Jóhanna hafnar lausnum Framsóknar og VG en minnist ekki á lausnir Borgarahreyfingarinnar
25.3.2009 | 22:48
Merkilegt nokk, ætli Samfylkingin sé þá ekki að vinna í því að taka stefnumál okkar í Borgarahreyfingunni upp fyrir komandi kosningar?
Við höfum bent á þá leið til lausnar að færa vísitölu viðmið húsnæðislána aftur til janúar 2008. Það þýðir í raun nálægt 19% niðurfellingu af höfuðstól skulda landsmanna í húsnæðislánum. Þetta er aðgerð sem kostar ekki nálægt því sem nefnt hefur verið í útreikningum á lausnum annarra og gengur nokkuð jafnt yfir alla.
Margir spyrja sig hvers vegna fólk sem skuldar á að fá aðstoð en ekki hinir sem skulda ekki? Jú, einfaldlega vegna þess að hinir þurfa ekki aðstoð að virðist og ef ekki verður brugðist við hjá þeim sem nauðsynlega þurfa á aðstoðinni að halda, munum við öll hvort eð er þurfa að bera kostnaðinn af fjöldagjaldþrotum á Íslandi.
Þá er nú björgunarleiðin mun betri kostur.
![]() |
Hafnar flatri niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er enn möguleiki á því að spara almenningi á Íslandi að greiða allt að 400 milljarða í Icesave
25.3.2009 | 19:45
Þessi frétt snýst um 444 milljónir sem hefði mögulega verið hægt að spara og er að sjálfsögðu miður að það var ekki gert. Það er þó mun alvarlega að ráðamenn undir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ætlist til þess að almenningur á Íslandi greiði Icesave peningana án þess að fyrir liggi skýr lagalegur úrskurður um að okkur beri raunverulega að greiða þessa peninga.
Ert þú tilbúin/n til þess að greiða nánast allt sem þjóðin þénar næstu 40-60 árin í þrotabú Landsbankans án þess að okkur beri sannanlega að gera það? Ekki ég það er öruggt.
Það verður að láta skera úr um þetta mál fyrir dómstólum einhversstaðar.
Að sama skapi viljum við í Borgarahreyfingunni að málið í heild, bankahrunið og kerfishrunið sem fylgdi, verði rannsakað sem sakamál. Það er búið að hafa okkur að algerum fíflum undir styrkri stjórn ráðamanna og það verður ekki við það unað.
Við eigum heimtingu á réttlæti og skýrri niðurstöðu í málunum. Ef þú þorir að setja X við O munum við taka á þessum málum. http://xo.is
![]() |
Gátu sparað 444 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarahreyfingin mun taka á þessum málum!
25.3.2009 | 01:07
Það er alveg ljóst í okkar huga að þessi mál, hvert og eitt þeirra, verða rannsökuð sem sakamál. Íslenska þjóðin var rænd fyrir fram alþjóð og ráðamenn landsins stóðu bara hjá og gerðu lítið annað en að reyna að breiða yfir vandræðin og rufu þar með samfélagssáttmálann. Við kjósum að veita þeim völd gegn því að þeir vinni fyrir okkur og verji okkar hagsmuni. Það traust okkar hefur verið stórkostlega misnotað og verður að taka aftur til okkar, þjóðarinnar.
Hreinn Loftsson kemur fram í þessari grein og í raun staðfestir með frásögn sinni að sala bankanna hafi á endanum verið pólitískt valdatafl.
Ég kann Hreini bestu þakkir fyrir, það verður afar hjálplegt að hafa þessar upplýsingar við hendina ásamt öllum öðrum sem málinu tengjast, þegar að raunveruleg rannsókn sakamálsins hefst.
X við O er atkvæði með því að fá svör og uppræta spillinguna.
![]() |
Lentu í höndunum á ævintýramönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leikriti Samfylkingarinnar og VG um persónukjör fer nú senn að ljúka - takk fyrir "skemmtunina"
24.3.2009 | 21:17
Hvar eru aðgerðar pakkarnir sem okkur var lofað? Skjaldborgin um heimilin? Einhver?
24.3.2009 | 01:03
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er þetta enn eitt dæmið um lýðræðishallann?
23.3.2009 | 16:26
Ágætar hugleiðingar um aðildarviðræður og svör við þeim frá fulltrúa Borgarahreyfingarinnar
23.3.2009 | 09:00
Ármann - viltu tissjú?
22.3.2009 | 20:24
SPRON farið í gjaldþrot - stefnir allt í einn eða tvo ríkisbanka
22.3.2009 | 10:16
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Og verðlaunin fyrir vel unnin störf?
21.3.2009 | 22:08
Niðurstöður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins - "Fólkið brást, ekki stefnan"
21.3.2009 | 07:40
Þjóðin verður að halda vöku sinni!
20.3.2009 | 23:55
Barátta grasrótarinnar vinnur enn einn sigurinn!! - Koma svo landsmenn - þetta er okkar tími!
20.3.2009 | 18:05
Barátta grasrótarinnar vinnur enn einn sigurinn!! - Koma svo landsmenn - þetta er okkar tími!
20.3.2009 | 18:04
Kæri Vilhjálmur - þú virðist hafa misst af því og ég skelli því hér inn þér til upplýsinga - Það varð hér banka- og kerfishrun!
20.3.2009 | 12:56
Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)
20.3.2009 | 00:37
Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)
19.3.2009 | 21:45
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.3.2009 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing - Hver erum við?
19.3.2009 | 08:11