Verður áhugavert að sjá hvernig að markaðurinn meti virði Actavis

Samkvæmt því sem að mér var sagt er skráð viðskiptavild félagsins nú þó nokkuð hærri en eigið fé þess sem verður að teljast afar undarlegt, en er þó orðið nokkuð algengt í dag í þessum félögum sem gengið hafa kaupum og sölum milli stórra hluthafa.

Þetta gerist gjarnan á þann máta um það bil að félag A er stofnað til að kaupa ráðandi hlut í félagi B. Til þess að fjármagna kaupin er tekið lán fyrir stærstum hluta kaupverðsins.

Eftir að félag B er komið í ráðandi eign, er virði þess félags gjarnan aukið enn frekar til þess að geta veðsett það hærra áður en að mögulegri endursölu kemur. Virðið er gjarnan aukið með því að einfaldlega hækka viðskiptavildina. Afar vafasamt, en verður spennandi að sjá hvort að hinn frjálsi markaður samþykki skráð virði viðskiptavildarinnar.


mbl.is Fullyrt að Actavis verði selt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Verður FH lagt niður þá eða selt

Ómar Ingi, 8.1.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband