Hér er kominn maðurinn sem ætti að ráða hið snarasta sem sértækan efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar næstu 3-12 mánuði

Mér hugnast afar vel hugmyndir R.Z. Alibers prófessors. Hér er á ferðinni sprenglærður sérfræðingur í kreppum og leiðum úr kreppum. Nú eigum við að leggja vel við hlustir.

Ég er meira og meira að færast inn á þá skoðun að við ættum að yfirgefa alfarið IMF og láni frá þeim. Það lán ætti hvort að er aðeins að nota til þess að fleyta krónunni og myndi hverfa í þá hít sem að það skapar. Sammála þér með það að leyfa heldur útflutningnum að fylla í þá hít hægt og sígandi á næstu örfáum árum. Það þarf þ.a.l. að stórauka kvóta til skamms tíma.

Síðan er fyrir mér afar brýnt að skoða alvarlega upptöku dollara eða evru ÁN frekari skuldbindinga. Einungis strípað gjaldmiðla samstarf og ekkert meira með því. Það væri einungis gert til þess að skapa hraðar trúverðugleika á viðskiptum hér heima á alþjóðagrundvelli.

Við erum augljóslega, miðað við fréttaflutning af "stuðningi" frá ESB undanfarna daga og vikur, betur sett ein á eyðiskeri en í samstarfi með þessu ríkjasambandi.

Nú er lag fyrir stjórnina að setjast niður og gera aðgerðaráætlun til skemmri og lengri tíma og boða svo að gengið verði til kosninga í vor. Ef að Geir og co. ætlar sér að halda minnsta snefil af trúverðugleika verða þau A) að leggja fram plan og B) að bjóðast til þess að stefna á kosningar. Nú geta þau ekki á neitt annað treyst en að heilla okkur svo mikið með plani að þau verði mögulega kosin aftur, eða a.m.k. einhver þeirra.

Ég vil vekja upp hreyfingu sem hefur það að meginmarkmiði að gjörbreyta stjórnsýslunni hérna, þ.e.a.s. tengslum þrískipta valdsins. Eru nú þegar komnar af stað a.m.k. 3 grúppur á Facebook með það að markmiði og um að gera fyrir þá sem hafa ekki samvisku í að bara bíða og bíða og bíða, að fara þar inn og skrá sig til þáttöku.


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðrúnar

Þú manst Baldvin, er það ekki, að þegar hagfræðingarnir lögðu til einhliða skipti, þá voru þeir meðvitaðir um að einungis um 2-3% af fáanlegu fé í hagkerfinu væri raunverulega laust fé -- það er gjaldeyrir í umferð.  Þannig að í þessari einfeldningslegu ideu fólst að enginn sem fengi nýja gjaldeyrinn sem settur væri í umferð færi með hann lengra en í næsta Hagkaup eða Dominos.  Um leið og fólk færi að eyða í útlendan lúxus þá færi að halla á okkur aftur, og um leið væru okkur allar bjargir bannaðar.  Við getum nefnilega ekki prentað útlenda peninga að vild.  Við getum hins vegar enn prentað íslenskar krónur -- rétt eins og við gerðum þegar við afréðum að leysa eignamenn úr snörunni og láta skattgreiðendur borga upp tapið af peningamarkaðssjóðunum með framlagi sem var ríflega þriðjungur af því sem við skulduðum meilausum borgurum í Bretlandi.  Ekki satt ?

Gestur Guðrúnar, 14.11.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 09:55

3 identicon

Og loksins þegar þjóðin virtist vera að átta sig á því að IMF er ekki málið - kemur IMF og veitir lánið. Guð blessi þessa helvítis hálfvita og alla SPILLINGUNA sem þeir standa fyrir, ekki geri blessa ég þá!

Þór Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 03:11

4 Smámynd: Snorri Sturluson

Sammála þessu Baddi, þarna er skynsemisrödd, virðist vera of seint bara. Geir er að fara að skrifa undir á morgun er það ekki?

Snorri Sturluson, 18.11.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband