Ágætar hugleiðingar um aðildarviðræður og svör við þeim frá fulltrúa Borgarahreyfingarinnar

Var að lesa ágætis hugleiðingu um Borgarahreyfinguna og aðildarviðræður hjá Jóni Vali Jenssyni rétt í þessu og langaði að leyfa ykkur að njóta þeirra og svari mínu í athugasemd hjá honum hér inni líka.

Mitt svar:

Jón Valur, takk fyrir þessa hugleiðingu. Hún er góð og ég mun persónulega hugsa vel margt sem hér kemur fram.

Ég er einn af stofnendum Borgarahreyfingarinnar og er mjög virkur í starfi hennar. Ég er persónulega á móti inngöngu í Evrópusambandið í augnablikinu, en hef jafnframt skipt ítekað um skoðun gagnvart því.

Þessi pistill þinn hefur það með sér til vansa að vera eins og svo gjarnan er með þessa umræðu, í yfirlýsinga stíl. Þetta eru fjölmargar fullyrðingar um mál sem að þér finnst líkleg og ert búinn að ákveða með sjálfum þér og líklega Heimsýn að séu staðreyndir.

Ég hef mestan minn bakgrunn af atvinnu í viðskiptum. Þar eru samningar eitthvað sem að maður þarf stöðugt að vera að skoða og taka afstöðu til. Aldrei nokkurn tímann hef ég samþykkt að taka afstöðu til samnings án þess að hafa fyrst fengið að sjá hvað í honum fælist SVART Á HVÍTU.

Þessi tillaga þín um að til þurfi aukin meirihluta atkvæða þykir mér góð og þó að hún hafi ekki verið endanlega skilgreind hjá okkur í Borgarahreyfingunni, hef ég alltaf skilið þetta mál þannig og talað um það á þeim nótum að mikill meirihluti þyrfti að samþykkja aðild til þess að af henni gæti orðið. Tillaga þín um að einnig þyrfti að minnsta kosti 75% þáttöku í kosningunni finnst mér afar góð og mu beita mér fyrir því að hún verði inni í nánari útfærslu stefnunnar.

Ég geri mér einnig grein fyrir því að það að fara í aðildarviðræður felur í sér að sækja um aðild. Við teljum það afar ólýðræðislegt að a)skoða ekki alla kosti nú þegar að algert kerfishrun hefur orðið hjá okkur og b) að ætla að taka þessa afstöðu fyrir þjóðina án þess að gefa þjóðinni færi á því að fá á málinu góða kynningu.

Takk aftur Jón Valur fyrir áhugann og ást þína á lýðveldinu Ísland. Ég, eins og þú, hef hugsað mér að verja það með kjafti og klóm. Ef það að ganga í Evrópusambandið mun fela í sér afsal æsta valds eins og þú tiltekur hér að ofan og algeran missi yfir stjórnun veiðiheimilda þá treysti ég einfaldlega íslensku þjóðinni til þess að hafna slíkum samningi og það eflaust á afgerandi máta.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband