Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)

Það hljómar kannski ekki mikið að mælast með 2,5% fylgi, en við erum afar ánægð með árangurinn og þykir að gangurinn sé afar góður. Við fáum afar litla athygli frá fjölmiðlum og það litla sem til okkar hefur sést hefur verið að okkar frumkvæði og það er að mínu mati bara eðlilegt.

Við munum áfram gera það sem við getum til þess að koma okkur á framfæri á allan þann máta sem mögulegur er og krefst ekki mikils fjár. Peningaskortur er nýju framboði að sjálfsögðu ákveðinn þröskuldur en krefur okkur á sama tíma til að koma fram með nýjar hugmyndir og grasrótin okkar er á fullu í þessum töluðu orðum að leggja fram hugmyndir. Allar hugmyndir eru að sjálfsögðu líka vel þegnar.

Við mældumst vikuna 4-11. mars með 0,4% og núna með 2,5% sem er frábært og gríðarlegt stökk. Nú er bara að taka öll höndum saman og auka fylgi okkar um að minnsta kost 2% á viku fram að kosningum Cool

Við vinnum þetta ef við vinnum saman!

Hér má skoða niðurstöður könnunarinnar í Powerpoint: http://www.ruv.is/servlet/file/4018855_Fylgi_19mars_Lokaeintak.ppt?ITEM_ENT_ID=256470&COLLSPEC_ENT_ID=32


mbl.is Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er skemmtilega hresst innlegg Baldvin :) með baráttugleði og bjartsýni í farteskinu sem ævinlega

Sævar Finnbogason, 20.3.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Gangi ykkur vel í ykkar baráttu, það eru miklar líkur á að þið náið inn 1 þingmanni hér í Reykjavík, frábært að eiga möguleika á að kjósa nýjan flokk.  Þið munuð ekki fá neina aðstoð frá íslenskum fjölmiðlum, þið verðið að reyna að "berjast kröftulega fyrir þvi að ríkismiðlarnir gefi ykkur tækifæri á að vera með" - ég vona innilega að ykkur takist að komast þar inn.  Einnig vona ég að þið farið ekki út í mikinn auglýsingakostnað, slíkt er bara ávísun á steypu & útgjöld sem þið ráðið ekki við.  Reynið bara að koma 1-4 ákveðnum skilaboðum á framfæri alstaðar og kynna betur þá fulltrúa ykkar sem eru í framboði.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 20.3.2009 kl. 00:59

3 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Alltaf skemmtilegur prósentureikningurinn og ég tala nú ekki um meðaltölin.

Jón Arvid Tynes, 20.3.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér líst vel á fylgisaukninguna.  Vonandi verða úrslit kosninganna betri en þetta.  Mér finnst að allt of margir hafi horn í síðu Borgarahreyfingarinnar vegna stefnu hennar í ESB málinu.  Ég er til dæmis alfarið á móti ESB en skil samt að við verðum að geta tekið upplýsta afstöðu til ESB. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:13

5 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Till hamingju með þetta, já það er víst alveg á hreinu að það er ekki sama hvort maður er Jón eða Séra jón á Íslandi þegar kemur að fjölmiðlaumfjöllun.  Það þekkja fleiri.  Mér finnst samt skrýtið að Rúv sjáonvarp allra landsmanna taki ekki að sér að hafa hlutlausa umfjöllun um alla flokka og þeirra stefnumál sem enda svo í pallborðsumræðum flokka á milli.

Þetta er yfirleitt gert erlendis og hjálpar fólki að mynda sér sjálfstæða og óháða skoðun....kannski það sé ekki meiningin hérna.

Ásta Hafberg S., 20.3.2009 kl. 07:58

6 identicon

Frábært, þetta gætu orðið prósentin sem koma Sjálfstæðisflokknum aftur til valda!

Valsól (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:12

7 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

þetta er að koma hjá ykkur.

Þið eigið eftir að fá fína kosningu þegar fólk verður orðið meðvitað um að það hafi annan valkost en þá flokka sem fyrir eru.

Ég er búin að vera ræða við fólk sem ég þekki og sýna þeim stefnuskrána ykkar. Fólk vill breytingar það þarf bara þetta extra til að þau stígi síðasta skrefið frá gömlu flokkunum.

Ágúst Guðbjartsson, 20.3.2009 kl. 08:51

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Glæsilegt - mitt atkvæði er lagt af stað til íslands.

Róbert Björnsson, 20.3.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband