www.rannsoknarnefnd.is

Það er einfalt, svona grun má ekki horfa fram hjá fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Ég er reiður og við flest, réttilega. Við eigum heimtingu á því að fá að vita hverjir það voru sem viljandi tóku stöðu gegn þjóð sinni til þess að græða. Það fólk á ekki að fá að ganga um götur bæjarins brosandi á meðan að þjóðin sveltur, heilbrigðiskerfið er skorið niður úr öllu og gamla fólkið situr eftir með nánast tvær hendur tómar.

Ég veit að reiðin er ekki leiðin til hamingju, en einhversstaðar verður að stappa niður fæti og gera eitthvað. Þetta fólk allt saman, fólk sem einhverjir aðrir þekkja og vita af, er fólk sem að á að tilkynna til rannsóknarnefndar.

Hafirðu einhverjar upplýsingar kíktu endilega á www.rannsoknarnefnd.is og láttu vita. Það er án vafa hægt að setja þar inn nafnlausar ábendingar eða að minnsta kosti að fara fram á nafnleynd.

Við þurfum vissulega að stíga fram af eins mikilli yfiregun og kostur er, en notum ekki yfirvegun og önnur gömul íslensk bælingarhugtök til þess að gera ekkert í málinu!!


mbl.is Rannsókn nauðsynleg vegna galdmiðlaskiptasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Heldur þú að þetta verði rannsakað af alvöru í alvöru ?

Alvarlegt er málið en of mikill spilling og of tengdir menn og konur í of littlu spilltu landi segir mér að ekkert verði rannsakað eins og við myndum vilja.

En við getum alltaf haldið í veika von

Ómar Ingi, 10.1.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband