Hvar er fólkið sem er að missa vinnuna eða er búið að því?

Um allan bæ er verið að skipuleggja atburði. Friðsamleg mótmæli, mótmæli óhlýðni. Nýjar stjórnmálahreyfingar, endurkipuleggja aðrar.

Nokkur hundruð til nokkur þúsund manns mæta á mótmæla fundina á laugardögum. Mér finnst afar merkilegt hvað það eru fáir í raun miðað við þann fjölda sem sér fram á að komandi ár verði þau verstu í lífi sínu. Ef nú þegar eru um 7.000 manns atvinnulausir getum við áætlað að að lágmarki séu um 21.000 manns sem að það hefur veruleg áhrif á. Fyrir hvern atvinnulausan eru vafalaust að meðaltali að minnsta kosti tveir að auki sem að það hefur verulega áhrif á.

Hvar er allt þetta fólk? Ætlar fólk ekkert að gera í málinu? Eigum við bara að vona að þetta jafni sig og verði einhvern tímann vonandi betra? Eða eigum við kannski að gera eitthvað sjálf og breyta kerfinu?


mbl.is 3.500 fyrirtæki í þrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Af hverju get ég ekki kommentað ?

Hörður B Hjartarson, 9.1.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Nú kemur það , það er eitthvað að .

Hörður B Hjartarson, 9.1.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: Ómar Ingi

Kannski er þetta góða fólk að sækja um vinnu og gera eitthvað í sínum málum ?

Ómar Ingi, 9.1.2009 kl. 18:22

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þau hafa ekki efni á strætókorti og híma því heima...

Óskar Þorkelsson, 9.1.2009 kl. 18:38

5 identicon

Ég veit ekki með aðra, en ég er heima að pakka því ég er að flytja af landi brott. Nenni ekki að púkka upp á kerfi sem að raðnauðgar fólki á meðan eftirlitsvaldið horfir á og gerir ekkert.

linna (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:21

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sjálfsagt að safna krafti eftir áfallið þegar spilaborgin hrundi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.1.2009 kl. 19:33

7 identicon

Um leið og þessir mótmælendur fara að gera málefnalega hluti þá skal ég mæta!

Þeir mótmælafundir sem eru á austurvelli og þessar aðgerðir anarkistana eru ekki hlutir sem ég vill vera partur af þrátt fyrir það að ég ætli að leggja mitt af mörkunum til að móta þetta samfélag á nýjann leik.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:53

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arnar Geir, hvað fer fyrir brjóstið á þér varðandi mótmælafundina á Austurvelli?  Það er mér ráðgáta. Aðgerðarsinnar eru annar hópur, hópur sem kýs meira áberandi aðgerðir. Þær aðgerðir hafa hins vegar ekki tengst samkomunum á Austurvelli.

En hvað með það Arnar Geir. Af hverju gerirðu ekki eitthvað sjálfur? Af hverju að benda bara á það sem þér líkar ekki??  Gerðu eitthvað, eitthvað sem er þér að skapi.

Hættum að benda og tökum sjálf ábyrgð á eigin stöðu.

Baldvin Jónsson, 9.1.2009 kl. 20:49

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ótrúlegt! Ef fólk bíður eftir því að mótmælasamkomur verða NÁKVÆMLEGA eftir þeirra eigin höfði þá er miklu vænlegra til árangurs að skipuleggja bara sjálfur aðgerðir sem búa í kollinum á því

Heiða B. Heiðars, 9.1.2009 kl. 21:28

10 Smámynd: Óskar

Ég er ekki atvinnulaus...Ég hef ennþá verktakavinnuna mína...Vandinn er bara sá að tekjurnar eru engar. Ég geri ráð fyrir að ansi margir sem eru að missa tekjurnar séu að gera svipað og ég..Berjast við að halda fjölskildum sínum á floti og koma pening inn í heimilisreksturinn. Mér finnst óþolandi þegar fólk er að hrópa út um allan bæ...AF HVERJU MÆTIR ÞETTA FÓLK EKKI?!?! Við höfum bara, mörg hver, fjandakornið nóg að gera við að skapa okkur tekjur!!

Ég styð þessi mótmæli heils hugar, og ég fer reyndar á þau í dag, en þó svo að ég átti mig á því að það dugar ekki að hugsa aðeins um núið..þá verðum við líka að lifa í dag. Þess vegna kemst ég sjáldan...þess vegna komast margir sjaldan.

 Sjáumst vonandi í mótmælunum sem oftast gamli !

Óskar, 10.1.2009 kl. 11:34

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

endilega lesið bloggið hennar Láru hönnu um sama efni. 

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/767334/

Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 11:51

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Óskar, það er eins með þig og afar marga. Það er satt og er sorglegt. En þetta er ekki nema klukkutími einu sinni í viku, allt um fram það er þá bara bónus. Sé fólk bundið við þannig vinnu að fólk komist ekki þá er það bara svo.

En ég spyr aftur, hvar er allt fólkið sem ER búið að missa vinnuna?

Baldvin Jónsson, 10.1.2009 kl. 13:10

13 identicon

Baldvin, afhverju heldurðu að ég sitji aðgerðarlaus ?  Það sem að mér þykir ámálefnalegt í röðum mótmælenda á Austurvelli er fyrir það fyrsta að geta ekki hugsað upp neitt furmlegra en að skrifa "Vér mótmælum öll" á skiltin sín.  Ég skal segja þér hvað það þýðir "Ég er ráðvilltur, ég er reiður, ég vill sjá breytingar, ég veit bara ekki hvað það er!"

Það koma fram þar ræðumenn sem að mér hreinlega bara lýkar ekki við, ég kýs samt að halda því fyrir mig bara því ég vill ekki vera að drulla yfir annað fólk.

Aðgerðarsinnar hafa margoft fengið að taka til máls á þessum fundum! Og síðast en ekki sýst þá spila þeir fram ómálgabarni gjörsamlega hugsunarlaust.

Mótmælendur hafa líka verið að beina reiði sinni og hrópa slagörð sem að mínu mati eiga ekki rétt á sér og er ekkert annað en að taka undir vitleysuna sem að fjölmiðlar hafa verið að mata almúgann af.  Þessi mótmæli eru nákvæmlega það sem að fjölmiðlar og eigendur þeirra vilja!

Sá tími sem ég læt til mín kveða nálgast en ég kýs að láta þær aðgerðir tala fyrir mig þegar tíminn kemur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 15:52

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kæri Arnar Geir, ég sagði ekki neitt um það en hvet þig hins vegar til aðgerða. Frábært að heyra að þú sért að gera eitthvað sem er þér að skapi. Gangi þér vel með það.

Baldvin Jónsson, 10.1.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband