Kæri Vilhjálmur - þú virðist hafa misst af því og ég skelli því hér inn þér til upplýsinga - Það varð hér banka- og kerfishrun!

Þessi yfirlýsing Vilhjálms er hreinlega sorgleg. Viðbrögð til dæmis Áslaugar Friðriksdóttur (Sophussonar) eru í takt við aðrar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksfólks um svipuð mál. 

Vilhjálmur segir meðal annars í viðtalinu:

Vilhjálmur segir að þegar ráðherrann taki svona til orða verði hún líka að svara því hvað hún telji siðlega ávöxtun hjá þeim sem séu að hætta fé í atvinnulífinu. Menn geti valið að leggja peningana frekar í banka. Hann segir ráðherrann sverta fyrirtækið í augum viðskiptavina, starfsfólks og fjárfesta

Eru Samtök avtinnulífsins í alvöru með firrta forystu? Missti forystan þeirra af því að hér varð hrun? Að fjárfestar töpuðu hér gríðarlegum fjárhæðum? Siðleg ávöxtun Vilhjálmur er þegar að fyrirtæki sem RAUNVERULEGA skila hagnaði geta greitt út arð, en þau geta þá væntanlega líka staðið við gerða samninga við starfsfólkið sitt. Vilhjálmur segir þarna líka: 

Hann segir fyrirtæki reyna að halda í starfsfólk sitt og gera eins vel við það og kostur er. Þau þurfi ekki á þeim skilaboðum að halda frá forsætisráðherrra að þau gangi fram með ósiðlegum hætti þegar þau hafi enga samninga brotið og ekki gert neitt af sér annað en að byggja upp sína starfsemi.

Trúir Vilhjálmur því virkilega að starfsfólkið geri sér ekki grein fyrir því hjálparlaust hversu siðlaust þetta er?

HB Grandi var rekið með miklu tapi að virðist á síðasta ári eins og fjöldi íslenskra fyrirtækja. Stór hluti skráðra eigna félagsins er kvóti sem er af einhverjum stórfurðulegum ástæðum enn skráður í bókum félagsins á sama verði og til dæmis 2007. Og það þrátt fyrir að síðan hafi bæði verið skorið niður um 30% í aflaheimildum þorsks OG verð á þorski lækkað gríðarlega.

Eru þetta ekki bara einfaldlega bókhaldssvik sem ber að rannsaka?

Við munum ófeimin ráðast í slíka vinnu fáum við þitt umboð til þess - X við O er réttlætismál. http://xo.is


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það hlítur að teljast siðleg ávöxtun að geta greitt út 13milljarða í arð úr fyrirtæki sem græðir 8milljarða sama ár.annars held ég að enginn gráti þó þessir "fjárfestar"snéru nú dæminu við og færu að leggja fé í banka frekar enn að ræna þá

zappa (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 13:19

2 identicon

Frábært hve fylgi Borgarahreyfingarinnar vex

Í burtu með spillingarpakkið hingað 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 13:21

3 identicon

                             Íslenska þjóðin í álögum kvótans
Í Fréttablaðinu dagana 9. til 12. des. 2004 var fjallað um kvótakerfið undir yfirskriftinni ,,Kvóti í 20 ár.”
Í umfjöllun blaðsins mátti sjá að flestir þeir sem tjáðu sig um málið hafa komið í gegnum tíðina að mótun kvótakerfisins og eiga jafnvel hagmuna að gæta eins og t.d. hæstvirtur forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson sem er nú í forsvari fyrir kvóta sem honum er úthlutað af íslenska ríkinu ár hvert. Hlutdeild hans er mæld í tugum milljóna króna sé verðmatið látið ráða sem útgerðarmenn hafa komið á sín á milli og bankar taka svo gilt eins og hvert annað veð. Kvótinn hækkar svo í verði samkvæmt veð-og lánsþörfinni sem þessir aðilar telja að sé viðunandi til að sýna stöðugleika í reksrinum. Og samhliða því skapast möguleiki á að skammta sér fé út úr greininni og skuldir útgerðarinnar hækka og reksturinn verður sífellt erfiðari. Það orkar tvímælis að sjá sitandi forsætisráðherra í slíkri stöðu og þurfa jafnframt að vera með forræðið yfir nytjastofnum á Íslandsmiðum sem er sameign íslensku þjóðarinar eins og kemur fram í fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða. Undirritaður skrifaði grein í Fréttablaðið 9.des 2004 sem hét ,,Braskið með kvótan heldur áfram.” Þar mátti sjá að þorsktonnið í litla kerfinu var þá á 750.000,- krónur og 1250.000,- krónur í því stóra. Hálfu ári eftir að grein þessi var skrifuð er verðgildi framsals á einu tonni af þorskkvóta nú metið á 1 milljón króna í litla kerfinu en 1.5 milljón króna í því stóra. Úthlutaðar þorskveiðiheimildir á þessu fiskveiðaári eru 209 þúsund tonn og því hægt að sjá að verðgildi þessara veiðiheimilda hafa hækkað á sex mánuðum um rúma 52 milljarða króna. Aðrar veiðiheimildir í öðrum tegundum má áætla að séu til samans annað eins. Þetta hefur sömu virkni eins og peningafalsanir á efnahagslífið enda má sjá að erlendar skuldir eru komnar í 200% af vergri landsframleiðslu. Hér er ef til vill lausnin komin hvers vegna stórar gengisfellingar hafa ekki orðið ennþá síðan þetta kerfi var styrkt með lögum um stjórn fiskveiða nr.38 1990 og útskýrir hvers vegna sjávarútvegurinn hafi ekki þurft á gengisfellingum að halda þetta tímabil þrátt fyrir allt of hátt gengi krónunnar fyrir sjálfbæran rekstur. Hágengisnefnd sjávarútvegsráðherra virðist hafa fengið það verkefni að dreifa athyglinni frá vandanum og styrkja trúverðuleika þessa kerfis til að fá þjóðarsálina til að trúa því að sjávarútvegurinn sé nú hættur að skipta máli og þá væntanlega til að réttlæta það að hleypa erlendum aðilum inn í greinina. Ráðherra þessa málaflokks segir það koma sér á óvart hversu sterkur íslenski sjávarútvegurinn sé í heild sinni eftir að hafa lesið nefndarálitið. Ég fullyrði að þetta á ekki við landvinnsluna því hún fær ekki úthlutaðan kvóta til að búa til fjármagn úr. Tölur Hagstofu Íslands sýna að útflutningsverðmæti sjávarafurða nemur yfir 60% af verðmæti vöruútflutnings landsmanna. Undirritaður óskar eftir að hagfræðingar stígi nú fram á ritvöllinn og útskýri fyrir þjóðinni hvað sé að gerast og hvað sé framundan.


Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 19. maí 2005

9

                             Íslenska þjóðin í álögum kvótans II
  


Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi eru að sligast undan háu gengi krónunnar.

Þegar leið fannst til að framleiða peninga án þess að sækja út á miðin snérist margt í andhverfu sína og milljarðarnir urðu til án þess að innistæða væri fyrir hendi með braski á sértækum úthlutuðum nýtingarétti til útgerða til veiða úr auðlind þjóðarinnar.

Skelfilegt er að undirstaða velferðar heillar þjóðar treystir sér ekki til að stunda sjálfbærar veiðar án ávinnings kvótabrasksins. Í grein eftir undirritaðan með sömu fyrirsögn sem birtist í Fréttablaðinu 19. maí sl. er fullyrt m.a. að þetta ætti ekki við um landvinnsluna því hún fengi ekki úthlutaðan kvóta til að búa til fjármagn úr.

Sjávarútvegsgreinarnar fá því minna fyrir framleiðslu sína og lánsfjárþörfin verður sífellt meiri sem þýðir enn hærri vaxtakostnað sem er þó nógur fyrir. Vextir hér á landi eru miklu hærri en erlendis og því versnar samkeppnisstaðan stöðugt okkur í óhag.
Þar að auki þarf íslenskur útflutningur að búa við verðtryggingu sem gerir allar rekstraráætlanir, ómarkvissari.

Það er ekki skrýtið að fyrirtæki í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við geti borgað allt að því helmingi hærri laun á tímann fyrir verkamann í dagvinnu. Þýða ekki betri laun hærri tekjur fyrir ríkið til að ráðstafa í góð málefni?
Rækjuvinnslur og landvinnslur á bolfiski leggja upp laupana hver á fætur annarri.

Þetta sanna nýjustu dæmin í þessum geira t.d. á Húsavík, Súðavík, Stykkishólmi og Akureyri svo mjög að ekki verður við unað.
Og að halda því fram að betur hafi tekist til í Reykjanesbæ, Sandgerði, Bíldudal, Ísafirði, Stöðvarfirði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, vikurnar þar á undan, væri hrein hræsni eða firra.
Fólkið stendur eftir agndofa og leitar eftir bjartsýnisgírnum og margir taka á það ráð að flytja til höfuðborgarsvæðisins og nágrenni þess því þar er mikil uppbygging á íbúðarhúsnæði og þjónustu. Í örvætingu sinni, leitandi að betri lífsafkomu, horfir það í forundran til stjórnarliða sem tala um góðæri, vinsælt orð á Davíðs-tímabilinu og hefur lærisveinn hans, Geir Haarde, viljað eins og flokksmenn hans í Sjálfstæðisflokknum að vaxtabætur yrðu aflagðar sem tryggði að tugir þúsunda heimila færu í gjaldþrot.

Verðtryggingin er nú farin að sanna gildi sitt fyrir bankana eins og íbúakaupendur sáu á nýjasta greiðluseðli íbúalána en þar má sjá að verðbætur hafa hækkað um tugir og jafnvel hundruð þúsunda króna á milli mánaða vegna verðbólgunnar.

Ráðamenn og bankar benda á eignabóluna sér til varnar, hækkun íbúðarhúsnæðis undanfarið en minnast ekki á alla milljarðana sem framleiddir voru í gegnum kvótabraskið inn í hagkerfið án þess að innstæða væri fyrir því.

Þess vegna er mikil undirliggjandi verðbólga sem almenningur á nú að greiða fyrir.

Ný könnun Gallups á fylgi Sjálfstæðisflokksins sýnir að margir láta blekkjast. Hann mælist með 44% fylgi en svarshlutfallið var þó aðeins 62% sem gerir þetta ekki að marktækri könnun en sýnir að fleiri hafi varann á þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar.

Grein þessi birtist í Fréttablaðinu í okt. 2005.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þetta er bara skyldu væl hjá Vilhjálmi, fyrir þetta fær hann borgað.Hann vill afnema gjaldeyrishöft núna og láta almenning borga brúsann(ef krónan hríð félli) Þarna er hann fyrst og fremst að hugsa um fyrirtækin í landinu að þau hætti að blæða en á meðan má almenningur blæða út og þegar fyrirtækin hafa jafnað sig að einhverju leiti á þessu  gjaldeyrishöftum, þá verður engin almenningur eftir á landinu!

Konráð Ragnarsson, 20.3.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband