Hvar eru aðgerðar pakkarnir sem okkur var lofað? Skjaldborgin um heimilin? Einhver?

Stundum segir mynd bara meira en mörg þúsund orð. Búin að sjá þessa víða á netinu í dag, hún er einfaldlega stórgóð.  Samfélagið brennur meðan að öll orkan fer í að henda peningunum okkar allra í botnlausu hítina sem bankarnir virðast vera.

banki 816113 816326.jpg

Gaman að benda á það að Borgarahreyfingin bætir stöðugt við sig í skoðanakönnunum og mældist nú síðast með 4% fylgi á Bylgjunni: http://bylgjan.is/?PageID=1312

Skemmtilegra að vera nýja framboðið sem bætir stöðugt á en að vera svona eins og oftast er að toppa fyrst og vera svo að síga niður stöðugt fram að kosningum.

Ekki óttast, við getum breytt þessu ef við viljum. Fylkjum okkur saman á bakvið Borgarahreyfinguna og keyrum í gegn raunverulegar breytingar til batnaðar.

Ef þú ert ekki viss, hlustaðu þá endilega á frábært viðtal við Þór Saari, einn af okkar helstu frambjóðendum, á mbl.is sjónvarpinu í dag,  sjá hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/thor_saari_i_zetunni


mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ég var einmitt að leyta að þessari mynd Baldvin, sá hana um daginn og hún er sífellt að koma upp í kollinum á mér þegar ég hugsa um ráðstafanir Ríkisstjórnarinnar til að bjarga heimilunum.

Lilja Skaftadóttir, 24.3.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndin er nákvæm lýsing á ástandinu í þjóðfélaginu okkar í dag.  Vonandi verða breytingar eftir kosningarnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Bankarnir skipa æðstan sess í samfélagi okkar. Almenningi á ekki að bjarga. Það er eitt af leyniskilyrðum AGS.

Arinbjörn Kúld, 24.3.2009 kl. 01:38

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég hef lengi verið að blogga um að heimilin eigi ekki þurfa að blæða fyrir aðgerðir bankamanna og fjárglæframannana. Það er svo merkilegt að fylgjast með þessum flokkum tala um skattahækkanir sem muni lenda líka á heimilum landsmanna. Að aðgerðir nýrrar Ríkisstjórnar (hverrar sem hún verður) lendi á fólkinu í landinu sem kom ekki nálægt þessu hruni. Þetta er allt að koma á daginn. Við vitum hverjir eiga að blæða, við almenningur í landinu. Með hærri sköttum og sí-hækkandi matvöruverði.

Arinbjörn? Almenningi á ekki að bjarga? Væri ný Ríkisstjórn rýgbundin þessum leyniskilyrðum AGS? Er hægt að komast að og fara fram á það við Ríkisstjórna að upplýsa almenning nákvæmlega um þennan samning?!

Á bloggsíðu minni um daginnsetti ég annars mynd af Íslandi að brenna og bráðna niður........Ísland Brennur......

Guðni Karl Harðarson, 24.3.2009 kl. 09:35

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

já Guðni, getur maður nokkuð dregið aðrar ályktanir af aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar? Margir hafa beðið um upplýsingar en ekki fengið. Fjármálakerfið er æðst í huga IMF og þeirra markmið er númer eitt og það er að endurreisa það og almenningur kemur svo löngu síðar.

Arinbjörn Kúld, 25.3.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband