Er þetta ekki gott dæmi um þörf okkar á innihaldslausri afþreyingu?

Fyrir mörgum árum eftir að hafa séð nánast ekkert nema myndir um sifjaspell og heimilisofbeldi í bíó í einhverja mánuði þá fór ég að sjá bíómynd sem hét Tommy Boy og var úr smiðju nokkurra af Saturdaynight Live hópnum. Myndin var algerlega laus við innihald og meiningu en var bara frekar mikið fyndin. Ég hló meira og minna í gegnum alla myndina og kom út glaður. Já, glaður.

Þegar ég kom út fannst mér EKKI að heimurinn væri á vonarvöl, mér fannst EKKI að heimsendir væri í nánd.  Bara u.þ.b. 120 mínútur af afþreyingu og hvíld frá umheiminum. Já, hvíld.

Það er nefnilega þannig að stundum a.m.k. er bara alveg ferlega gott að gleyma sér og taka sér stundarfrið.

Ætli Ghost Rider gæti ekki losað okkur við eitthvað af virkjunum?


mbl.is Draugasaga enn vinsælust vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband