Ármann - viltu tissjú?

Já ég veit, þetta er voða hrokafullt af mér. En er ekki betur heima setið en af stað farið ef tilgangurinn var alltaf bara persónulegt framapot en ekki að vinna að hagsmunum heildarinnar?

Ekki það að ég sé sérstakur talsmaður þess að Sjálfstæðisflokksmenn komist nokkurs staðar neitt áfram, en þetta endurspeglar þó skýrt hvaða sjónarmið ráða þar ríkjum. Það hefur sýnt sig ítrekað að hagsmunir flokksins og einstaklinga þar virðast vera hagsmunum þjóðarinnar sífellt framar.

Er ekki bara gott að gefa þessu fólki frí um óskilgreindan tíma?


mbl.is Ármann gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að ,,Heimastjórnin"  hjá Ingva Hrafni færi öll í endurhæfingu ?

Þar sitja bara ,,taparar" ( Ingvi Hrafn, Ármann, Hallur Hallsson, Jón Kristinn Snæhólm ) og allir hafa þeir þurft á ,,tissjú" að halda um tíma !

Eina sem þessir aðilar hafa unnið sér til frægðar er að tala illa um fólk !!!

JR (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:26

2 identicon

18 ár til dæmis?

alla (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Baldvin.

Ég skil ekki rök þín fyrir að Ármann þurfi að spyrja þig um leyfi að hætta sem þingmaður. Ármann KR Ólafsson hefur staðið sig vel sem Alþingismaður og verið með mörg mál á dagskrá. Enn hann sjálfur virðist fara í taugarnar á þér sem ég skil ekki.

Þér hefði verið nær að fjalla um mál með heiðarlegum hætti, skít kast í garðs fólks sem þú þekkir ekki til. Er þér og þínum til vansa. Síðan ert þú í stjórn félags sem ætlar að bjóða fram til Alþingis og strax byrjaður á að henda skít í fólk. Hvers konar fólk er í þessari samkuntu þinni er þetta marktækt fólk. Nei þetta fuðrar upp eins og að kveikja í vindli.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 22.3.2009 kl. 22:14

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll vertu Jóhann Páll. Hvar fer ég fram á það að Ármann biðji mig um leyfi?

Um störf Ármanns á þingi skal ég ekki dæma, en augljóst að flokksbræður hans og systur eru þér ekki sammála um ágæti verka hans. Fyrir mér er spurningin til Ármanns sú sama og til allra annarra á Alþingi sem vissu um langt skeið hvert stefndi og sögðu okkur ekki frá því: "Hvers vegna upplýstirðu ekki þjóðina um ástandið?"

Mér þykir það kjánaleg fullyrðing hjá þér Jóhann Páll að gera þetta ekki persónulegt. Það fólk sem steypti landinu í algert hrun á sinni vakt gerði þetta heldur betur persónulegt. Ekki bara fyrir mig, heldur þjóðina alla.

Þegar þú Jóhann Páll borgar næst 50% hærra verð fyrir matvælin þín en þú gerðir fyrir rúmu ári síðan, mundu þá að þakka Ármanni og Co. það persónulega.

Málið er afar persónulegt fyrir mér.

Baldvin Jónsson, 22.3.2009 kl. 22:48

5 identicon

Nákvæmlega Baldvin!!!

Þetta er alveg óþolandi þegar þessir menn stíga upp eftir prófkjör og segja að greinilega sé þeirra tími búinn því þeir fengu ekki það sæti sem þeir höfðu hugsað sér.  Þetta í minum huga sýnir óttalega valdagræðgi, til hvers að vera á framboðslista þegar maður kemst ekki á þing? Þannig þeir bara segja að þetta séu skýr skilaboð frá kjósendum og spila góða kallinn. Þegar raunin er að aðeins nokkur þúsund kjósa í þessum prófkjörum finnst mér dálitið spaugilegt að heyra þá segja þetta.

Svo blöskrar manni enn meira þegar fólk stígur upp og fer að tala um hvað þessi og hinn gerðu marga góða hluti á þingi. Já þeir stóðu sig rosalega vel í já-kór flokksins síns.

Kv. Jóhann Gunnar

Jóhann (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband