Hvenær heitir útrás innrás?

Nú er ég búinn að lesa um það árum saman hvernig það að íslendingar séu að koma undir sig fótunum heiti útrás, og það er búið að lofa það í hástert. Útrás er góð, útrás skapar margfaldar þjóðartekjur o.s.frv.

En er möguleiki að allan tímann hafi "hinir" upplifað útrásina okkar sem innrás??

Gæti það skýrt gremju dana gagnvart okkur? Gæti það skýrt hvers vegna Danir, Svíar, Norðmenn, Bretar, Hollendingar, Belgar og Lúxemborg flykktust ekki til okkar til þess að aðstoða á erfiðum tímum?  Gæti það haft eitthvað með það að gera hvernig íslenskir "útrásar" menn hafa hegðað sér í innrásinni til þeirra?  Gott ef ekki.

Þetta er alltaf spurning um túlkunaratriði. Spurning um hvor megin línunnar maðurinn sem dæmir stendur. Víkingarnir fóru "í víking" og var það mikill hetjuskapur og rómantískur blær þar yfir. Keltunum á Írlandi fundust þær ferðir alls ekkert hetjulegar og þeim mun síður rómantískar. Þeir kölluðu það á sínu máli "að nauðga og drepa".

Víkingarnir "náðu sér í kvonfang" - Keltarnir töpuðu dætrum sínum.

Af hverju er ég að þvaðra þetta hér? Jú, vegna þess að þó að það sé sárt að horfast í augu við það, þó að það sé sárt að þurfa að viðurkenna það, að þá hef ég líka oft horft með glígju í augum til "útrásar víkinganna" okkar og dáðst að dugnaðinum. Ég hef tekið þátt í að hlægja að skilningsleysi og hroka nágranna okkar þegar þeir kvörtuðu yfir framferði okkar manna í sínu heimalandi. Mér fannst danir t.d. oft bara svo þröngsýnir, að þetta væri nú bara réttlæti eftir einokunarverslunina. En er það svo??

Vorum við bara í INNRÁS kannski öll þessi ár?


mbl.is Búa sig undir íslenska innrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ætli það ekki bara. Útrás eins hlýtur að vera innrás annars.

Villi Asgeirsson, 3.12.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband