Tryggvi Jónsson segir fólk heimta blóð

Ég er alls ekki á því að það sé það sem að fólk hefur við þessa ráðningu að athuga, að fólk vilji bara sjá blóð Tryggva renna.

Málið snýst allt um trúverðugleika nú þegar að við höfum almennt misst trúnna á öllum ráðamönnum þjóðarinnar og vinagerningum þeirra í gegnum tíðina. Málið snýst um að vilja sjá nýja hugsun, nýja sýn og nýja tíma í íslenskri stjórnsýslu.

Tryggvi Jónsson er eflaust ágætis kall eins og amma myndi segja, en er ekki samt eðlilegt að ráða ekki fólk til starfa sem yfirmenn í ríkisbönkum sem er enn að sitja af sér fangelsisdóm?

Skilorð Tryggva er rétt nýbyrjað, væri ekki eðlilegt að bíða að minnsta kosti þangað til að hann hefur tekið út sína refsingu áður en hann er verðlaunaður með þægilegu starfi hjá ríkinu?


mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég er enn að þýða svona yfirlýsingar og hér getur þú séð hvernig ber að skylja þessa...

http://savar.blog.is/blog/savar/entry/747037

PS: Vantar þig glósur?

Sævar Finnbogason, 17.12.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Málflutningur Tryggva bara ekki trúverðugur. Hann hefur setið í stjórnum félaga sem hafa að því er best verður séð annað hvort verið meðeigendur í fyrirtækjum sem Baugur kemur að smb. Leonard eða hreinlega verið stofnuð af Baugi eða FLGoup. Það vill líka þanni til að iðulega eru kunnuleg andlit í þessum stjórnum sem Tryggvi situr í s.s Hannes Smárason sem virðist vera í mörgum stjórnum með Tyggva.

Tryggvi Jónsson er eins og fram hefur komið mjög ónákvæmur í vörn sinni og segir meðal annars 

„ Þá segist Tryggvi aðspurður ekki hafa komið að neinni útrás fyrir utan eina. „Ég aðstoðaði Garðar Thór Cortes, ásamt Einari Bárðarsyni, við að koma sér á framfæri erlendis. Það er eina útrásartengingin sem ég hef,“ segir hann. „Garðar er frábær listamaður sem ég vona og trúi að eigi eftir að ná langt.“ “

Það er erfitt að átta sig á þessu en ætli hann hafi unnið að þessu útrásarverkefni gegnum félagið Tónvís hf ?

Tónvís ehf

  • Stofnendur
    • FL GROUP hf
  • Stjórn
    • Hannes Þór Smárason
    • Tryggvi Jónsson
    • Þorsteinn M. Jónsson
  • Endurskoðandi
    • KPMG Endurskoðun hf
  • Tilgangur
    • Tilgangur félagsins er fjárfesting í tónlistariðnaði, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur.

  • Dagsetning samþykkta
    • 7. september 2006
  • Hlutafé
    • 120.000.000 ISK



      Upplýsingar um tónvís fengnar af síðu Silfurs Egils
    • Sjá nánar um stjórnar setur Tryggva hér http://lthg.synthasite.com/tryggi-jnsson.php
      Tengil fenginn að láni af silfuregils.is

Sævar Finnbogason, 17.12.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband