Árni Mathiesen, þvílíkt bull í einum manni....

Og ekki bara einhverjum manni - nei, því miður. Þetta er alvara málsins, maðurinn sem um ræðir sat og situr enn sem fjármálaráðherra. Hvað er eiginlega að gerast Árni, hvernig í ósköpunum telurðu þig geta komist hjá því að axla pólitíska ábyrgð??

Þú bæði neitar vitneskju og viðurkennir þarna í sama málinu. Er ekkert að marka orð þín? Fyrirgreiðslan sem fólst í tilboði bretanna þarna er nákvæmlega sama fyrirgreiðsla og þú vísar til hjá Seðlabankanum. Er ekkert samhengi hjá þér í málinu? Finnst þér þú í alvöru hafa til að bera þann skilning sem starf fjármálaráðherra þarfnast??

Enn einu sinni á undanförnum rúmum 2 mánuðum er mér ofboðið. Ætlar þessi sorgarsaga ábyrgðarlausra ráðamanna okkar engan endi að taka?

Þess er ekki langt að bíða að þjóðin lýtur til baka og sér að í skjóli pólitísks ábyrgðarleysis, hirtu ráðamenn, venslar þeirra og auðmenn landsins, það litla sem eftir var af eignum í samfélaginu Á MEÐAN að rannsókn fyrrum endurskoðenda fyrirtækja gömlu bankanna fór fram á NÝJU bönkunum!?!?!

Finnst virkilega ENGUM í ríkisstjórn málið rotið??


mbl.is Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Verð að segja að það er með ólíkindum að þessi dúddi situr í stóli sínum sem fastast, tala nú ekki um ráðuneytisstjórann hjá honum - þetta er svo þröngur vinahópur sem þarna er á ferðinni

Gísli Foster Hjartarson, 8.12.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ísland er ekki lýðræðisríki, það er margsannað á síðustu vikum.

Ráðamenn skilja ekki hvað felst í hugtakinu pólitísk ábyrgð.

Guð hjálpi stétt eins og læknum ef þeim gengi eins illa að skilja á milli eigin persónu og starfsins sem þeir gegna.

Einmitt fólk sem vinnur slík störf, að sinna öðrum einstaklingum  á mjög náinn og persónulegan hátt, skilja nauðsyn þess að hafa skýr skil á milli starfsins og persónulegs lífs, ábyrgðar í starfi og ábyrgðar í persónulegu lífi.

Þessu virðist vera þveröfugt farið með þá sem vinna við að sinna þörfum fjöldans, stjórnmálamennina hér á landi.

Þess vegna láta þeir út úr sér vitleysu eins og þá að "það megi ekki persónugera vandann", ef störf þeirra sem einstaklinga eru gagnrýnd.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Þetta boð mun hafa komið fram í viðræðum bankamálaráðherra Samfylkingarinnar Björgvins G. og Fjármálaeftirlitssins sem heyrir undir hann við þá bresku. Ekki við Árna að sakast þar sem þessar viðræður hafa ekki verið bornar undir hann, enda á verksvið i bankamálaráðherrans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef sjúklingur deyr vegna sjúkdóms tekur læknir ekki persónulega ábyrgð á því.

En sýni það sig að hann hafi dáið vegna faglegra mistaka læknisins ber honum að athuga sinn gang.

Því miður er það víst svo að stundum halda læknar sem hafa gert ítrekuð mistök áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist, - en þeir starfa vitanlega ekki fyrir opnum tjöldum, eins og stjórmálamenn, þar sem mistökin blasa við öllum, - heldur er víst fáránlega samstaða innan stéttar að hylma yfir og láta mistök liggja í láginni, það þarf mjög alvarleg og ítrekuð mistök eða brot til að missa læknaleyfið.

Kannski er þessi samanburður við læknastéttina ekki svo upplagður, við nánari umhugsun...

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kannski er hann bara mjög viðeigandi Gréta. Eyða ekki einmitt stjórnmálamenn miklu púðri í að hylma yfir með hver öðrum og sameiginlega taka þeir augljóslega ekki ábyrgð.

Predikari, þetta er alls ekki rétt. Hafi Árni vitað af beiðninni um fyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum vissi hann af málinu.

Baldvin Jónsson, 8.12.2008 kl. 11:43

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menn hafa þurft að segja af sér vegna þess að þeir vissu ekki hvað var að gerast í þeirra málaflokki.. en nota bene það var ekki á íslandi !! 

Óskar Þorkelsson, 8.12.2008 kl. 12:55

7 Smámynd: Ómar Ingi

Enda á rangri hillu lífinu , hver myndi ráða dýralækni til þess að vera fjármálastjóra fyrirtækis !!

Ómar Ingi, 8.12.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski var hann ekki nógu góður dýralæknir?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband