Það eru ekki bara lykilstjórnendur Kaupþing banka sem lifa í óvissu
21.12.2008 | 00:18
Jú jú, við getum vissulega fundið til með mörgum stjórnandanum þar sem og annarsstaðar. Upp til hópa efalaust gott fólk og vont að lifa við fjárhagslega óvissu. En það er ljóst að líklega um 90% þjóðarinnar býr við þá óvissu í dag.
Það ríður því á með þetta mál og öll önnur svipuð mál að leysa þau sem hraðast með heilbrigt siðferði að leiðarljósi. Samningar skulu standa svo lengi sem að þeir brjóta ekki gróflega á rétti þriðja aðila. Það stenst ekki lög að gera með sér samning um að arðræna hluthafa bankans til dæmis og sparifjáreigendur. Það getur ekki verið.
Það þarf því að leysa þetta mál hratt og örugglega með það að leiðarljósi að samningsaðilar skulu vera ábyrgir gjörða sinna.
Svo fá voru þau orð.....
![]() |
Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar góð byrjun - göngum alla leið og gerum samninga um samnýtingu húsnæðis sendiráða norðurlandanna
20.12.2008 | 23:27
Það er beinlínis kjánalegt birtingarform óraðsíunnar sem verið hefur í gangi að sjá lista yfir öll þessi rándýru sendiráð sem Íslendingar eiga orðið um víða veröld. Á flestum stöðum á dýrasta eða afar dýrum stöðum, gríðarleg sýndarmennska smáríkis í birtingu.
Nú er mál að selja þessi rándýru hús og nýta fjármagnið til uppbyggingar hér heima. Ég efast ekki um að vinir okkar á norðurlöndunum muni verða okkur innan handar með að leigja okkur aðstöðu innan sinna sendiráða. Það er yfirdrifið nóg að vera með góða skrifstofu aðstöðu og samnýta fundaraðstöðu með öðrum.
Lærum núna að fara með peninga - sníðum okkur stakk eftir vexti.
![]() |
Sendaherrabústaðir verði seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Róbert Melax þarf engu að síður að fylgja lögum eins og við hin
20.12.2008 | 17:29
Liggi málið svona fyrir er mér erfitt að skilja hvers vegna ekki var einfaldlega haldinn löglegur hluthafafundur og málið afgreitt þar. Hvers vegna þurfti að koma til fölsuð heimild um nýja stjórnarmenn? Hvers vegna þurfti KPMG að svindla og draga ríkisskattstjóra niður með sér?
Viðskiptahugmyndin var ekki að ganga upp segir Róbert hérna. Gott og vel, hvers vegna þá ekki að slíta bara félaginu og taka með löglegum hætti til baka eigur sínar í því?
![]() |
Yfirlýsing frá Róberti Melax vegna FS-13 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Handvömm hjá ríkisskattstjóra endar í einkamáli
20.12.2008 | 13:32
Þjóðin er byrjuð að sjá að sér - heyri frá fólki á hverjum degi sem ætlar sér að reyna að komast hjá því eins og hægt er að versla við þetta fólk
20.12.2008 | 00:04
Algerlega óskiljanleg yfirlýsing um fjárlög frá forsætisráðherra
19.12.2008 | 23:17
Svo deyr siðferði hjá kaupmönnum sem ráðamönnum - gleðileg jólahjöf til handa almenningi
19.12.2008 | 22:50
Prófin búin - pólitíkin tekur völdin
19.12.2008 | 11:46
Baugsmálið 2008 - alveg bráðmerkilegt fyrirbæri
18.12.2008 | 23:20
Samstaða fólksins virkar!! - Nýtum þetta okkur til hughreistingar, berjumst áfram gegn spillingu og valdhroka
18.12.2008 | 13:51
Glæsilegt framtak - en jafnframt góð leið til fjárfestingar
18.12.2008 | 09:30
Siv segir þennan segja þetta og hinn segja hitt - en hvað segir Siv??
18.12.2008 | 08:23
Hvetjum Forseta Lýðveldisins til þess að verja það nú á örlagastundu!
17.12.2008 | 20:14
Nú ríður á að Íslendingar losi sig við Bjart í Sumarhúsum heilkennið og skapi með þjóðinni samstöðu
17.12.2008 | 16:23
Nú höfðum við mál gegn oki gamla heimsveldisins
16.12.2008 | 20:34
Tryggvi Jónsson segir fólk heimta blóð
16.12.2008 | 13:29
Frábært að sjá að menn eru opnir fyrir fleiri hugmyndum en bara áli
16.12.2008 | 08:50
Barack Obama - Yes we can!
16.12.2008 | 02:45
Álver eða ekki álver - það er spurningin ....
15.12.2008 | 19:48
Kjánaleg umræða strax í gang - umhverfisráðherra kennt um áhrif af gríðarlegri lækkun álverðs í heiminum
15.12.2008 | 08:46