Barack Obama - Yes we can!

Þarna sýnir Obama strax í upphafi hversu mikill styrkur er fólginn í því fyrir forseta Bandaríkjanna að vera ekki í skuld við olíu- og orkufélögin í Bandaríkjunum eftir dýra kosningabaráttu.

Hingað til hefur almennt verið talið að enginn kæmist alla leið án stórra framlaga þessara gömlu afla í Bandaríkjunum og væri sá hinn sami þar af leiðandi skuldbundinn þeim öflum að hluta til um leið og til valda væri komið.

Obama er hins vegar að virðist óháður. Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með því hvort að hann, sem voldugasti maður heims, leiði þjóðirnar til nýrra hugmynda í umhverfismálum.


mbl.is Ný forysta í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Nú er bara að krossa bæði putta og tær

Sporðdrekinn, 16.12.2008 kl. 02:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

OK með umhverfismálin, en hvað með efnahagsmálin? Obama hefur valið sér Timothy F. Geithner sem fjármálaráðherra, en þessi fyrrverandi Seðlabankastjóri New York umdæmis er höfundur þeirrar aðgerðaáætlunar sem leiddi beinlínis til falls Lehman Brothers og skapaði þá ringulreið á alþjóðamörkuðum sem t.d. markaði upphafið að bankahruninu hér á Íslandi. Fínt að vera umhverfisvænn, en mun erfiðara þegara maður er á hausnum! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband