Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Á hvaða öld lifum við? Er hægt að lækna ofbeldi með ofbeldi??

Stórfurðuleg viðbrögð fólks þarna á ferðinni.  Hvers vegna að ráðast gegn barninu? Í þessu tilfelli er reyndar m.a.s. um að ræða rangan aðila sem verður fyrir barðinu á fólki, en það sýnir bara enn frekar hversu fáránleg og frumstæð þessi framkoma er.

Er virkilega enn svona mikið af fólki sem trúir því að ofbeldi megi lækna með ofbeldi?  Trúir því svo heitt að það er jafnvel komið upp á þak hjá saklausri fjölskyldu til þess að "hefna sín".

Er ekki hægt að gera eitthvað í svona málum?


mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar Vinnslustöðvarinnar?

Er þetta ekki akkúrat sú upphæð sem nefnd var í fréttunum af peningum Vinnslustöðvarinnar sem eru týndir í kerfinu?

Þeir ættu umsvifalaust að gera kröfu á þessa aura þarna Wink


mbl.is Fékk 30 þúsund evrur inn á reikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknað hefur hugmynd um West-Nordic Union

Hef séð undanfarið á Smettisskruddu (Facebook) að þar fer vaxandi hópur sem kallar sig West-Nordic Union. Hugmyndir hópsins eru sjálfstæði Grænlands og náið samstarf Grænlands, Íslands og Færeyja.

Í fyrstu brosti ég bara og fannst þetta sniðugt en eyddi ekki meiri tíma í það. En svo fór ég að velta fyrir mér möguleikunum. Þessi þrjú lönd hafa yfir að ráða ógrynni auðlinda í hafi, bæði mikinn fisk og olíu. Þessi þrjú lönd fá í gegnum sína landhelgi stærstan hluta af öllum siglingum í gegnum norður Atlantshafið og það eru ýmsir möguleikar í því hefði ég talið.

Þessi þrjú lönd hafa afskaplega litla vigt í alþjóða samfélaginu, en sameinuð mikla vegna þess mikla lands og þeirrar stóru landhelgi sem þau ráða sameiginlega yfir.

Af hverju ekki samband þessara landa?  Þetta gæti meira en vel verið upphafið að einhverju nýju og glæsilegu þjóðunum til framdráttar.


mbl.is „Aap“ við aukinni sjálfstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er pólitík ekki eins og lífið er? Eiga ráðherrar og þingmenn ekki að vera birtingarmynd af þverskurði þjóðarinnar?

Það er nú reyndar svo að um langt skeið hafa þingmenn ekki verið raunverulegur þverskurður þjóðarinnar eins og lengi var hugmyndin, stærstur hluti þeirra orðin háskólagenginn. En engu að síður hljótum við að geta gert þá kröfu að störf þeirra endurspegli þær kröfur og siðferði sem að við gerum til okkar sjálfra og umhverfis okkar dags daglega.

Það er búið að vera mér hugleikið í dag (og hefur reyndar verið áður) hvernig þessi mál ríkisstjórnarinnar litu út ef um væri að ræða stjórnun fyrirtækis.

Það er þannig að öll viljum við trúa því að við séum með gott hjarta. Öll viljum við geta trúað því að við séum að gera okkar besta hveerju sinni. Meira að segja trúa því flestir þeirra sem nú sitja í afplánun á Íslandi að þeir, afbrotamennirnir, séu gott fólk með gott hjarta. Að þeim hafi bara orðið á en séu í raun gott fólk. Ég sjálfur, sem kom oft illa fram við fólk á yngri árum, var samt alltaf staðfastur í þeirri trú að ég væri góður drengur og meira að segja þegar ég var hvað verstur var ég samt alltaf í hroka mínum jafn undrandi á því að fólk skyldi ekki leita til mín með vandamálin sín.

Dæmisaga:

Forstjóri stórs fyrirtækis tekur ítrekað ákvarðanir í góðri trú sem stór skaða rekstur fyrirtækisins. Þrátt fyrir það neitar hann að stíga frá þar sem að hann lifir í þeirri bjargföstu trú að enginn sé betur starfanum vaxinn en hann, að snúa þessu til hagnaðar fyrir fyrirtækið. Þrátt fyrir ítrekuð mistök styrkist hann jafnvel bara í þeirri trú og undrast kjánalegar yfirlýsingar hluthafanna sem vilja að hann fari frá.

Hvað ætli myndi gerast í raunveruleikanum?

Myndu hluthafar a) reka hann? eða b) bíða bara og vona að þetta sleppi til?

Ég skil Geir og Davíð voða vel. Ég var lengi vel þessi maður líka, sem þrátt fyrir mikil mistök í lífinu var samt alltaf algerlega viss um eigið ágæti (svona a.m.k. á yfirborðinu). En málið er bara ekki þannig að samfélagið eigi að líða það að veikir menn ákvarði sjálfir um eigið geðhæfi og getu til þess að takast á við vanda þjóðar.

Í samtökum þar sem að ég hef verið meðlimur um árabil tölum við gjarnan um að það hafi verið okkar eigin haus sem kom okkur í vandann sem við stóðum/stöndum frammi fyrir.

Er þá ekki einfaldlega fáránleg hugmynd að sami haus leysi vandann aftur?


Að sjálfsögðu "efast" Jón Ásgeir - allt annað er honum afar óhagstætt

Davíð átti að sjálfsögðu bara við Jón Jónsson, persónugerving allra íslenskra skuldara er það ekki?

Hér eru á ferðinni 2 aðilar að mínu mati sem báðir þurfa væntanlega að svara fyrir ansi margt gagnvart rannsóknarnefndinni sem til stendur að setja á laggirnar. Ég óttast það mest kannski að því lengra sem líður (tíminn flýgur) því betur takist JAJ að koma sínum málum undir teppi.

Davíð þarf svo sem mín vegna ekki að svara neinu ef hann bara gjörir svo vel að leggjast í helgan stein hið snarasta.


mbl.is Efast um að Davíð eigi við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi eða réttlæti?

Siðleysi. Það er bara svo einfalt. Óánægja okkar margra með störf Geirs og í mínu tilviki alveg sérstaklega dálæti hans á Seðlabankastjóra réttlætir ekki að brjóta á rétti hans sem viðmælanda.

Það er rétt og sanngjarnt að við veitingu viðtals viti viðmælandinn til hvers viðtalið á að notast. Viðtalið er hans persóna og æra, ekki Péturs.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkilega góð mæting á samræðu fund borgara í Háskólabíó

Svona til að byrja með vil ég fá að þakka þeim ráðherrum og þingmönnum alveg sérstaklega fyrir að mæta á fundinn. Þetta er að mínu mati fyrstu merki vott af auðmýkt af ykkar hálfu gagnvart fólkinu og verður að teljast góð byrjun, þó kannski sé heldur seint brugðist við kallinu er þó a.m.k. nú brugðist við.

Helsta hrósið finnst mér eiga skilið Þorgerður Katrín sem að kom fram hispurslaust og einlæglega og sagði hlutina bara eins og þeir eru, ekkert pólitískt þvaður eða humm, svaraði fólkinu bara á íslensku. Það virkar svo sterkt get ég sagt þér Þorgerður, að konan mín sem er í samanburði við mig, afar vinstri sinnuð, taldi þig standa upp úr á fundinum og fyrir það eitt áttu mikið hrós skilið finnst mér.  Þetta eru án vafa nákvæmlega aðferðirnar og framkoman sem að þarf til þess að héðan í frá ná stuðningi fólksins.

Einlægni og hreinskilni.

Ég er sammála forsætisráðherra með það að það sé ekki góð hugmynd að kjósa um miðjan vetur. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn allur hafa væntanlega skynjað að það er ekki mikill stuðningur með því, og eru nú að nýta sér það. Hamra á þessu til þess að fá mögulega aftur stuðning frá fólkinu.

Hinsvegar eru ég og flestir þeir sem ég tala við afar ósammála Geir með það að kosningar eigi að fara fram þegar sér fram úr stórviðrinu. Það er nánast algilt með alla þá sem að ég hef rætt við undanfarið að við viljum kosningar í vor, ekki fyrr en ALLS EKKI seinna.  Það verður bara því miður Geir að stokka algjörlega upp í einhvern tíma til þess að mögulegt sé að bæði gera breytingar á framboðs málum, strúktúrnum og samskiptunum milli framkvæmda og löggjafavalds OG síðast en ekki síst, til þess að hægt sé að HREINSA almennilega út alla spillinguna sem nú þrífst í kerfinu.

Það er eðlilegt og mannlegt að ykkur finnist þetta ekki vera spilling Geir. Meirihluta afbrotamanna á það sameiginlegt að finnast þeir sjálfir vera með gott hjarta. Spilling er ekki eitthvað sem er tekin ákvörðun um að stefna á Geir. Spilling bara gerist. Hún gerist vegna þess að þegar sömu aðilar sitja allt allt of lengi við stjórnina, gegnsýrist kerfið allt hægt og rólega af bara þeirra fólki, og þá því miður þeirra JÁ-fólki.
Yes minister voru þættir sem að sýndu okkur þetta afar skýrt í kómísku ljósi.

En kæri lesandi, hvað nú?  Ætlarðu bara að sitja áfram og lesa og blogga og jánka og kvarta?

Eða er kominn tími á að stíga fram og gera eitthvað?

Ég vil koma að og taka þátt í hreyfingu eða stofnun hreyfingar, sem ætlar sér virkilega að GERA eitthvað. Hreyfingu sem hefur það að meginmarkmiði, eins og ég hef áður skrifað um, að knýja í gegn breytingar. Breytingar sem eiga að vera til þess fallnar að koma aftur á virku lýðræði í landinu.

Vilt þú vera mér samferða?

Hafir þú hugmyndir eða áhuga á að starfa að þessum málum sendu mér þá endilega tölvupóst á baddiblue@gmail.com

Það er kominn tími á aðgerðir.

E.s. Borgarafundinn má sjá m.a. hér: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/723839/


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla missti Hjörtur Magni af lagabreytingunum hér um árið??

Ég veit ekki betur en að lögum hafi verið breytt á þá vegu að þeir sem ekki vilji geti skráð sig úr þjóðkirkjunni og valið að láta þennan skatt sinn renna í einhvern annan farveg, t.d. til Fríkirkjunnar.

Hjörtur Magni hefur helst verið þekktur fyrir það í gegnum árin að nota flestar predikanir og það á undarlegustu tímum, í það að gagnrýna þetta kerfi sem var. En það VAR. Er ekki kominn tími til að snúa sér bara að trúboðinu?

Þessi stofnun sem að hann lýsir svo grimmilega sem þjóðkirkjunni er ekki lengur ósjálfrátt á spenanum hjá allri þjóðinni. Við getum í dag valið. Helst vildi ég sem meðlimur þjóðkirkjunnar síðan getað valið líka í hvaða kirkju nákvæmlega innan þjóðkirkjunnar mitt framlag færi.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökudólgur = ábyrgðarmaður

Verð að endurbirta hérna töluna hans Davíðs Stefánssonar frá Borgarafundinum á síðasta mánudag.  Gríðarlega merkishlaðinn á áhrifaríkur sannleikur fluttur af einlægni.

Alger skylduhlustun fyrir ALLA sem að upplifa að ástandið sé ekki eðlilegt:

 


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með að breyta kerfinu?

Ég er mjög fylgjandi störfum Slysavarnarfélagsins og björgunarsveitanna sömuleiðis, en af hverju má ekki breyta aðeins kerfinu?

Ég legg til eftirfarandi:

1. Fyrir öll almenn störf reki félögin sig áfram á ríkisframlögum og eigin söfnunum.
2. Að allir sjófarendur skuli kaupa björgunartryggingu frá sínu tryggingafélagi sem greiði síðan hæfileg björgunarlaun ef sjófarendur lenda í vanda og þurfa björgunar við.
3. Að meðfylgjandi útgáfu veiðileyfis á rjúpu þurfi jafnframt að staðfesta kaup á björgunartryggingu sbl. þessari í lið 2, en kostnaðurinn við hana sé aðlagaður að umfangi.

Mætti jafnvel leggja til að staðfesting á slíkri tryggingu ætti að fylgja líka sérleyfisskoðun jeppa eða að aðilar að öðrum kosti samþykki að taka á sig kostnaðinn við eigin björgun að fullu.

Þetta eru fyrir marga afar öfgafullar tillögur, ég geri mér grein fyrir því. Vill þó taka fram til þess að taka af vafa þar um, að ég er sjálfur með sérleyfisskoðaðan jeppa og á fjöllum yfirleitt nokkra daga vikunnar og tel sjálfan mig ekki undanskilinn þegar kemur að tillögum að slíkri tryggingu.


mbl.is Gæti þurft að leggja skipunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband