Svo deyr siðferði hjá kaupmönnum sem ráðamönnum - gleðileg jólahjöf til handa almenningi

Þetta kemur enn einu sinni inn á þá staðreynd að flest trúum við því í hjarta okkar að við séum gott fólk. Geir Haarde trúir því raunverulega að hann sé manna hæfastur til þess að leiða okkur út úr ógöngunum sem að hann henti okkur með valdníðslu inn í.

Jóhannes Jónsson trúir því að hann sé góður maður og að verið sé að koma fram við hann af ósanngirni af því að einu sinni skapaði hann betri kjör fyrir neytendur, og þessu trúir hann þrátt fyrir að vera búinn ásamt sínu fólki að arðræna okkur árum saman í krafti fákeppni. Kaup þeirra á 10-11 voru dulin snilldarleikur fyrir þeirra hagnað. Með því að eiga 10-11 gátu þeir hækkað verðið í allri keðjunni og samt litið út fyrir að vera "ódýrir" ennþá í Bónus. Þeir hækkuðu verð í 10-11 og gátu með því hækkað verð í Hagkaup en voru samt ennþá "ódýrir" við hliðina á 10-11. Svo á sama máta með Hagkaup, með því að þeir gátu hækkað verðið þar, gátu þeir einnig hækkað verðið í Bónus og virkað áfram ódýrastir þar.

Nei, veistu Jóhannes - þetta er fyrir þjóðina afar gleðileg jólagjöf. Afar gleðileg.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband