Kjánaleg umræða strax í gang - umhverfisráðherra kennt um áhrif af gríðarlegri lækkun álverðs í heiminum

Nú stíga fram vitringarnir sem berjast hvað ötulast fyrir álveri á Bakka, mest megnis Húsvíkingar og fólk úr Sjálfstæðisflokknum, sem virðist vera farinn að ganga undir nafninu Sjálftökuflokkurinn þessa dagana.

Þetta fólk heldur því nú fram að þessi ákvörðun Rio Tinto sé umhverfisráðherra að kenna vegna þess að hún kaus að fylgja lögum um umhverfismat fyrir framkvæmdina á Bakka. Mikið væri ég nú glaður ef stjórnsýslan okkar almennt kysi að fylgja lögum og láta fremur lögin en vini og vandamenn alltaf njóta vafans. Trúir þú því að fyrirtæki sem er tugfalt stærra en VLF Íslands taki ákvarðanir sínar út frá ákvörðunum einhvers ráðherra, ákvarðanar sem einungis seinkaði málinu um nokkra mánuði?

Þetta er einfaldlega rangt.

Það er rétt að einhverjar tekjur hefðu skapast nú þégar af vinnunni við rannsóknir fyrir norðan og hefði sveitarfélagið þar því mögulega notið einhvers góðs af þeim tekjum, en Rio Tinto hefði engu að síður alltaf dregið sig út úr framkvæmdinni á þessum tímapunkti, óháð því hverju hefði verið búið að kosta til.

Rio Tinto er að tapa stórfé á þessu ári vegna gríðarlegrar lækkunar á álverði það sem af er ári og vegna alþjóðlegrar fjármálakrísu er fjármagn til framkvæmda alls staðar í heiminum afar dýrt þessa dagana.

Finndist þér í alvöru spennandi núna að vera með hátt í 90% af allri virkjanlegri orku landsins skipulagða til nýtingar í áli? Núna þegar álverð hefur hrapað á árinu hafa tekjur þjóðarinnar lækkað gríðarlega af því.

Umhverfisráðherra barðist ekki gegn álveri, umhverfisráðherra fylgdi gildandi lögum og var úthrópuð fyrir. Væri nú munur ef stjórnsýslan almennt tæki sig á í þessum efnum, en léti ekki vini og vandamenn ganga fyrir.

Staðreyndin hins vegar er sú að þessi ákvörðun Rio Tinto hefur nákvæmlega ekkert með ákvörðun ráðherra að gera. Þessi ákvörðun Rio Tinto snýst um það og það eingöngu að álverð í heiminum hefur lækkað um hátt í 60% það sem af er þessu ári og fjármagn til framkvæmda er nánast ófáanlegt í heiminum í dag, eða að minnsta kosti gríðarlega dýrt.

Þeir munu liggja aftur á þröskuldinum hjá okkur um leið og álverð nær aftur nýjum hæðum, vittu til. Það vona ég að Guð gefi að við verðum þá búin að láta okkur detta eitthvað nýtt í hug til þess að nýta orkuna í. Algert hugmyndaleysi okkar allra er það sem mér finnst sorglegast í ferlinu.

Það verða engar stórframkvæmdir á Íslandi á næstunni.
Eftir sem að ég hef heyrt innan úr verkfræðigeiranum virðist vera útséð með að Orkuveitan eða Landsvirkjun fái nokkurs staðar fjármögnun á næstu misserum.

Innan verkfræðigeirans er reyndar stærsti óttinn núna sú raunverulega hætta sem er á því að Landsvirkjun verði komin í erlenda eigu skuldunauta sinna á næsta ári. Landsvirkjun þar endurfjármögnun lána sinna í febrúar skilst mér, lítur ekki vel út með að sú endurfjármögnun takist.

Já, nú hefði verið gott að vera búin að dreifa eggjunum í fleiri körfur. Ég tek undir með "þessu fólki" sem nú er úthrópað ásamt umhverfisráðherra fyrir baráttu sína fyrir aukinni nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulífi í samfélaginu. Mikið væri nú dásamlegt ef að fleiri hefðu tekið undir með þeim og sett kraft í nýsköpun í stað þess að setja alla krafta í að berjast fyrir fleiri álverum.

Það vona ég að Guð gefi að við fáum einhverjar nýjar hugmyndir á árinu til nýsköpunar og uppbyggingar. Við höfum hingað til verið að sækja þær að virðist 30-40 ár aftur í tímann til austur Evrópu. Núna þegar ekki liggur á lausu fjármagn til stórframkvæmda þarf að styðja við "litlu" verkefnin. Verkefnin sem að jafnaði skila þó miðað við veltu flestum störfum og gjarnan mestum tekjum í þjóðarbúið.


mbl.is Hætt við stækkun í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Væri ekki eðlilegra að segja að Rio Tinto sé að hagnast minna og nánast ekki að hagnast en undanfarin ár í góðæri alheimsins, að segja að þeir séu að tapa miklu hmmm....   ekki svo viss.

Og ef þeir eru að tapa þá er það nýtilkomið því að álverð var í hæstu hæðum fyrir 12 mánuðum. 

Ég finn ekkert til með álhausum sem þeim, og nánast gleður mig að þessu sé frestað því ef á annað borð allt fer í kalda kol á þeim markaði þá sitjum við ekki uppi með draugaálver hér og þar um landið.

Gunnar Björn Björnsson, 15.12.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

"His masters voice" er kjáni sem veit ekki hvaða fyrirtæki standa að framkvæmdum í Bakka og í Straumsvík. Hann veit ekki einu sinni hverjir standa að rannsóknum á háhitasvæðum Norðurlands. Því verður allt hans innlegg kjánalegt og ekki trausts vert.

Þið megið gráta að Rio Tinto eða einhverjir álrisar séu að tapa stórfé út í heimi. Það sem að okkur snýr er að ráðherrar hafa með gjörðum sínum tafið atvinnuuppbyggingu sem leit mjög vel út. Það sorglegasta í ferlinu er að það er ekkert "eitthvað annað" sem mun koma í staðinn. Sá belgingur er óþarfur.  "Sólariðnaður", "sólarorkuiðnaður". Lesið ykkur til!

Sigurjón Benediktsson, 15.12.2008 kl. 09:08

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gunnar Björn, álverð hefur lækkað um rétt um 50% frá því í júlí á þessu ári. Það er erfitt að kalla það nokkuð annað en tap.  Sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/04/alid_fallid_ur_3_300_dollurum_i_1_642/

Minni hagnaður er alltaf tap hluthafanna. Hluthafarnir taka ákvarðanir um stórframkvæmdir án vafa.

Varðandi framkvæmdir á Bakka, þá var innlegg mitt þar um framkvæmdir við undirbúning tilraun til að gæta jafnræðis í umræðunni. Tekjur af framkvæmdum við undirbúning eru jú einu tekjur sem sveitarfélagið hefði mögulega fengið í málinu.

Baldvin Jónsson, 15.12.2008 kl. 09:22

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Þú veist nú enn minna um þetta en ég hélt!

Sigurjón Benediktsson, 15.12.2008 kl. 09:41

5 identicon

Til Sigurjóns Benediktssonar:

Ég og aðrir landsmenn eru guðslifandifegnir að ,,atvinnuuppbyggingin sem leit mjög vel út" fór ekki af stað. Nóg er um draugahús og -hallir eftir þennan skelfilega frjálshyggjutíma sem reið yfir landið að ekki bætist við drauga-álverksmiðjur. Möguleikar standa enn opnir með orkuna: Er það enn þá talin heimska að vilja rækta íslenskt grænmeti, nú á tímum loftslagsbreytinga, eða á enn þá að flytja það þúsundir kílómetra úr fjarlægum álfum?

Svo annað því mér er málið skylt: Ég hef margoft notið útsýnisins af höfðanum fyrir ofan Húsavík sitjandi í ylnum í gamla ostakarinu. Allt það fyrirkomulag á baðstaðnum er fyndið, dálítið fallegt, en minnir óneitanlega á gamla Sovét því allt er svo frumstætt. Er ekki hægt að gera eitthvað við þetta frábæra vatn sem að ég held hefur engu síðri lækningamátt en vatnið í Bláalóninu. Ég hef ekki kynnt mér þetta nánar, en var Björk og félagar ekki með einhverja hugmyndavinnu í þessa átt?

Bestu kveðjur,

Ásdís

Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:57

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

einu sinni vorum við með öll okkar egg í einni körfu. á undanförnum árum höfum við hafa bæst við tvær körfur. Álið og fjármálageirinn. Fjármálageirinn reyndist illa fléttaður úr lélegum hálm. núna hafa margir viljað að nær öll egginn yrðu sett í ál körfuna.

1 atvinnugrein á ekki að hafa ægivald. við þurfum mun meiri fjölbreytni. hættum að bræða álið og förum að vinna eitthvað úr því. reisum rafskauts smiðju í stað þess að senda öll gömlu rafskautinn til Noregs og kaupa þaðan ný. 

byggjum eitthvað sem vinnur úr álinu. flutningur á álinu innanlands til frekari vinnslu er mun hagkvæmari heldur en að senda það út og vinna þar. auk þess mun frekari vinnsla á frumvöru auka verðmæta sköpun gríðarlega.

Fannar frá Rifi, 15.12.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Baldvin smá leiðrétting " EF ÉG GRÆÐI MINNA Í ÁR ER ÉG AÐ TAPA" NEI HAGNAÐUR DREGST SAMAN OG FRAMLEGÐIN VERÐUR MINNI:   Skulum hafa eitt á hreinu í þessu ef hagnaður dregst saman er það minni hagnaður ekki tap, hvorki fyrir hluthafa né aðra "væntingar um hagnað sem skila sér ekki er heldur ekki tap, nema hreinlega sé tap á rekstri eftir skatta og þetta verður þú að vita.

Ef ég ræki fyrirtækið mitt með 1 kr hagnað á ári er það hagnaður ef hinsvegar -1 kr er það tap hvort sem ég hafði 1000 kr í hagnað í fyrra eða hitti fyrra. 

Tap hluthafa er því ekkert en væntingar um hagnað minni !!!    

Gunnar Björn Björnsson, 15.12.2008 kl. 13:30

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er mikið til sammála þér Fannar. Ég myndi vilja sjá uppbyggingu á frekari vinnslu áls úr því sem komið er. Við erum nú þegar að flytja allt þetta magn báxíts hingað, erum nú þegar að menga þetta mikið. Af hverju ekki að bæta örlítið í nýtingu orku í þá áttina og margfalda útflutnignstekjurnar af iðnaðinum? Það liggur í augum uppi að þangað á að stefna.

En að sjálfsögðu á líka að stefna á fjölgun eggja í körfunni.

Gunni   Er reyndar nemi og búinn að vera að læra t.d. hagfræði. Þekki þetta ágætlega og skil hvað þú ert að fara.  Staðreyndin er hins vegar sú að hluthafarnir geta tapað arðgreiðslum sínum þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki rekið með tapi. Þannig geta þeir tapað persónulega. Fyrirtækið getur verið rekið réttum megin við núllið eða á núllinu miðað við einhverjar forsendur en með því er ekki þar með sagt að verði til afgangur til þess að greiða út arð. Að taka á móti arði í formi reiðufjár er að sjálfsögðu ennþá helsta markmið hluthafa.

Baldvin Jónsson, 15.12.2008 kl. 14:18

9 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Ég skildi þig kútur :o)     og er líka viðskiptafræði menntaður og þetta getur verið spurning líka sem er hvort kom eggið eða hænan fyrst !!! hahahaha Engu að síður ef álver á rétt á sér þá misstu húsvíkingar ekki heilan her eins og suðurnesjamenn og Helguvík myndi ég halda að væri álitlegri kostur en Húsavík, ekki að ég vilji eitthvað sértaklega þrasa um það kæmi sér miklu betur fyrir landsmenn, þ.e.a.s nóg af húsnæði og öll helsta Þjónusta á staðnum, svo ekki kæmi til mikils útlást peninga vegna þess, það er ennþá gríðarlegt magn íbúða laust á vellinum og uppbygging hefur farið fram úr öllu sem heilbrigt skal kalla og væri ekki viturlegra að nýta það sem kæmi best út fyrir alla landsmenn frá hagsmunalegu sjónarmiði. 

Gunnar Björn Björnsson, 15.12.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband