Kæru landar - Gleðilegt Nýtt ár!!

Í fyrsta skipti sem ég man til þess á áramótum, frá því að af mér rann hér um árið, er sorg í hjarta mínu en ekki gleði. Áramótin sem og hátiíðirnar allar hafa nánast undantekningalaust frá því að ég man eftir mér, verið mér mikill gleðitími en ekki í þetta sinn.

Þar sem að ég sat eftir góðan mat og horfði á fréttaannál ársins fyllti skyndilega sorg hjarta mitt. Enn og aftur er það mér algerlega óskiljanlegt að horfa yfir farinn veg og gera mér svo grein fyrir því að enginn, nákvæmlega ENGINN hefur enn sýnt af sér minnstu ábyrgðartilfinningu í málinu og játað á sig verulega ábyrgð, beðist velvirðingar og stigið frá. Mér þykir alveg skeflilegt að sitja hérna núna og í stað þess að brosa og hlakka til átaka nýs árs, að þá kvíðir mig fremur árinu en hitt. Ég og mín nánasta fjölskylda þurfum kannski ekki að eiga von á verulegum erfiðleikum, en allt í kringum okkur er fólk sem mun ganga í gegnum hræðilega tíma á árinu sem nú er að renna upp.

Elsku lesendur, bloggvinir og félagar. Guð gefi ykkur bjarta framtíð, gleði og von í hjarta. Hvernig sem fer skulum við ekki láta þetta ár líða án þess að gera okkar besta til þess að breytingar megi verða.

Gleðilegt nýtt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Kæri félagi. Gleðilegt ár. Ég stór vara mig á því að fara í þennan farveg. Er edru til tæpra tíu ára, og gæti svo auðveldlega sokkið í þetta.

Þetta er ástand sem er eins og í brotinni fjölskyldu neyslunnar. Ég get ekki farið að nærast á því sem er afleiðing neyslunnar. þá verð ég óvígur til þess að takast á við langhlaupið sem er framundan. Ég verð að nota mitt æðruleysi og mína lausn. Svo ég geti séð mína möguleika í stað hindrana. Engin brotin fjölskylda getur unnið í sínum málum með svartsýni og ofbeldi. Að standa með sjálfum sér er annar hlutur.

Gangi þér sem best.

Einar Örn Einarsson, 1.1.2009 kl. 03:14

2 Smámynd: Óskar

Gleðilegt nýtt ár kæri Baldvin. Takk fyrir góð kynni síðustu tvö árin :) Ég verð að viðurkenna að tilfinningin var svipuð hjá mér. Það kom upp meiri kvíði en gleði yfir nýju ári, þótt lítið hafi það með þjóðfélagsástandið að gera. Ég set mér það markmið að koma út úr þessu ári sterkari en ég fór inn í það. Hafðu það gott gamli :)

Óskar, 1.1.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðilegt ár Baldvin, menn eiga eftir að sæta ábyrgð það verur séð til þess.  En þangað til að það verður tökum við þessu með æðruleysinu. 

Magnús Sigurðsson, 1.1.2009 kl. 15:01

4 Smámynd: Sylvía

maður vonar að réttlætið sigri en það er erfitt andlega, vikurnar líða og ekkert virðist vera aðhafst sem er í réttlætis átt.

Sylvía , 1.1.2009 kl. 19:24

5 Smámynd: Ómar Ingi

Spurnig um að fá sér í glas og fá smá gleði í hjartað Baddi minn

Árið og takk fyrir þau sem eldri eru nú

Ómar Ingi, 1.1.2009 kl. 21:48

6 Smámynd: Gísli Hjálmar

Sömuleiðis Baddi.

Gísli Hjálmar , 2.1.2009 kl. 11:42

7 Smámynd: Snorri Sturluson

Elsku vinur, ég samhryggist þér. Upp komast svik um síðir og þeir er ábyrgir eru geta ekki falið sig endalaust, þeir munu fá makleg málagjöld og munu ekki landið erfa.

Snorri Sturluson, 2.1.2009 kl. 12:36

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gleðilegt ár og munið að sekur flýr þó enginn elti.

Sverrir Einarsson, 2.1.2009 kl. 19:07

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt ár kæri Baldvin, á meðan við öndum er alltaf von og meðan vonin er til staðar þá verður þetta allt í lagi. Lífið er bara töff hvort sem það er kreppa eða ekki, það er bara þannig og við gerum bara það besta úr því og það er svo óendanlega margt dásamlegt líka ekki satt?  

Eins og einhver minnist á hérna fyrir ofan, þá er það æðruleysið sem gildir. Æðruleysisbænin ætti að vera skyldunámsgrein í öllum skólum

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband