Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Heppin!!

Rosa sparnaður þarna, heppin Cool

En, veit einhver til hvers í ósköpunum ríkisstjórn Íslands vill endilega sæti í Öryggisráðinu?
Er þetta ekki bara standpínukeppni?

Væri ekki meiri sparnaður bara að sleppa þessu?

En gerum þetta "afar hagkvæmt", heppin!!


mbl.is Fá dæmi um jafn lítinn tilkostnað við framboð til öryggisráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakst á þetta í Fréttablaðinu - vona að Jóhann Eyvindsson fyrirgefi mér ritstuldinn....

Hugleiðingin á virkilega rétt á sér.  Er stefnan sú að greiða ekkert fyrir þjónustustörfin? Verður þróunin sú að það verður allt einkavætt sem einhvers virði er?

Sé fyrir mér mjög aukið framboð á einka-öryggisgæslu, einka-leikskóla, einka-skóla, einka-heilbrigðiskerfi og svo mætti lengi telja. Hvað verður þá um þessa "aumingja" sem eru ekki með milljón plús á mánuði??

Hugleiðing Jóhanns Eyvindssonar úr Fréttablaðinu í gær 6. september 2007:

"Ég er að tala um mann
Hann er maður eins og ég og þú. Hann á fjölskyldu, heimili og líf.
Og eins og flestir - hann er með vinnu. Munurinn á honum og okkur
hinum er sá að vinnan hans er þess eðlis að hann sker sig verulega úr hópnum.
Honum eru gerðar strangari kröfur en til annarra þjóðfélagsþegna.
Hann má ekki vinna á svörtu, fremja smávægileg afbrot, eða gera stór mistök
í vinnunni, því þá verður hann rekinn úr stéttinni fyrir lífstíð - já, ekki einu
sinni alþingismönnum eru settar svona strangar kröfur.
Hann umgengst banvæna smitsjúkdóma við störf sín, ekur á ofsahraða um bæinn,
og hleypur inn í hætturnar hvar sem þær er að finna.
Honum er lítil virðing sýnd við störf sín, drekkt í ókvæðisorðum, á hann er hrækt og
í hann sparkað. Hann mætir í vinnuna og vonast til að hann fari ekki slasaður heim
eftir vaktina eins og sumir félagar hans hafa lent í. Í eyrum hans hljóma orð
háttvirts héraðsdómara, "Eðlilegt má telja að menn verði fyrir árás við slík störf", og
veltir fyrir sér hvort búið sé að gefa út veiðileyfi á hann og félaga sína.
Hann kennir börnum sínum að fara varlega yfir götuna og að gæta þess að fara aðeins
yfir gangbraut þegar rauði kallinn logar, en sjálfur stendur hann berskjaldaður á
miðjum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar stjórnandi umferð í von
um að annars hugar ökumenn aki sig ekki niður á meðan aðrir vinnufélagar hans
stumra yfir illa slösuðu fólki. Hann les í blöðum að innflytjendur frá Austur-Evrópu
séu á þrælakaupi en hefur þó lent í því að segja einum þeirra frá launum sínum með
þeim afleiðingum að erlendi verkamaðurinn hló lengi að vesalings manninum.
Hann fer með konunni sinni í bíltúr og segir við hana "sjáðu þetta, kannski kaupum
við svona einn daginn" og fær til baka "já kannski þegar þú skiptir um starf, reyndu
að vakna til lífsins". Vinnufélagar hans eru margir hættir. Hann vill ekki hætta sjálfur
því hann elskar starfið sitt. Hann er hugsjónamaður. En nú er bara svo komið að
fjölskyldan, þjónustufulltrúinn í bankanum og öll hans skynsemi segja honum að
hætta líka. Kannski má líta svo á að þjóðin eigi ekki betri þjónustu skilið en hún er
tilbúin að borga fyrir.
Ég er að tala um mann - lögreglumann."

Heldur dramatískt, en myndir þú vilja vinna þetta fyrir undir 200 þúsundum á mánuði??


Í minningu meistara Luciano Pavarotti....

Stenst ekki mátið að bæta aðeins við þetta:

Og svo meistarinn með "arftakanum" ef svo má að orði komast:

og svo að lokum 2 bestu í sinni deild, nú skal ég hætta:


Já, ég verð nú bara klökkur...

Skrítið hvernig lífið virkar, get ekki sagt að ég hafi þekkt kauða en einhvern veginn hafði hann samt svo gríðarleg áhrif á líf allra sem unna tónlist að ekki er annað hægt en að sakna hans.

Guð blessi þig Pavarotti og þakka þér fyrir allar þær yndislegu gæsahúðar stundir sem þú hefur gefið mér.  Þú varst bestur, langbestur.

Hér syngur hann Nessun Dorma í París 1998. Hafa margir talið þetta einn albesta flutning aríunnar fyrr og síðar.  Maðurinn meðan að hann var upp á sitt besta hafði ótrúlega lítið fyrir þessu. Algert náttúrubarn:

 

Þetta þykir svo kannski ekki eins "inn" en þetta fær mig til að gráta:

Takk fyrir mig Luciano


mbl.is Luciano Pavarotti látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir líklega, en mér finnst þetta afar spennandi....

Nú væri gaman að vera kominn með snorkel á bílinn og skreppa í Mörkina :)

En verður þó að taka fram af gefnu tilefni, að m.a.s. við sem erum þaulreyndir fjallaferðum og ferðum þarna inn úr förum afar varlega í umgengni við árnar þarna.  Í vöxtum sem þessum er það alltaf mikill léttir þegar að maður er kominn yfir heill á höldu. Ekki fyrir óreynda að takast á við þegar árnar eru í ham, nógu skeinuhætt við algerlega hefðbundnar aðstæður þarna.

pattinnEn eigum við að skella okkur?


mbl.is Vatnavextir í Krossá og Steinholtsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vírus viðvörun!!!

There is a dangerous virus being passed around electronically, orally
and by hand.

This virus is called Weary-Overload-Recreation-Killer (WORK). If you
receive WORK from any of your colleagues, your boss, or anyone else
via any means DO NOT TOUCH IT.
This virus will wipe out your private life completely.

If you should come into contact with WORK, put your jacket on and take
two good friends to the nearest store. Purchase the antidote known as
Work-Isolating-Neutralizer-Extract (WINE) or Bothersome-Employer-
Elimination-Rebooter (BEER). Take the antidote repeatedly until WORK
has been completely eliminated from your system.

You should forward this warning to 5 friends. If you do not have 5
friends, you have already been infected and WORK is controlling your life.


Uppáhaldsmyndin mín þessa stundina........

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 040Þau eru svooo mikið æði InLove

Ánægjulegt að sjá að það ER hægt að gera eitthvað gegn þessu......

Finnst það alltaf sárast í þessum málum öllum hvað fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra finna sig vanmáttug gagnvart ofbeldismanninum/mönnunum. Má ekki vera svoleiðis í samfélaginu okkar að fólk þori ekki að kæra árásir!!

Vissulega leiðinlegt að þurfa að viðurkenna á sig einhver afbrot í leiðinni, eins og t.d. mögulega neyslu ólöglegra fíkniefna, en það er til lausn við þeim vanda ef viðkomandi er fíkill sem vill lausn.

Það er mun þægilegri lausn heldur en að láta berja sig "gegn þóknun".


mbl.is Handrukkarar í haldi lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heitasta auglýsing ársins? Hvað finnst þér?


Ohh hvað er gott að fá Baggalút úr sumarfríi :)

Þetta er eitthvað sem léttir lund:  http://baggalutur.is/index.php?id=3865

Ekki eins fyndið og 3G auglýsingin, en nálgast það.....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband