Er lausnin á eldsneytis deilunni ekki bara lækkun vsk á eldsneyti?

Ég er ekki búinn að mynda mér endanlega skoðun á þessum mótmælum vörubílstjóra svo sem, finnst þetta heillandi samt og spennandi að sjá hvort að þetta skili á endanum árangri ef þeir halda þetta út. Við vitum jú mörg hver að pólitíkin er öðrum öflum betri í að bíða bara af sér storminn og sjá svo til hvort þetta gleymist ekki bara :)

En af hverju ekki að halda krónutölunni fastri eins og verið hefur og lækka vsk af eldsneyti í 14 eða 7%?
Höum hingað til ekki séð neina verulega aukningu í viðhaldi vegakerfisins okkar þrátt fyrir stórauknar tekjur ríkisins af þungaskatti og eldsneytisálögum. Höfum hins vegar orðið vitni að gríðarlegri aukningu á bruðli í ríkisrekstrinum sem átti einmitt að þróast í hina áttina.

Ef "þessir trukkar" fá þetta hvort eð er endurgreitt í vsk uppgjöri að þá myndi lækkun vsk á eldsneyti fyrst og fremst bæta hag almennings.

Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kveikja í trukkunum.

Ómar Ingi, 2.4.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

halló sæti og velkomin í blogghópinn - þú ert æði

Sigríður Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 23:38

3 identicon

Að mínu mati er engin spurning um að það eigi að lækka álögur á eldsneyti og það strax. Þessar álögur koma beint við budduna á öllum landsmönnum hvort sem þeir geta innskattað vsk af eldsneyti eður ei.

Ómar Ragnarson sagði í sjónvarpinu í gær eða fyrradag að ríkisstjórnin gæti losað sig við mótmælin og lægt öldurnar í þessu máli einfaldlega með því að lækka álögur um c.a. 5kr/ltr snöggvast! Ég er sammála þeim gamla þar og held að þetta gæti verið snjallt útspil Geirs og félaga.

Það sem hefur vakið athygli mína undanfarna daga eru viðbrögð almennings og sérstaklega fjölmiðla við aðgerðum vörubílstjóra. Fjölmiðlar flytja frekar neiðkvæðar fréttir af aðgerðunum og almenningur bölvar og lótar þeim í sand ösku. Erum við komin þarna að hjartarótum Íslendingsins? Það er meira að segja búið að reikna út hvað það hefur kostað í töpuðum launum og vinnu að fólkið sem tafist hefur frá vinnu í umferðarteppum og verið birt hátiðlega í dagblöðum. Enginn hefur reiknað saman hvað það kostar fjölskyldurnar í landinu að þurfa að kaupa eldsneyti á okurverði.

Í Frakklandi stendur fólk saman í aðgerðum sem snerta almenning, snúast ekki gegn þeim eins og við virðumst gera.

Þó ég taki ekki þátt í mótmælum þessara manna þá tek ég hatt minn ofan fyrir þeim að þora að standa í þessu. Hingað til hefur engum gengið vel að mótmæla einhverju á Íslandi. Það má, en má samt ekki, mótmæla hér á landi. Vonandi lærir fólk af þessu að sameinað afl er öflugra en bölv og ragn á bakvið gardínur eða úti í horni á kaffistofunni.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband