Þjóðin er byrjuð að sjá að sér - heyri frá fólki á hverjum degi sem ætlar sér að reyna að komast hjá því eins og hægt er að versla við þetta fólk

Nú er það í okkar höndum að styðja ekki við þennan verslunarmáta Bónusfeðga og vina þeirra áfram.

Bónus verslanirnar eru í eigu Haga, Hagar eru skráðir eigendur að minnsta kosti þessara fyrirtækja:

Hagkaup
Bónus
Bananar
Hýsing
Aðföng
Ferskar kjötvörur
10-11
Debenhams
Karen Millen
All Saints
Warehouse
TopShop
Zara
Oasis
Dorothy Perkins
Coast
Evans
Útilíf
Jane Norman
Day

Svo áttu þeir félagar líka þegar ég síðast vissi bensínstöðvarnar Orkan og gott ef ekki Skeljung líka.

Geturðu bætt við þennan lista lesandi góður?


mbl.is Kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mamma

Ekki ætla ég að hætta að versla í Bónus! 

Held það væri nær að eyða kröftum sínum í að beina mótmælum að ríkistjórninni og þeim sem kusu að horfa í aðra átt þrátt fyrir að þeir vissu hvað var að gerast hinum megin. 

Mamma, 20.12.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Blaðurskjóðan

það sem sló mig var (er) að glitnir var (er15%) hluturinn nánast sameign BYKO & Bónus svo ef sú klíka er ekki nothæf eru fáar búðir eftir í RVK en á Akranesi hefur Bónus hækkað allt svo Einarsbóð er hagstæðasta búðin

Blaðurskjóðan, 20.12.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

#%$# verslaði í Debenhams í gær vissi ekki að það væri Baugur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Held að það sé einfaldara og fljótlegra að telja upp fyrirtækin sem þeir eiga ekki eða ekkert í ......

Rúnar Haukur Ingimarsson, 20.12.2008 kl. 08:09

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ef listinn ætti að vera allur þá myndirðu lítið gera á skerinu Baddi minn

Ómar Ingi, 20.12.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég held að fólk í dag verslar bara þar sem er hagkvæmast hverju sinni. Skiptir ekki máli hver á viðkomandi fyrirtæki eða ekki. Ef góð tilboð eru í verslun xxx þá er farið þangað og svo ef yyy er með gott tilboð næst þá er farið þangað. Budda fólks er það sem ræður. Þannig er það hjá mér. Reyndar forðast ég Hagkaup en það er af því að sú verslun er orðin ein sú dýrasta í bænum. Vinnufélagar mínir sem fóru þar í síðustu viku segja CD diska og DVD diska 2-300 krónum dýrari þar en hjá Skífunni. Matvara er eins sú dýrasta í bænum ásamt Nóatúni og fatnaður er ekki lengur ódýr. Þar spilar inn í líka staða krónunnar. En fyrst og fremst er það buddan sem ræður!

Sigurlaug B. Gröndal, 20.12.2008 kl. 10:11

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sigurlaug, ég skil vel að fólk verði að velja hvernig það ver krónunum sínum. Ég og mínir þurfum líka virkilega að horfa í hverja krónu.

En fyrir mig að versla áfram við mennina sem eiga svo stóran þátt í algeru arðráni þjóðarinnar er svipuð tilfinning og að fara alltaf aftur heim til ofbeldismannsins, sama hvað hann beitir þig ofbeldi ítrekað.

Ég bara get ekki boðið mér eða mínum upp á það lengur. Þetta er einfaldlega sjálfsvörn.

Ómar, og hvað?  Eigum við þá bara að gefast upp? Þá er nú lítið varið í að búa á skerinu yfirhöfuð. Ég vil endurheimta sjálfstæði okkar, meðal annars sjálfstæði okkar frá slíkri misnotkun.

Baldvin Jónsson, 20.12.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það er einmitt þessi sjálfhverfi hugsunarháttur fólks "ég versla bara þar sem er ódýrast" sem hefur gert þessum Grísa-feðgum kleift að sukka og svína með fjármuni sem þeir hinir sömu lögðu fram í formi viðskipta við þessa krimma-búllu.

Kommon!

... þetta er fyrir lögnu orðið hætt að vera ódýrt!

Þið verðið að fara að gera ykkur grein fyrir þessari staðreynd - og sem fyrst!

Það á einfaldlega að þjóðnýta þessar Grísa-búllur og það sem fyrst. Það var hægt með bankana, því ekki þessar búllur.

... hvar í andskotanum er Jón Gerald?

Ætlaði hann ekki að koma með lágvöruverslun. Ég mun allavega versla við þann mann.

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 20.12.2008 kl. 12:45

9 identicon

Ég versla svosem ekki í Bónus því þangað eru minnst 170 km en mér finnst að baráttan gegn ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu og stjórnvaldsSPILLINGARLIÐINU hafi nú allan forgang.     Bónus var e.t.v. ekki með lægsta verð í heimi, en lægsta verð hér og þeir fylgdu í stórum dráttum þeim lögum og reglum sem giltu en sem voru aldeilis ónógar.    Að versla ekki í Bónus til að mótmæla en sitja svo heima og mæta ekki í mótmælaaðgerðir gegn spillingarliðinu sem við kusum og treystum er bara skinhelgi!     Að skrifa ekki undir á kjósa.is e.t.v. vegna þess að gefa þarf upp nafn og kennitölu er sami vesaldómur og skinhelgi.  Að þora ekki að gangast við eigin orðum og skoðunum eða skrifa róg, lygar og fals eins og Hildur Lillendahl skrifar um Arnþrúði á Útvarpi Sögu í gær er sama vesalmennskan!    

Byrjum á aðalatriðinu, að koma stjórnvalds-spillingarliðinu frá, Bónus og fleiri geta sjálfsagt verið þar með en langt frá aðalatriði og seinunnið vígi!

Ragnar Eiríksson 

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 13:13

10 Smámynd: Gísli Hjálmar

... biðst forláts á málfarsvillum í síðasta kommenti mínu.

Gísli Hjálmar , 20.12.2008 kl. 13:15

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er sammála þér með það Ragnar að hér þarf að forgangsraða. Ég er að berjast fyrir kosningum, ég er að berjast fyrir því að ríkisstjórnin axli ábyrgð og stígi frá.

En á meðan að baráttan fer fram, kaupi ég til heimilisins nánast daglega. Ég kýs að taka ábyrgð á þeirri gjörð strax. Það er ekkert mál að gera það á sama tíma og stærstu baráttumálin fá áfram mestan okkar tíma.

Baldvin Jónsson, 20.12.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband