarfarsbreytingu? Þá er þetta hluti af henni.

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 23:28

2 identicon

Já það má vera að hugarfarsbreytinga sé þörf, en líklega gæti örlítil "viðhorfsbreyting" verið nægjanleg. Heyrði minnst á einhverja byltingu? Einhversstaðar? Kannski?

Hef verið að skoða Noregs hugmyndina og getur það bara verið annsi spennandi kostur. Spurning hvort draumur Haralds hárfagra rætist? Tæknilega getur Ísland orðið fylki í Noregi... sem er .... alls ekki slæmur kostur og vel skoðandi. 

Víst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í bönkunum sem samkvæmt "nýtæknlegri" lögfræði "fóru á hliðina" og lausnin að "tryggja" eignasöfn bankanna (það eru ibúðarlánin okkar) sem er í raun einu verðmætin sem þar er að finna...það verður "ekkert" afskrifað eða fellt það er alveg klárt!!!en bara svona til að lyfta upp hug landans þá eru stýrirvextir í Noregi 2.5% 

Hvort að einhver siðbót verður hérna á Íslandi eða ekki þá er það víst að bolludagurinn er 23. febrúar.

Bjartasta vonin (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er alveg búinn að reikna út hvers vegna svo mikið meint skattsvindl hefur ríkt hér. 1. lagi vorum við nýlenda, þá þótti það sjálfsagt hvað varðaði útlendinganna við þurftum jú að lifa.

Í öðru lagi eru skattar sem ekki er hægt að innheimta 98% ólög. Skattar sem eru meiri en 10-12% óréttlátir.

Hinsvegar til að koma inn sektartilfinningu hjá stórum hópum á Íslandi til að þeir telji sig ekki geta kastað steini í aðra tilgangurinn sem helgar meðalið. 

Ef allir svíkja sömu upphæð þá er það lýðræði í mínum augum. Hinsvegar ef sumir svíkja þúsund sinnum meira en allir aðrir þá er það eitthvað sem engin á sætta sig við og alls ekki litlu skattasvindlararnir. 

Júlíus Björnsson, 6.2.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband