Það eru ekki bara lykilstjórnendur Kaupþing banka sem lifa í óvissu

Jú jú, við getum vissulega fundið til með mörgum stjórnandanum þar sem og annarsstaðar. Upp til hópa efalaust gott fólk og vont að lifa við fjárhagslega óvissu. En það er ljóst að líklega um 90% þjóðarinnar býr við þá óvissu í dag.

Það ríður því á með þetta mál og öll önnur svipuð mál að leysa þau sem hraðast með heilbrigt siðferði að leiðarljósi. Samningar skulu standa svo lengi sem að þeir brjóta ekki gróflega á rétti þriðja aðila. Það stenst ekki lög að gera með sér samning um að arðræna hluthafa bankans til dæmis og sparifjáreigendur. Það getur ekki verið.

Það þarf því að leysa þetta mál hratt og örugglega með það að leiðarljósi að samningsaðilar skulu vera ábyrgir gjörða sinna.

Svo fá voru þau orð.....


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband