Prófin búin - pólitíkin tekur völdin

Jæja, þá er þessari önninni lokið - var að ljúka síðasta prófinu þetta árið Cool

Nú er það bara vinnan og pólitíkin fram yfir áramót. Vil vara ykkur við sem ég kalla vini mína og félaga, nú mun ég byrja að hringja og herja á fólk að standa upp og berjast fyrir breyttum tímum og heilsu þjóðarinnar, bæði fjárhagslegri og líkamlegri.

Hættum að kvarta bara - stöndum upp og tökum málin í okkar eigin hendur.

Hvernig? Jú, við byggum upp sterkt stjórnmálaafl, bjóðum fram og breytum svo því sem þarf að breyta.

Bjartsýni? Já, mögulega. En ef einhvern tímann var þörf á henni og fólki sem er tilbúið til að leggja sitt af mörkum, þá er það núna.

Ertu með?  Ég er með baddiblue@gmail.com ef þú vilt ólm/ur og ég er ekki búinn að hringja í þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með próflok Baldvin.  Og algjörlega sammála viðhorfi þínu til ástandsins.  Vona að fólk nái að kveikja á einhverri bjartsýni til að geta tekið á málunum, og mikið rétt, það hefst líklegast á því að hætta að kvarta og nöldra.  Það gerist ekkert á meðan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ertu ennþá að prófa þig í skóla Baddi minn?

Gott hjá þér og til hamingju með próflokin

Ómar Ingi, 19.12.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvað ertu að pæla með stofnun nýs stjórnmálaafls? Ertu að tala um eitthvað annað en Íslandshreyfinguna? Ertu komin með eitthvað fleira fólk og stefnu? Ég er forvitinn!

Þór Jóhannesson, 19.12.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tala hérna um að byggja upp stjórnmálaafl Þór. Íslandshreyfingin er enn ungabarn og mikið verk framundan við að skapa þar kraftmikla lýðræðislega hreyfingu, en nú er aldeilis tækifærið ef einhvern tímann var sá tími.

Baldvin Jónsson, 19.12.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvað með Uppbyggingar- og afhjúpunarflokkinn? Sem hefur þá stefnuskrá að flett sé ofan af spillingunni sem þrifist hefur í ALLRI íslenskri pólitík og einbeita sér að uppbyggingu landsins eftir efnahagslegt-, banka-, andlegt-, siðferðislegt- og pólitískt hrun þjóðarinnar?

Þór Jóhannesson, 19.12.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þór, ég ætla að safna fólki saman fljótlega til umræðna. Læt þig vita um stað og stund.

Baldvin Jónsson, 19.12.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Endilega

Þór Jóhannesson, 20.12.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband