Færsluflokkur: Ferðalög

Þórsmerkur svæðið enn einu sinni að sanna hversu fáránleg hugmynd það er að ætla að byggja upp veg þarna inn eftir

Svæðið þarna á svona dögum tekur þvílíkum breytingum að óreyndir myndu hreinlega ekki trúa því.

Ég hef komið þarna inn úr með 2 daga millibili þar sem voru sipaðir vatnavextir á svæðinu í millitíðinni og stór hluti leiðarinnar var einfaldlega horfinn í Markarfljótið þegar ég kom upp úr aftur.

Þetta svæði er stórvarasamt, en það að læra að umgangast það og það hversu mikið mál er oft að koma sér þarna inn úr er einfaldlega afar stór hluti af sjarma svæðisins.

Viljum við nokkuð fara að sjá Yarisa almennt þarna inn frá? Má ekki sumt halda sínum forna sjarma?


mbl.is Menn fundust í Básum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur göngurstígur - alls ekki fyrir lofthrædda

Sá þetta á blogginu hjá Dr. Gunna, verð að senda þetta áfram hérna. Þó ekki væri nema til þess að eiga þetta lag í safninu mínu. Hef gengið og komið víða á fjöllum, veit ekki hversu vel mér liði við göngu þarna.

Þetta er upphaflega fengið hér: http://www.livefortheoutdoors.com/Videos/Search-Results/Fun--misc/The-scariest-path-in-the-world/?&R=EPI-12900

 


Það er annaðhvort í ökla eða eyra hjá sunnanmönnum greinilega....

Menn eru teknir þarna fyrir bæði of hægan akstur (tja, eða virkilega hættulegan farm á litlum hraða sem sést ekkert fram fyrir til framúraksturs) eða allt of hraðan skv. þessari frétt.

Hef annars oft undrast stórum þessa flutninga bænda á þjóðveginum, ekki að þeir þurfi að fara fram heldur hitt að þeir skuli fá að flytja þetta svona óvarið og yfirhlaðið.

Hef tvisvar sinnum (já, tvisvar sinnum án gríns) lent í því að vera að fara að taka fram úr svona farmi undir Eyjafjöllunum þegar að "farmurinn" beygði skyndilega fyrir mig yfir á vinstri akrein.


mbl.is Með heyrúllur á vagni á þjóðveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband