Það er fyrir mér kjánaskapur að vara við því að möguleg styrking krónunnar (sem er reyndar talið nánast útilokað að styrkist fram yfir núverandi gengi) skaði eignir lífeyrissjóðanna. Ef ég þarf að velja á milli þess að missa ofan af mér í dag og eiga erfitt með að afla matar eða þess að fá kannski minna mánaðarlega útborgað úr lífeyrissjóði þegar ég verð kominn á aldur að þá er valið að minnsta kosti ekki mjög erfitt fyrir mig. Ég vel að borða núna. Ég og stór hluti þjóðarinnar hefur fjölmörg ár og starfsorku ef Guð lofar til þess að vinna okkur aftur inn ellilífeyri.
Fyrir þá sem að eru þegar komnir á lífeyri eða fara á hann fljótlega er heldur ekki að óttast. Þetta eru langtíma eignir sjóðanna sem verið er að tala um, eignir sem a sjóðirnir síðan hirða að stærstum hluta sjálfir á endanum hvort eð er. Já, það er enn svo að stærstu hluti inneignar sjóðfélaga erfist ekki og gengur því til sjóðsins við fráfall sjóðfélaganna og seinna maka þeirra.
Þetta kerfi og verðtryggingin eru tvö stærstu bankarán sem yfir okkur ganga. Er ekki kominn tími til að breyta þessu?
![]() |
Styrking krónunnar getur komið sér illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fagráðinn viðskiptaráðherra tekur strax af öll tvímæli um hvers vegna fagráðning eigi að vera reglan!
6.2.2009 | 00:24
Nánast fyrsta verk viðskiptaráðherra er að ráðherra algert toppfólk í stjórn FME. Hér er augljóslega verið að horfa víðtækt á hæfi, menntun og reynslu fólks og þar með getu þess til þess að sinna starfinu.
Það má vel vera að fyrri stjórn hafi búið yfir ýmsum hæfileikum líka, en hér er algert skilyrði að fólk skynji ekki undirliggjandi flokksbönd eða vensl af hverju tagi. Gylfi og Gunnar hafa að sjálfsögðu væntanlega haft náið samstarf á einhverjum sviðum í störfum sínum fyrir Háskóla Íslands, en það væntanlega fyrst og fremst á faglegum forsendum ekki pólitískum.
Ég er afskaplega ánægður með þennan ráðahag svona við fyrstu sýn og finnst þetta vera algerlega í anda þess kerfis sem ég vil koma á hér til framtíðar.
Kerfi sem byggir á algeru gagnsæi og opinskárri stjórnsýslu. Burt með leyndarmálin og baktjalda makkið. Þetta Gylfi er vel gert og algerlega í anda nýja Íslands.
![]() |
Gylfi skipar nýja stjórn FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðbótar augljós þörf - Siðleysi landans opinberast nú með auknum rannsóknarheimildum
5.2.2009 | 16:19
Ég hef sagt þetta nokkrum sinnum undanfarið við mismiklar vinsældir, íslendingar eru flestir siðlausir þegar kemur að skattgreiðslum og þar með einfaldlega siðlausir. Siðleysi er bara siðleysi. Birtingarformið kannski misgróft, en af hverju finnst okkur svona gjarnan að það að komast undan sköttum sé bara eins og að vinna í happdrætti?
Ég hef unnið svarta vinnu oftar en einu sinni á ævinni, stundum vildi ég það og stundum var mér sagt að ég fengi vinnuna ekki öðruvísi. En mér líður ekki vel með það og er afar ánægður með að borga mína skatta og standa skil á mínu. Eða það finnst mér almennt. Hef hins vegar fengið nýlega tips fyrir vinnu sem ég þakkaði bara pent fyrir og skráði ekki sem laun. Siðleysið leynist djúpt í okkur - að sjálfsögðu líka mér. Þess vegna finnst mér svo gott að nú séu tímar breytinga. Ég trúi því að okkur muni líða betur ef kerfið okkar er þannig að það hvetji ekki til þess að fólk vinni svarta vinnu. Um leið mun þá líka fækka brotum gegn launþegum sem óskráðir hafa litla möguleika á því að sækja rétt sinn.
Mætur maður að nafni Vick Kitchen sem var meðlimur hóps sem kallaðist Oxford hópurinn og var mikill þáttakandi í endurreisninni eftir kreppuna 1929 í Bandaríkjunum sagði að reynslan hafi sýnt að skattar lækka þegar heiðarleiki eykst, eða með hans orðum "taxation goes down as honesty goes up".
Ég endurtek: Skattar lækka þegar að heiðarleiki eykst.
Ég man að Ágúst Einarsson rektor við Háskólann á Bifröst og fyrrum þingmaður hélt þessu líka fram og lagði fram frumvarp um málið ef ég man rétt. Hann var svo viss í sinni sök að hann vildi fara hina leiðina, lækka skatta strax og trúa því að skatttekjur myndu skila sér betur. Ef skattþrepið er lágt er minni hvati til undanskota.
Þessi Oxford hópur var víst sterklega viðriðin nokkra mismunandi hópa í Bandaríkjunum á þessum árum og kom fram með hugmyndir sem að endurspegla algerlega það sem er að gerast á Íslandi í dag, endurspeglar kröfu almennings um gagnsæi og heiðarleika. Við viljum bara fá að vita hvernig staðan er í raun. Oxford hópurinn var með svokölluð fjögur "absolutes" eins og þeir kölluðu það. Þessi 4 absolutes þeirra voru "absolute honesty", "absolute purity", "absolute unselfishness" and "absolute love".
Þeir trúðu því að ef ástundaður væri alger heiðarleiki, hreinleiki og óeigingirni að þá væri alger kærleikur niðurstaðan.
Þetta þykir mér mjög í anda þess sem er að gerast hérna heima í dag og þarf að gerast. Fólki þykir þetta eflaust öfgakennt og það er það. En hvort vil ég búa við siðleysi og spillingu eða í samfélagi þar sem ríkja lög og reglur og allir búa við sömu kjör?

![]() |
Grunur um brot bankastarfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Pössum bara að segja ekki orð og þá verður vonandi allt í lagi...
5.2.2009 | 11:46
Baugur fallinn - líklegum bókhaldsleikjum lokið
5.2.2009 | 01:02
Lækkun um 10% Kristinn?? - Er vinsældaleitar lykt af þessu?
4.2.2009 | 15:32
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Obama gæti orðið okkur þarft viðmið um framkvæmd siðbótar
4.2.2009 | 00:23
Réttara að segja að "skráð gengi eignasafnsins telji þúsundi milljarða" er það ekki?
3.2.2009 | 20:55
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Birgir Ármannsson undrandi á "heiftinni" sem felst í nauðsynlegum hreinsunum í stjórnsýslunni
3.2.2009 | 17:44
Þetta er ekki spurning um hvort að Davíð hætti - aðeins spurning um hversu dýrt það verði
3.2.2009 | 14:59
Að greiða ekki erlendar skuldir ríkisins vegna ábyrgða er stærsta réttlætismál heimilanna!
2.2.2009 | 23:57
Verður þessi dagur okkur hinum líka eftirminnilegur?
2.2.2009 | 18:18
Hver þekkir stefnumál Ólafs í umhverfis- og landbúnaðarmálum?
2.2.2009 | 14:06
Er siðbót það að tryggja sér völd??
2.2.2009 | 11:56
Hvort skyldi eiga að ganga fyrir, hagsmunir fólksins eða flokksins?
1.2.2009 | 02:09
Norsk króna - góð hugmynd! En hafa Norðmenn einhversstaðar gefið jákvætt svar á þær hugleiðingar?
30.1.2009 | 22:27