Svona yfirlýsingar virðast nú gjarnan vera alger öfugmæli og þessi mörgum líklegri

En þetta er náttúrulega erfið staða fyrir Össur, það tók hann afar langan tíma að komast í ráðherrastólinn og hann veit sem er að hann er ekki líklegur til þess að fá hann aftur eftir kosningar. Þjóðin vill nýtt fólk.

Samfylkingarfélögin koma nú inn hvert á fætur öðru og tilkynna um ályktun gegn stjórninni. Kannski að Össur telji sig geta staðið gegn því fram að helgi, en það verður þá ekki mikið lengur en það. Þolinmæði fólks er uppurin.

En kæru íslendingar, nú er þörf. Það er kalt og erfitt að standa vaktina lengi í einu í bænum. Klæðið ykkur endilega vel, smellið á ykkur einhverju appelsínugulu og stormið í bæinn. Það bráðvantar meira fólk þar núna. Samstaða okkar er hvergi sýnilegri en þar og því áríðandi að við fjölmennum.


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband