Hættum að þrasa - fáum sérfræðinga í málið - undirbúum huga okkur fyrir jólin

Við (ég, þú, stjórnmálamenn og konur) augljóslega ráðum ekki við þetta. Við verðum að sleppa tökunum og láta hlutlausum sérfræðingum málin eftir til rannóknar og skoðunar. ALLIR sem að málum koma virðast bera sök og eyða stórum hluta orku sinnar í að reyna að hylja hana.

Gefumst bara upp. Komum okkur í jólaskapið. Það veitir ekkert af að safna orku og krafti til þess að takast á við erfiðleikana sem framundan eru.

Í dag er ég kominn í jólaskapið hreinlega, finn enga von í ástandinu en mikla gleði í jólaskapinu Smile

Þar sem að ég sat áðan og hlustaði á Nat King Cole kom mér í hug að fletta snöggvast upp í Biblíunni, sem eins og flestir þegnar þjóðkirkjunnar, ég geri allt of sjaldan. Þar kom til mín textinn í Esekíel 18.   Mjög merkilegt hvernig svona tengist oft því sem að fólk er að ganga í gegnum.

Góðu fréttirnar eru þær, finnst mér, fyrir þá sem að velja að til sé Guð, að hann lofar okkur þarna að ef við breytum lífsháttum okkar munum við lifa.

Þetta eru vissulega góðar fréttir, fær mig til að velta alvarlega fyrir mér hvort að þetta sé ekki bara raunin. Við verðum að sjá að okkur, leita aftur að raunverulegum gildum okkar og snúa frá óðagræðginni.

Í auðmýkt og samhyggð munum við verða stór og sterk þjóð, þjóð sem getur verið öðrum fyrirmynd.


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góð færsla nema þegar að Guð kemur hann er ekki til.

Trúðu á sjá sjálfan þig og orkuna sem er í okkur og kringum okkur.

Ómar Ingi, 8.11.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég trúi á sjálfan mig MEÐ orkunni sem er í okkur og allt í kringum okkur. Ég nefni orkuna Guð, þú hefur greinilega fundið eitthvað sem hentar þér þar líka

Að trúa á sjálfan mig kom mér afar skammt í lífinu. T.d. í náttföt á geðsjúkrahúsinu Vogi, það var stuð, en gott að hafa fundið með mér kraft sem að virkar betur.

Baldvin Jónsson, 8.11.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband