Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Uppáhaldsmyndin mín þessa stundina........

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 040Þau eru svooo mikið æði InLove

Jæja, gott að liggja í hýði svona fyrstu dagana

Erum virkilega að njóta þess að vera til familían, en gott að fá smá tíma til að liggja í hýði og kynnast svolítið nýjasta meðlimnum.

Ætlaði örugglega að segja eitthvað afar innblásið og merkilegt hérna núna, en teflon er það eina sem mér dettur í hug.  Það er oft sagt með foreldra nýbura að þau séu með svokallaðan Teflon heila, þ.e.a.s. í einhvern tíma eftir burðinn festist ekkert nýtt í höfðinu á manni Whistling

Hvað var ég aftur að segja?


Fullkomnun?

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 040Tja, ekki vantar hann stoltið amk stóra bróður !!

Minn líka, voða stoltur InLove


Úff maður, er hægt að vera svona hamingjusamur???

Komum heim í dag, einni gullfallegri stúlku ríkari Grin  Mikið afskaplega sem ég er þakklátur fyrir hvað þetta gekk allt saman vel, frúin tók hreinlega kúluvarparann á þetta bara og "dúndraði" litlu skvísunni í heiminn á 3 tímum og 2 mínútum.  Já geri aðrir betur.

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 006

Klukkan 09:20 var belgurinn sprengdur og hríðir hófust fljótlega.....

 

 

 

 

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 008

milli 10:30 og 11:00 einhversstaðar var útvíkkun komin í 5....

 

 

 

 

Fyrstu myndir af stúlku Baldvinsdóttur af fæðingardeildinni 011og klukkan 12:22 hreinlega spratt í heiminn ein
lítil stúlka Baldvinsdóttir.  Og þvílík gleði Cool

Guð er góður, það er bara heila málið.  Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig foreldrar gætu elskað fleiri en eitt barn jafn mikið og ég elska drenginn minn hann Jónatan.  Svarið er komið fyrir mig.  Hjartað í mér einfaldlega snarstækkaði um leið og litla ljósið sneri sér að mér og skríkti í kvörtunartón eftir meðferðina.

Já, Guð ER góður.  Takk fyrir mig.

Sjá má fleiri myndir af skvísunni hérna.


Frúin komin á fæðingardeildina - allt að gerast :)

Eigum von á lítilli stúlku, vonandi verðu hún nú samt stærri en píslin sem Auja og Gísli gátu af sér þarna í útlöndum. Alveg ljóst að þetta er keppni.

Ég vona bara heitt og innilega að hún erfi ekki gáfur Ungfrú Suðurríkjanna sem opinberar skort sinn all verulega í meðfylgjandi myndbandi:

 

 

Leyfi ykkur að fylgjast betur með um leið og fréttir af nýjustu viðbótinni í fjölskylduna Johnson og Peterson liggja fyrir.

 


Mig langar að votta aðstandendum Tjörva Freys samúð mína....

Tjörvi Freyr Freysson er látin aðeins liðlega tveggja ára gamall. Þessi litla hetja tókst á við virkilega erfitt krabbamein, taugakímsæxli, og hafði betur að virtist um tíma en svo sneri meinið aftur og þessi elsku drengur er látinn.

Ég þekkti Tjörva Frey ekkert og fjölskylduna ekki heldur. Einn af mínum bestu vinum tengist þeim í gegnum starf sitt og það er þar sem ég heyrði af þessu máli fyrst. Það er svo skrítið með svona mál, að jafnvel þótt að maður þekki ekkert til er þetta bara svo skelfilegt ranglæti að mér finnst, að maður getur ekki annað en fylgst með úr fjarlægð.

Mér finnst það nánast ósmekklegt af mér að vera að varpa fram þessari samúðar kveðju hérna, kveðju frá einhverjum algerlega ókunnugum manni gagnvart aðstandendum Tjörva litla. Mig bara virkilega langaði til að votta ykkur samúð mína og segja ykkur frá því að það er örugglega fullt af fólki eins og ég um landið sem þið eigið stað í hjartanu á í dag.  Það breytir að sjálfsögðu litlu, en ég veit af eigin reynslu að samhyggð er styrkur engu að síður.

Guð blessi ykkur og veri með ykkur.

 


Ertu búin/n að kynna þér http://www.heilsubankinn.is ?

Heilsubankinn

Alveg þrælgóður vefur fullur af fróðleik um allt mögulegt varðandi mataræði og heilsu.  Ef þú hefur áhuga á þessum sviðum þá geturðu án vafa gleymt þér þarna inni.

Líka ótrúlega merkilegt að lesa reynslusögu Hildar systir þarna inni, ótrúlegt hvað breyttar áherslur í mataræði gerðu fyrir hana.


Er ekki merkilegra að hann dó ekki úr ofkælingu?

Hvað ætli fari í gegnum hugann á manni á ÁTTA klukkustundum á floti í miðju einskismanns hafi?

Ég var einu sinni í hættu við köfun í svona 30 sekúndur og lífið rann fyrir augum mér þá, hvað ætli það geti gerst oft á átta tímum? Ætli það sé alltaf sama spólan aftur og aftur eða ætli það verði nákvæmara við hverja endurspilun?

Ætli þetta virki eins og gremja? Að maður hreinsi sig og sverti aðra við hverja endurspilun í huganum?


mbl.is Hélt sér á floti í átta tíma á miklu hákarlahafsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg bráðsnjöll hugmynd.....

75078_sEinfalt og frábært.  Að leyfa börnunum að yfirvinna ótta við hvíta sloppa í gegnum bangsann sinn er náttúrulega bara verulega flott framtak.

Ættum kannski að taka þetta upp víðar??         43228_s

Gætum t.d. leyft fólki að taka "bangsann" sinn með sér til bankastjórans? Já, eða á fyrsta stefnumót?  Væri heimurinn ekki bara svolítið litríkari fullur af bangsafólki??

43374_sMér finndist það frábært Cool


mbl.is Veikir bangsar fá bót meina sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að sjá þig hérna Óli :D

Fékk boð frá einhverjum Ólafi Erni um að verða blogvinir. Kíkti á hann og sá að þetta var gamli góðvinur minn Óli úr skátunum W00t

Ferlega gaman að sjá þig hérna Óli, ef fólk bara vissi hvað var gaman hjá okkur að "skátast" stanslaust.... já, líklega margir "hjartahreinir" skátar að bilta sér í gröfinni - og þó.

Er þetta ekki ungt og leikur sér?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband