Þetta hlýtur nú að vera mistúlkun ??

Ég trúi því nú ekki að meirihluti fasteignasala (og ég er einmitt sölumaður hjá einum slíkum) vilji breyta hlutverki Íbúðalánasjóðs??

Það er án nokkurs vafa stórt hagsmunamál fyrir alla þjóðina að Íbúðalánasjóður starfi áfram í samkeppni við bankana og veiti með því heilbrigt aðhald á móti einkaframtakinu.  Bankarnir væru með algert fríspil á þeirrar samkeppni.

Ekki trúa Bjarna Ármannssyni og kollegum þegar þeir koma fram og reyna að telja okkur trú um með þvílíkum reiknikúnstum og blekkingum að Íbúðalánasjóður eigi sökina á hækkun á fasteignamarkaði. Það dettur einfaldlega engum heilvita manni í hug að halda því fram að aðili með um 20% markaðshlutdeild sé gerandinn. Það eru að sjálfsögðu þessir sem halda um þessi u.þ.b. 80% sem hafa áhrifin.


mbl.is Fasteignasalar vilja að Íbúðalánasjóður verði heildsölubanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

What!!! Eins og þú segir, þá HLÝTUR þetta að vera mistúlkun, ég á erfitt með að trúa því að meirihluti fasteignasala sé hlynntur því að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. 

Bára (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband