Þjóðin verður að halda vöku sinni!

Hvað sem verður, verður þjóðin að halda vöku sinni áfram. Ég kann Herði bestu þakkir fyrir kraftmikið starf hans í mómælunum hingað til. Hörður, ég er þess fullviss að þín verður minnst sem þjóðhetju í sögubókum þjóðarinnar. Þú ert búinn að vinna, ásamt góðum hópi fólks, algert þrekvirki.

En hvað sem líður fundarhöldum Radda fólksins, er afar mikilvægt að við höldum vöku okkar.

Grasrótin vaknaði all hressilega til lífsins í október síðastliðinn og er nú með fullri meðvitund í samfélaginu og lætur til sín taka. Grasrótin er með ýmsum mismunandi uppákomum eins og mótmælum, beinum aðgerðum og upplýsingagjöf, búin að hafa veruleg áhrif á gang mála. Við erum meðal annars búin að fella vanhæfa ríkisstjórn, hreinsa út úr FME og Seðlabankanum og síðasta dæmið um kraftinn sem í okkur býr þegar samstaða ríkir er þetta HB Granda mál, þar sem að stjórnin ákveður að standa við áður gerða samninga um launahækkanir einungis vegna þrýstings frá samfélaginu.

Við erum vöknuð og verðum að halda vökunni áfram. Það er í gegnum þessa meðvitund sem að spillingin og sérhagsmunirnir munu verða upprætt áfram í samfélaginu okkar. Við erum búin að segja hingað og ekki lengra, við ætlum okkur að taka virkan þátt í samfélaginu okkar og ábyrgð.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, varð einmitt til upp úr þessari grasrót. Við erum fólk sem búið er að standa vaktina ásamt fjöldanum öllum af góðu fólki, síðan í byrjun október, hvort sem er á mótmælafundum, blogginu, öðrum aðgerðum og í starfi á netinu eins og til dæmis Lýðveldisbyltingin.is er gott dæmi um, sum okkar hafa verið þáttakendur í þessu öllu saman, ég þar með talinn, og við ætlum okkur að standa vaktina áfram.

Við ætlum okkur að vera rödd þjóðarinnar inni á Alþingi, rödd lýðsins í lýðræðinu. Hvort sem að við núm inn fáum eða fjölmörgum þingmönnum lítum við á það sem hlutverk okkar öðru fremur að halda hinum þingmönnunum við efnið. Að gæta þess að lýðræðismálin fái áfram mikla athygli. Ef við hins vegar fáum til þess nægjanlegan stuðning frá þjóðinni, munum við glaðbeitt axla þá ábyrgð sem fylgir krafti mikils fylgis og koma hér á gagngerum lýðræðis umbótum, að draga aftur valdið til fólksins frá atvinnustjórnmálamönnum og framkvæmdavaldinu.

Vertu með okkur, það er búið að margsannast undanfarið að með samstöðu er allt gerlegt. http://xo.is


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að streða við það að fá börnin mín sem hafa kosningarrétt að kjósa Borgarahreyfinguna, ég á 4 með kosningarrétt   Svo ætla ég að mæta á Laugaveginn á morgun og athuga hvað ég get gert til að hjálpa meira. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ojá og áfram svo.

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir það að Hörður hefur skrifað sig inn í sögubækurnar með ótrúlega óeigingjörnu framtaki sínu en það hafið þið líka gert, lýðveldishetjurnar sem spruttuð upp úr grasrótinni! Ef það væri ekki fyrir ykkur þá væri von margra slokknuð.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband