Borgarahreyfingin sexfaldar fylgi sitt milli vikna :)

Það hljómar kannski ekki mikið að mælast með 2,5% fylgi, en við erum afar ánægð með árangurinn og þykir að gangurinn sé afar góður. Við fáum afar litla athygli frá fjölmiðlum og það litla sem til okkar hefur sést hefur verið að okkar frumkvæði og það er að mínu mati bara eðlilegt.

Við munum áfram gera það sem við getum til þess að koma okkur á framfæri á allan þann máta sem mögulegur er og krefst ekki mikils fjár. Peningaskortur er nýju framboði að sjálfsögðu ákveðinn þröskuldur en krefur okkur á sama tíma til að koma fram með nýjar hugmyndir og grasrótin okkar er á fullu í þessum töluðu orðum að leggja fram hugmyndir. Allar hugmyndir eru að sjálfsögðu líka vel þegnar.

Við mældumst vikuna 4-11. mars með 0,4% og núna með 2,5% sem er frábært og gríðarlegt stökk. Nú er bara að taka öll höndum saman og auka fylgi okkar um að minnsta kost 2% á viku fram að kosningum Cool

Við vinnum þetta ef við vinnum saman!

Hér má skoða niðurstöður könnunarinnar í Powerpoint: http://www.ruv.is/servlet/file/4018855_Fylgi_19mars_Lokaeintak.ppt?ITEM_ENT_ID=256470&COLLSPEC_ENT_ID=32

Það er kominn tími breytinga - þorir þú að vera með?  http://xo.is 


mbl.is Samfylking og VG með samtals 55,8% - 38 þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Til hamingju, gangi ykkur vel

Steinn Hafliðason, 19.3.2009 kl. 21:54

2 identicon

ósýnileg... vissi ekki af ykkur, hvar á landsvísu er boðið fram?

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:22

3 identicon

minnir svolítið á myndina "stella í framboði" sem enginn sá :)

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:23

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bjóðum fram í öllum kjördæmum Reynir. Viltu vera með á Suðurlandi?

Baldvin Jónsson, 19.3.2009 kl. 23:16

5 identicon

Ég hef ekkert kynnt mér ykkar stefnu :) veit nú vart hvort tími gæfist í svoleiðis hugleiðingar og hef nú ekki hugsað mér fram að þessu að gefa mér tíma í slíkt, en áhuginn er fyllilega til staðar, breyta þarf til góðs og breytinga er svo sannarlega þörf í þjóðfélaginu, veit nú varla hvort ég yrði nú mikill styrkur fyrir ykkur :)

hvar sé ég flokksuppstillinguna ykkar?

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:28

6 identicon

Þú getur séð frambjóðendur á www.xo.is efst.

Jóhann (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:35

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Allar upplýsingar eða flestar amk  eru inni á vefnum: http://xo.is

komin með 56 frambjóðendur af þeim 126 sem þarf að lágmarki.

Baldvin Jónsson, 19.3.2009 kl. 23:35

8 identicon

Kraftur í ykkur :)

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:47

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Glæsilegt, til hamingju!! Var að setja inn upplýsingarnar og er klár.....pabbi ætlar að kjósa ykkur og það er að segja mikið þarsem sá krókur beygjist nú helst ekki......

Lifi Byltingin

Einhver Ágúst, 19.3.2009 kl. 23:56

10 identicon

Flott hjá ykkur

Þið verðið komin yfir 100% áður en yfir lýkur.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:58

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Við erum 100% á því að hér þarf að breyta hlutunum. Það þarf ekkert alræði til þess sem sést á að tiltölulega litlum hluta landsins tókst að rústa því meðan við gerðumst sek um vanrækslu á frelsi okkar og lýðræðisskyldum.

Saman hlið við hlið útrýmir hægri og vinstri.

Einhver Ágúst, 20.3.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband