Samstaða fólksins virkar!! - Nýtum þetta okkur til hughreistingar, berjumst áfram gegn spillingu og valdhroka

Mér finnast þetta afar góðar fréttir. Persónulega hef ég ekkert á móti Tryggva Jónssyni, ekki frekar en til dæmis Lalla Johns. En báðir hafa þeir brotið af sér, fengið dóm og þurfa að sæta honum og þeim álitshnekki sem slíku fylgir.

Algerlega óháð persónu Tryggva, er það einfaldlega bara ekki boðlegt á þessum tímum að vera með mann sem er á skilorði fyrir ólögleg athæfi við rekstur fyrirtækis, í þeirri stöðu að hjálpa viðskiptavinum Landsbankans að vefja ofan af flókinni stöðu í þeirra eigin fyrirtækjum.

Þetta er að minnsta kosti annar augljós sigur af mótmælum. Fyrst kom KPMG málið, nú Tryggvi og verður spennandi að sjá hvað tekst að sigra næst.


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já hver ætli að ráði hann næst ?

Ómar Ingi, 18.12.2008 kl. 20:46

2 identicon

Vantar ekki alltaf aðstoðarmenn þingmanna?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Þeir sem unnu það handverk sem kom okkur í vanda hafa eflaust talið að þeir væru að gera eitthvað sem er eðlilegt og gott. Nú þegar við viljum snúa við blaðinu eigum við að reyna að fullvissa okkur að ekki séu sömu vinnubrögðin viðhöfð aftur. Því miður tel ég að Brotthvarf Tryggva skipti þar litlu nema sem upphaf á því sem þarf að koma skal.

Svo getur maður spurt sig þess hvernig þessi kúltúr skapaðist? Hvers vegna gátu menn komist upp með svona vinnubrögð? Af hverju voru ekki sett lög til höfuðs slíkum vinnubrögðum eins og í Bandaríkjunum í kjölfar Enron málsins? Töldu menn að það þyrfti ekki að verjast því að þessi ábótasama iðja smitaði hingað:

Nú þarf fólkið að opna bækur stjónmálaflokkanna um hverjir studdu þá til "góðra" verka.

Skúli Guðbjarnarson, 18.12.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband