Það eru ekki bara lykilstjórnendur Kaupþing banka sem lifa í óvissu

Jú jú, við getum vissulega fundið til með mörgum stjórnandanum þar sem og annarsstaðar. Upp til hópa efalaust gott fólk og vont að lifa við fjárhagslega óvissu. En það er ljóst að líklega um 90% þjóðarinnar býr við þá óvissu í dag.

Það ríður því á með þetta mál og öll önnur svipuð mál að leysa þau sem hraðast með heilbrigt siðferði að leiðarljósi. Samningar skulu standa svo lengi sem að þeir brjóta ekki gróflega á rétti þriðja aðila. Það stenst ekki lög að gera með sér samning um að arðræna hluthafa bankans til dæmis og sparifjáreigendur. Það getur ekki verið.

Það þarf því að leysa þetta mál hratt og örugglega með það að leiðarljósi að samningsaðilar skulu vera ábyrgir gjörða sinna.

Svo fá voru þau orð.....


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar góð byrjun - göngum alla leið og gerum samninga um samnýtingu húsnæðis sendiráða norðurlandanna

Það er beinlínis kjánalegt birtingarform óraðsíunnar sem verið hefur í gangi að sjá lista yfir öll þessi rándýru sendiráð sem Íslendingar eiga orðið um víða veröld. Á flestum stöðum á dýrasta eða afar dýrum stöðum, gríðarleg sýndarmennska smáríkis í birtingu.

Nú er mál að selja þessi rándýru hús og nýta fjármagnið til uppbyggingar hér heima. Ég efast ekki um að vinir okkar á norðurlöndunum muni verða okkur innan handar með að leigja okkur aðstöðu innan sinna sendiráða. Það er yfirdrifið nóg að vera með góða skrifstofu aðstöðu og samnýta fundaraðstöðu með öðrum.

Lærum núna að fara með peninga - sníðum okkur stakk eftir vexti.


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róbert Melax þarf engu að síður að fylgja lögum eins og við hin

Liggi málið svona fyrir er mér erfitt að skilja hvers vegna ekki var einfaldlega haldinn löglegur hluthafafundur og málið afgreitt þar. Hvers vegna þurfti að koma til fölsuð heimild um nýja stjórnarmenn? Hvers vegna þurfti KPMG að svindla og draga ríkisskattstjóra niður með sér?

Viðskiptahugmyndin var ekki að ganga upp segir Róbert hérna. Gott og vel, hvers vegna þá ekki að slíta bara félaginu og taka með löglegum hætti til baka eigur sínar í því?


mbl.is Yfirlýsing frá Róberti Melax vegna FS-13
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handvömm hjá ríkisskattstjóra endar í einkamáli

Hvernig getur það gerst að einhverjir sem skrá sjálfa sig sem nýja stjórnarmenn í félagi, geti sannfært ríkisskattstjóra um gjörðina án undirskriftar raunverulegra eigenda og stjórnarmanna félags?? Þetta er einfaldlega fáránlegt mál og ættu eigendur FS13...

Þjóðin er byrjuð að sjá að sér - heyri frá fólki á hverjum degi sem ætlar sér að reyna að komast hjá því eins og hægt er að versla við þetta fólk

Nú er það í okkar höndum að styðja ekki við þennan verslunarmáta Bónusfeðga og vina þeirra áfram. Bónus verslanirnar eru í eigu Haga, Hagar eru skráðir eigendur að minnsta kosti þessara fyrirtækja: Hagkaup Bónus Bananar Hýsing Aðföng Ferskar kjötvörur...

Algerlega óskiljanleg yfirlýsing um fjárlög frá forsætisráðherra

Hvað er maðurinn að meina með hallalausum fjárlögum 2012?? Þetta tel ég vera nánast siðlausa tilraun til þess að hugga fólk og auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. Leggi Geir ekki fram raunveruleg gögn um hvernig þetta megi takast er þetta ekkert annað en...

Svo deyr siðferði hjá kaupmönnum sem ráðamönnum - gleðileg jólahjöf til handa almenningi

Þetta kemur enn einu sinni inn á þá staðreynd að flest trúum við því í hjarta okkar að við séum gott fólk. Geir Haarde trúir því raunverulega að hann sé manna hæfastur til þess að leiða okkur út úr ógöngunum sem að hann henti okkur með valdníðslu inn í....

Prófin búin - pólitíkin tekur völdin

Jæja, þá er þessari önninni lokið - var að ljúka síðasta prófinu þetta árið Nú er það bara vinnan og pólitíkin fram yfir áramót. Vil vara ykkur við sem ég kalla vini mína og félaga, nú mun ég byrja að hringja og herja á fólk að standa upp og berjast...

Baugsmálið 2008 - alveg bráðmerkilegt fyrirbæri

Það er rétt og eðlilegt að ákæra aðila sem taldir hafa gerst brotlegir við lög. Afar vafasamt verður samt að teljast að ákæra þá 10 árum síðar - eða 6 árum frá því að rannsókn á tilteknu atviki hófst. Mér fyndist þetta kannski ekki alger sóun á tíma...

Samstaða fólksins virkar!! - Nýtum þetta okkur til hughreistingar, berjumst áfram gegn spillingu og valdhroka

Mér finnast þetta afar góðar fréttir. Persónulega hef ég ekkert á móti Tryggva Jónssyni, ekki frekar en til dæmis Lalla Johns. En báðir hafa þeir brotið af sér, fengið dóm og þurfa að sæta honum og þeim álitshnekki sem slíku fylgir. Algerlega óháð...

Glæsilegt framtak - en jafnframt góð leið til fjárfestingar

Það er enginn vafi á að þetta verður nýsköpun mikill stuðningur. Það er algerlega nauðsynlegt að bjóða upp á sem flestar slíkar leiðir fyrir sprotafyrirtækin til að geta tengst mögulegum fjárfestum. Þetta mun vafalaust einnig ýta á að sprotafyrirtækin...

Siv segir þennan segja þetta og hinn segja hitt - en hvað segir Siv??

Merkilegt að eyða tíma sínum í ræðustól í að hafa bara eftir öðru fólki um aðra flokka. Ég hefði einmitt haldið að Siv Friðleifsdóttir sæi þarna tækifæri fyrir stjórnarslitum, en hefði ekki áhyggjur af þeim. Verandi í stjórnarandstöðu, í "hinu" liðinu,...

Hvetjum Forseta Lýðveldisins til þess að verja það nú á örlagastundu!

Það hefur gengið í dag á bloggi að virðist sá mikli misskilningur að Ólafur Ragnar Grímsson hafi hafnað fjölmiðlafrumvarpinu. Það er alls ekki rétt, Ólafur Ragnar Grímsson mat það svo á þeim tíma að það væri það stór hluti þjóðarinnar að virtist í...

Nú ríður á að Íslendingar losi sig við Bjart í Sumarhúsum heilkennið og skapi með þjóðinni samstöðu

Það er svo merkilegt þetta hugarfar Íslendinga almennt að geta aldrei nokkurn tímann almennilega unnið saman eða stutt annarra manna hugmyndir. Hér situr við völd ríkisstjórn sem er með sögulegan meirihluta þingmanna og á samt í vandræðum með að vinna...

Nú höfðum við mál gegn oki gamla heimsveldisins

Verulega ánægjulegt að mínu mati og þá sérstaklega að að frumvarpinu komi þingmenn úr stjórnarandstöðu einnig. Við eigum ekki að sætta okkur við svona framkomu án þess að láta á það reyna hvort lagalegur skilningur sé fyrir því að við höfum verið beitt...

Tryggvi Jónsson segir fólk heimta blóð

Ég er alls ekki á því að það sé það sem að fólk hefur við þessa ráðningu að athuga, að fólk vilji bara sjá blóð Tryggva renna. Málið snýst allt um trúverðugleika nú þegar að við höfum almennt misst trúnna á öllum ráðamönnum þjóðarinnar og vinagerningum...

Frábært að sjá að menn eru opnir fyrir fleiri hugmyndum en bara áli

Við eigum mikla óbeislaða orku íslendingar, það er ljóst. Að sama skapi er ljóst að nú ríður á að skapa meiri fjölbreyttni í útflutningstekjum. Í gegnum síðustu öld treystum við á fisk sem reyndist okkur afar mikilvæg lyftistöng til þess að ná að þróast...

Barack Obama - Yes we can!

Þarna sýnir Obama strax í upphafi hversu mikill styrkur er fólginn í því fyrir forseta Bandaríkjanna að vera ekki í skuld við olíu- og orkufélögin í Bandaríkjunum eftir dýra kosningabaráttu. Hingað til hefur almennt verið talið að enginn kæmist alla leið...

Álver eða ekki álver - það er spurningin ....

..... sem nú brennur á ýmsum. Þetta er búið að vera furðulega misvísandi fréttaflutningur í dag. Hagur Hafnfirðinga er að mínu mati mun minni en Húsvíkinga og af tvennu illu myndi ég mun frekar vilja sjá stóriðju rísa fyrir norðan. Það eru augljóslega...

Kjánaleg umræða strax í gang - umhverfisráðherra kennt um áhrif af gríðarlegri lækkun álverðs í heiminum

Nú stíga fram vitringarnir sem berjast hvað ötulast fyrir álveri á Bakka, mest megnis Húsvíkingar og fólk úr Sjálfstæðisflokknum, sem virðist vera farinn að ganga undir nafninu Sjálftökuflokkurinn þessa dagana. Þetta fólk heldur því nú fram að þessi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband