En hvað er til ráða?

Ég hef svo oft velt þessu fyrir mér.  Það er auðvelt að tala um þessi mál bara með gremju og reiði og áfellisdómum.

En þannig er það bara að strákar á aldrinum 17-24 u.þ.b. eru svo afspyrnu lélegir bílstjórar að þeir skekkja jöfnuna skelfilega. Þ.e.a.s. kynjajöfnuna sem oft er vitnað í. Skv. þeirri skýringu eru konur í raun mun betri bílstjórar en karlar.  Ég er algerlega sannfærður um að það sé að miklu leyti vegna þess hversu strákar eru lélegir bílstjórar.

Hvað meina ég?  Þeir eru ekki lélegir að keyra eftir þrautabraut t.d.  Ekki endilega.  Það sem gerir þá svona lélega og þar með stórhættulega bílstjóra er alger sannfæring um að þeir séu frábærir bílstjórar.  Óbilandi trú á eigin hæfileikum.  Það er svo merkilegt að það er einfaldlega stórhættulegt að efast ekki um sig sem bílstjóra og þá jafnframt hina bílstjórana líka.

En hvað er til ráða?

Þarf ekki reglur um hámarksþyngd bíla og afl?  Er það ekki ein lausn?  En henni þarf samt að fylgja þá eitthvað annað sem hefur hraðatakmarkandi áhrif vegna þess að það er alveg staðreynd að litlir og kraftlausir bílar komast samt mjög hratt líka. Þeir eru bara lengur að komast á hraða.

Ég tala af reynslu. Þegar ég var á þessum aldri hefði einfaldlega átt að banna mig í umferðinni og það að opna fyrir menn með þessar hraðakstursþarfir leysir ekki nema lítinn hluta vandans.

Kannski er engin lausn. Kannski er hormónaframleiðslan bara óviðráðanleg á þessum aldri. Kannski þarf þá bara að hækka líka lágmarksaldurinn til að keyra hefðbundna bíla.

Mér finnst þetta óttahjal mitt hérna hljóma skelfilega sjálfum. Ég er ekki maður sem vill fúslega banna allt, en hvernig er hægt að bregðast við? Hvað á að drepa marga fyrst?


mbl.is Ofsaakstur ungra ökumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Stórt er spurt Baldvin, Einn möguleiki væri að setja hraðahemla í fólksbíla rétt eins og gert er með þá bíla sem bara þeir sem hafa aflað sér aukinnar menntunar og réttinda í akstri mega aka, s.s. Vörubíla og rútur. Mér persónulega finnst skjóta skökku við að unglingunum á fólksbílunum sé treyst betur til að stjórna hraðanum en meiraprófsbílstjóranum. En ég held að hækkun bílprófsaldurs skili litlu nema til komi mjög aukin kennsla.

Helgi Jónsson, 27.2.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband