Jóhanna hafnar lausnum Framsóknar og VG en minnist ekki á lausnir Borgarahreyfingarinnar

Merkilegt nokk, ætli Samfylkingin sé þá ekki að vinna í því að taka stefnumál okkar í Borgarahreyfingunni upp fyrir komandi kosningar?

Við höfum bent á þá leið til lausnar að færa vísitölu viðmið húsnæðislána aftur til janúar 2008. Það þýðir í raun nálægt 19% niðurfellingu af höfuðstól skulda landsmanna í húsnæðislánum. Þetta er aðgerð sem kostar ekki nálægt því sem nefnt hefur verið í útreikningum á lausnum annarra og gengur nokkuð jafnt yfir alla.

Margir spyrja sig hvers vegna fólk sem skuldar á að fá aðstoð en ekki hinir sem skulda ekki? Jú, einfaldlega vegna þess að hinir þurfa ekki aðstoð að virðist og ef ekki verður brugðist við hjá þeim sem nauðsynlega þurfa á aðstoðinni að halda, munum við öll hvort eð er þurfa að bera kostnaðinn af fjöldagjaldþrotum á Íslandi.

Þá er nú björgunarleiðin mun betri kostur.


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er enn möguleiki á því að spara almenningi á Íslandi að greiða allt að 400 milljarða í Icesave

Þessi frétt snýst um 444 milljónir sem hefði mögulega verið hægt að spara og er að sjálfsögðu miður að það var ekki gert. Það er þó mun alvarlega að ráðamenn undir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ætlist til þess að almenningur á Íslandi greiði Icesave peningana án þess að fyrir liggi skýr lagalegur úrskurður um að okkur beri raunverulega að greiða þessa peninga.

Ert þú tilbúin/n til þess að greiða nánast allt sem þjóðin þénar næstu 40-60 árin í þrotabú Landsbankans án þess að okkur beri sannanlega að gera það?  Ekki ég það er öruggt.

Það verður að láta skera úr um þetta mál fyrir dómstólum einhversstaðar.

Að sama skapi viljum við í Borgarahreyfingunni að málið í heild, bankahrunið og kerfishrunið sem fylgdi, verði rannsakað sem sakamál. Það er búið að hafa okkur að algerum fíflum undir styrkri stjórn ráðamanna og það verður ekki við það unað.

Við eigum heimtingu á réttlæti og skýrri niðurstöðu í málunum. Ef þú þorir að setja X við O munum við taka á þessum málum.  http://xo.is


mbl.is Gátu sparað 444 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin mun taka á þessum málum!

Það er alveg ljóst í okkar huga að þessi mál, hvert og eitt þeirra, verða rannsökuð sem sakamál. Íslenska þjóðin var rænd fyrir fram alþjóð og ráðamenn landsins stóðu bara hjá og gerðu lítið annað en að reyna að breiða yfir vandræðin og rufu þar með samfélagssáttmálann. Við kjósum að veita þeim völd gegn því að þeir vinni fyrir okkur og verji okkar hagsmuni. Það traust okkar hefur verið stórkostlega misnotað og verður að taka aftur til okkar, þjóðarinnar.

Hreinn Loftsson kemur fram í þessari grein og í raun staðfestir með frásögn sinni að sala bankanna hafi á endanum verið pólitískt valdatafl.

Ég kann Hreini bestu þakkir fyrir, það verður afar hjálplegt að hafa þessar upplýsingar við hendina ásamt öllum öðrum sem málinu tengjast, þegar að raunveruleg rannsókn sakamálsins hefst.

X við O er atkvæði með því að fá svör og uppræta spillinguna.


mbl.is Lentu í höndunum á ævintýramönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikriti Samfylkingarinnar og VG um persónukjör fer nú senn að ljúka - takk fyrir "skemmtunina"

Þetta er ótrúlega furðulegt mál allt saman. Samfylkingin hefur nú reyndar ítrekað tekið upp mál grasrótar Samfylkingarinnar svona bara rétt til að friða fólk eins og Dofra Hermannsson og umhverfishópinn, en þetta mál gengur enn lengra. Í þessu máli pikka...

Hvar eru aðgerðar pakkarnir sem okkur var lofað? Skjaldborgin um heimilin? Einhver?

Stundum segir mynd bara meira en mörg þúsund orð. Búin að sjá þessa víða á netinu í dag, hún er einfaldlega stórgóð. Samfélagið brennur meðan að öll orkan fer í að henda peningunum okkar allra í botnlausu hítina sem bankarnir virðast vera. Gaman að benda...

Er þetta enn eitt dæmið um lýðræðishallann?

Mbl.is byrjaði í dag með afar góða þætti undir nafninu Zetan sem eru teknir upp í beinni útsendingu og streymt á netinu. Nú ber hins vegar svo við að viðtalið við Steingrím J. er aðgengilegt á netinu en ekki viðtalið við Þór Saari sem ég verð að segja þó...

Þetta er hið besta mál - hvaða erlendu sérfræðingar fá að koma að rannsókninni?

Erum við hér mörgum mánuðum frá þjófnaðinum að fara að horfa á hvítþvotta yfirheyrslur eða megum við treysta því að hér sé verið að rannsaka málin ofan í kjölin? Mér leiðist sjálfum að vera sífellt í þessum vantraust gír en ástandið sem opinberaðist mér...

Ágætar hugleiðingar um aðildarviðræður og svör við þeim frá fulltrúa Borgarahreyfingarinnar

Var að lesa ágætis hugleiðingu um Borgarahreyfinguna og aðildarviðræður hjá Jóni Vali Jenssyni rétt í þessu og langaði að leyfa ykkur að njóta þeirra og svari mínu í athugasemd hjá honum hér inni líka. Mitt svar: Jón Valur, takk fyrir þessa hugleiðingu....

Ármann - viltu tissjú?

Já ég veit, þetta er voða hrokafullt af mér. En er ekki betur heima setið en af stað farið ef tilgangurinn var alltaf bara persónulegt framapot en ekki að vinna að hagsmunum heildarinnar? Ekki það að ég sé sérstakur talsmaður þess að...

SPRON farið í gjaldþrot - stefnir allt í einn eða tvo ríkisbanka

Ánægðustu viðskiptavinirnir voru rétt í þessu að missa bankann sinn. Má telja líklegt að við sem vorum í viðskiptum við SPRON hefðum ekki verið sérlega glöð mikið lengur, eftir að hefði komið í ljós að bankinn hefði ekki til staðar lausafé til að mæta...

Og verðlaunin fyrir vel unnin störf?

Jú, niðurskurður. Sniðugt ha?

Niðurstöður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins - "Fólkið brást, ekki stefnan"

Þetta eru svo sannarlega orð að sönnu og verður forvitnilegt að sjá hvort að Geir H. Haarde, leiðtogi þess sama fólks og hér er vísað til, bera aftur af sér orð Endurreisnarnefndarinnar og kalli þetta bara orð einstakra félagsmanna. Þessi skýrsla...

Þjóðin verður að halda vöku sinni!

Hvað sem verður, verður þjóðin að halda vöku sinni áfram. Ég kann Herði bestu þakkir fyrir kraftmikið starf hans í mómælunum hingað til. Hörður, ég er þess fullviss að þín verður minnst sem þjóðhetju í sögubókum þjóðarinnar. Þú ert búinn að vinna, ásamt...

Barátta grasrótarinnar vinnur enn einn sigurinn!! - Koma svo landsmenn - þetta er okkar tími!

Þetta þykja mér góðar fréttir og enn eitt frábært dæmi um að barátta fólksins skilar árangri. Við erum vöknuð og nú mun hvert vígi spillingar á fætur öðru falla á næstunni. Það eru alveg hreinar línur að stjórn HB Granda hefði aldrei látið undan kröfum...

Barátta grasrótarinnar vinnur enn einn sigurinn!! - Koma svo landsmenn - þetta er okkar tími!

Þetta þykja mér góðar fréttir og enn eitt frábært dæmi um að barátta fólksins skilar árangri. Við erum vöknuð og nú mun hvert vígi spillingar á fætur öðru falla á næstunni. Það eru alveg hreinar línur að stjórn HB Granda hefði aldrei látið undan kröfum...

Kæri Vilhjálmur - þú virðist hafa misst af því og ég skelli því hér inn þér til upplýsinga - Það varð hér banka- og kerfishrun!

Þessi yfirlýsing Vilhjálms er hreinlega sorgleg. Viðbrögð til dæmis Ásl augar Friðriksdóttur (Sophussonar) eru í takt við aðrar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksfólks um svipuð mál. Vilhjálmur segir meðal annars í viðtalinu: Vilhjálmur segir að þegar...

Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)

Það hljómar kannski ekki mikið að mælast með 2,5% fylgi, en við erum afar ánægð með árangurinn og þykir að gangurinn sé afar góður. Við fáum afar litla athygli frá fjölmiðlum og það litla sem til okkar hefur sést hefur verið að okkar frumkvæði og það er...

Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)

Það hljómar kannski ekki mikið að mælast með 2,5% fylgi, en við erum afar ánægð með árangurinn og þykir að gangurinn sé afar góður. Við fáum afar litla athygli frá fjölmiðlum og það litla sem til okkar hefur sést hefur verið að okkar frumkvæði og það er...

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing - Hver erum við?

Las afar góðan pistil Sigurlaugar Ragnarsdóttir, félaga míns í Borgarahreyfingunni á Facebook núna áðan og tek mér það bessaleyfi að birta hér. Flott skrif að mínu mati og skýra vel hver við erum. Hver er Borgarahreyfingin? Yesterday at 7:23am...

Löglegt en siðlaust er lífstíll sem hampað hefur verið á Íslandi allt of lengi

En nú eru sem betur fer breyttir tímar að virðist. Fólk sem ég tala við er meira og meira tilbúið til að horfa í eigin barm og viðurkenna eigin sök. Við erum sífellt að leita að sökudólgum og benda á aðra, núna er kominn tími þar sem við getum sameinast...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband