Niðurstöður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins - "Fólkið brást, ekki stefnan"

Þetta eru svo sannarlega orð að sönnu og verður forvitnilegt að sjá hvort að Geir H. Haarde, leiðtogi þess sama fólks og hér er vísað til, bera aftur af sér orð Endurreisnarnefndarinnar og kalli þetta bara orð einstakra félagsmanna.

Þessi skýrsla Endurreisnarnefndarinnar segir mér þó ekkert nýtt. Ég hef árum saman reynt að benda á það að Sjálfstæðiflokkurinn hafi einmitt alls ekki verið að starfa eftir stefnu flokksins. Stefna flokksins er í raun jafnaðarmannastefna með ívafi frjálshyggju og er plagg sem mér hugnast afar vel. Ég hef hins vegar ekki, síðan að ég fór að fylgjast með pólitík fyrir um 19 árum síðan (já, kaldhæðið að D listi hafi ráðið nánast allan þann tíma), séð eða tekið eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn væri að fylgja stefnu sinni. Vonandi að þetta kerfishrun sem flokkurinn olli með dyggri aðstoð Framsóknar og síðar Samfylkingar, verði til þess að flokkurinn snúi sér aftur að grunngildunum og því að framfylgja samþykktri stefnu flokksins.

Það var svo sannarlega fólkið sem brást - fólkið í framlínu Sjálfstæðisflokksins sem áratugum saman hefur fylgt eigin sannfæringu og einkavinavæðingar ferli, fremur en stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta sama fólk er eina ástæða þess að flokkurinn er nú almennt nefndur annað hvort "Sjálftökuflokkurinn" eða "Sjálfgræðisflokkurinn" meðal gárunganna.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, varð til meðal annars og að stærstu leiti vegna þessa algera vanhæfis forystu Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi. Við erum til vegna þess að grunngildi samfélagsins hafa veirð svikin, samfélagssáttmálinn hefur ekki verið haldinn. Við vorum rænd af vinum Sjálfstæðisflokksins og algeru eftirlitsleysi þeirra með regluverkinu í beinni útsendingu.

http://xo.is ef réttlætið á fram að ganga.


mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

og í þessari svo kölluðu endurreisnarbók stendur orðrétt "einkaaðilum skulu færð aftur fyrirtæki sem nú eru í eign ríkisins". Ég hjó eftir orðinu færð. Þetta er sem sagt endurreisnin.

Finnur Bárðarson, 21.3.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

,,Minna má á að ráðgjöf banka í húsnæðismálum síðustu árin og verðbólguforsendur þeirra við lántöku stóðust ekki.  Á sama tíma tóku bankar, eigendur þeirra og stjórnendur, að sögn stöðu gegn krónunni og ollu með því hækkun höfðustóls lána, bæði myntkörfulána og verðtryggðra lána.  Eins virðast erlendir lánveitendur bankanna hafa sýnt ábyrgðarleysi gagnvart íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þegar þeir fengu gömlu bönkunum svo mikið ráðstöfunarfé, sem þeir máttu vita að gæti leitt til vandræða.  Er því ekki að undra reiði fólks í garð banka þessa dagana".

- Guðlaugur Þór Þórðarson, Magnús Árni Skúlason, Pétur H. Blöndal, Rangar Önundarson, 25.2.09

Þórður Björn Sigurðsson, 21.3.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er kolrangt hjá endurreisnarnefndinni og þér Baldvin.

Hvað svo sem einhverjir bæklingar prentaðir fyrir kosningar með xd merkjum á kunna að hafa að segja hefur stefna XD í framkvæmd verið "hands off" nálgunin. Það þarf ekki nema örlitla skynsemi og lágmarksmannskilning til að átta sig á að hún GETUR ekki virkað í praxis. Það þýðir ekki að kenna baraeinhverju óskylgreyndu "fólki" um þessa grundvallar rökvillu. Allir sem kusu XD og störfuðu fyrir flokkinn lögðu að mörkum (hvort sem það var vegna umhugsunarleysis eða hagsmuna sinna) til að þessi stefnanæði fram að ganga. Þetta verður að vera á hreinu, sérstaklega hjá þeim sem ætla að bjóða sig fram, svo ruglið verði ekki endurtekið. 

Það að stjórna saméflagi ser dálítið eins og að reka róluvöll, auðvitað viltu að börnin geti leikið sér sem mest og vonandi lært einhvað á því. þitt hlutverk væri á að sjá til þess að þau geti það án þess að slasa sig og aðra á því :) og "Hands off" er ekki rétta aðferðin til þess, heldur einfaldar reglur sem allir skilja og fylgt er eftir.

Sævar Finnbogason, 21.3.2009 kl. 22:07

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Stefna flokksins hefur ekkert breyst Sævar, sá skilningur minn er alls ekki rangur. Þeir eru enn að þykjast fylgja sama plagginu og þeir sátu með fyrir 30 árum síðan líka. Það er það sem ég er að segja hér, stefnan er falleg sem plaggen Sjálfstæðisfólk hefur ekki  fylgt henni í einhverja áratugi a.m.k.

Baldvin Jónsson, 21.3.2009 kl. 22:12

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ok segjum það, en þú ert klár á þessu með rólóvöllin er það ekki

Sævar Finnbogason, 21.3.2009 kl. 23:20

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég væri líklega afar strangur leikskóla starfsmaður.

Ég er mjög hrifinn af frjálsum markaði MEÐ miklu virku eftirliti. Þess vegna einmitt beinist gremja mín yfir ástandinu fyrst og fremst að ráðamönnum, því fólki sem bar ábyrgð á því að verja okkur. FME var algerlega máttlaus stofnun sem gerði lítið annað en að greiða enn frekar götu fjárglæframannanna sem sátu í bönkunum.

Baldvin Jónsson, 22.3.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband