Er þetta enn eitt dæmið um lýðræðishallann?

Mbl.is byrjaði í dag með afar góða þætti undir nafninu Zetan sem eru teknir upp í beinni útsendingu og streymt á netinu. Nú ber hins vegar svo við að viðtalið við Steingrím J. er aðgengilegt á netinu en ekki viðtalið við Þór Saari sem ég verð að segja þó ég geti varla talist hlutlaus, var alveg hreint frábær í þessu viðtali í dag.

Ég hafði samband við mbl.is og benti á þessi mistök og þeir tjá mér að þetta verði "lagað fljótlega".

Maður er nú farinn að hljóma aðeins eins og Mel Gibson í myndinni Conspiracy Theory, en en einu sinni virðist þetta geta tengst samsæri. Þessar ítrekuðu "óvart" uppákomur eru að minnsta kosti afar mikið að virðist í aðra áttina.

Hvet ykkur til að fylgjast með tenglinum. Þetta viðtal við Þór er afar upplýsandi.


mbl.is Þór Saari í Zetunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Æi, Baddi minn, nú fórst alveg með það !

Farinn að hljóma eins og Ástþór, samsæri, samsæri!.

Hver á annars Moggann ?, áttuði virkilega von á að eitthvað myndi breytast varðandi húsbóndahylli ?

Börkur Hrólfsson, 23.3.2009 kl. 19:15

2 identicon

Frábært viðtal við Þór Saari í Zetunni. Ég neita því ekki að það væri gott að fá hann á þing. En með hverjum ætlar hann að vinna? Nú auðvitað Samfylkingu og VG þannig að það er nauðsynlegt að þeir flokkar fái mörg atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn fá. Um það stendur baráttan, að fækkað kjósendum X-D.

Einar Pétur (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:48

3 identicon

Flott viðtal. Borgarahreyfingin er svo augljóslega kosturinn í þessum kosningum. Þeir sem ekki kjósa XO eru annað hvort himinlifandi með frammistöðu Fjórflokksins og efnahagshrunið eða þjást af Stokkhólms syndróm á háu stigi.

iris (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband